Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 23

Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 23
SIGRÚN BJÖRGVINSDÓTTIR: UTLI GÖTUSÓPARINN Ég sá liann labba, lítinn glaðan svein með litinn sóp og ruslafötu í hönd. Agústsól á Ijósa lokka skein, á litlar kinnar festi rósavönd. Þó heldur væru bág pin barnagull þá brostu augu þín svo hrein ogskœr. Og rauða fatan rétt var orðin full af rusli sem ég fleygði hér i gær. Hve Ijúft það vœri að leiða þig við hönd ®g lesa blóm á grænum engjareit. En meinleg örlög bundu okkur bönd og býsna langt er héðan upp i sveit. Vm auðar götur greini eg þinn róm og glaðan lilátur, litla munablóm. Og ekki ætti ég sízt að segja í'rá því, sem mér mistókst. Ég er illa skrifandi og kann ekki að færa hugsanir mínar í skáldlegan búning. En hann Teitur dóttursonur minn í Neðri bæn- um er sískrifandi, og stundum birtast eftir hann bæði sögur og kvæði. Ég rölti til hans eftir hádegið, í stað þess að fá mér blund. Teitur lá uppi í rúmi og var að lesa blöð- m, eins og hann er vanur á sunnudögum. Eg sagði honum í fám orðum frá hugmynd minni. Hann spratt á fætur, rak krakkana út og fór að tala við mig, l’jarska Jrægilegur í við- móti. Ég reyndi að segja honum frá þessu litla, sem á daga mína hefur drifið, og byrj- aði á draumnum, sem mig dreymdi á brúð- kaupsnóttina og morgninum, sem ég vakti ein í baðstofunni á Grýtu. „Góða amma,“ sagði Teitur. „Þú sleppir strigapokanum og nefnir ekki köngulóna. Það á ekki að gera of mikið úr eymd og vol- æði þjóðarinnar. Getum við ekki haft Jrað svo, að Jietta hafi verið gamalt veggáklæði með . . . við skulum sjá ... góbelínsaum?" „Þann saum hef ég aldrei heyrt nefndan,“ sagði ég. „Og ég ætla ekki að ljúga neinum listsaumi upp á konur, sem börðust alla sína ævi við sultinn, kuldann og óþrifnað- inn. Segðu lieldur, að það hafi verið meist- araverk, að við skyldum hafa lund til að benda börnunum okkar á það, sem fallegt er í Guðs orði og góðum sögum, þó að við gætum aldrei litið upp úr stritinu." „Það kemur ekki málinu við,“ sagði Teit- ur, „livað er bókstaflega satt. Fólk vill finna fegurð í bókmenntunum og kynnast Jrar kúltíveruðum söguhetjum, en ekki ein- hverjum aumingjum, sem vaða óþrifnaðinn upp að hnjám.“ „Ég anza engri útlenzku,“ sagði ég „en við vorum engir aumingjar. Þú liefðir átt að halda hvítum þvotti með því þvottaefni, sem ég hafði og halda þrifum í hári á tíu börnum, þó að ég ætti oft engan höfuð- kamb. Ég verð að segja, að þetta tókst mér furðanlega. Ég segi furðanlega, en ekki full- komlega. Og ekki veit ég hvað þú ert að tala um aumingjahátt, Teitur. Var Jjað vitlegt, Jjegar jni fórst nærri nærfatalaus í göngur hérna um árið og varst kominn í andlátið í meinlausum norðangusti og bíður Jress aldrei bætur fyrir brjóstinu. Og ætli Jrað Jjætti ekki skrítið í skáldsögu, ef söguhetjan væði bæjarlækinn fram og aftur syngjandi, eins og þið bræðurnir gerðuð á samkom- unni í fyrra. En það er bezt að lýsa aldar- hættinum eins og liann er á hverjum tíma. Og hver getur borið ábyrgð á sér.“ „Góða amrna, við skulum ekki fara að Jjræta. Haltu áfram með söguna,“ sagði Teitur. Melkorka 23

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.