Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 7

Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 7
Ott op eða dyragætt, „tunglhlið“, úr þessum garði inn í eitthvert húsanna eða útúr garð- ®um. Sumstaðar líka innanhúss. Hús í þess- tim stíl eru flest gömul. Lítið er reist af nýj- Um íbúðarhúsum í gamla bænum, nýju hús- tn eru nær eingöngu opinberar stórbygging- ar, en nútíma íbúðarhverfi er að rísa upp í nýju Peking, fyrir utan gömlu borgarmúr- ana. Þar er líka háskólinn eða réttara sagt háskólaborgin. Þegar við vorum að skoða úeimavist háskólastúlknanna hittum við fjórar kátar sambýlisstúlkur sem vitnuðu í Eddu og íslendingasögurnar þegar þær Eeyrðu hvaðan við komum. Við hittum líka tslenzkan námsmann, Skúla Magnússon, sem er að læra kínversku. Hann býr í heimavist nteð pilti frá Kasmír og virðist una hag sín- um vel. Það verður ekki ráðið af klæðnaðinum úver sé starfi manna í Kína. í Peking eru allir eins klæddir. Fólkið er svo hógvært og yfirlætislaust að maður veit aldrei hvort ntaður talar við háan eða lágan. En það er ekki síður atliyglisvert að skoða nútínra iðju þessa fólks en keisarahallirnar, þúsund ára gamla prentlist, fornan pappír og postulín. Jaðiskurðarmennirnir láta ekki rnikið yf- lr sér. Þeir vinna einsog aðrir verkamenn í níu klukkutíma á dag í ákaflega lélegum yerkstæðum. Lítil jaðifígúra getur verið ntargra mánaða látlaus vinna. Ég sá jaði- Elökk sem búið var að móta fyrir listaverki °g spyr hve langan tíma taki að skera það út. Eitt ár. Maðurinn sem ég tala við er 42 ai'a garnall, nýbúinn að læra að lesa, mjög greindur í tali og fágaður í framkomu, og úefur skorið í jaðistein síðan hann var 13 ‘U’a. Listin að skera út í jaðistein er talin þrjúþúsund ára gömul í Kína, aðrar þjóðir kunnu lengi vel ekki að vinna svo hart efni. Jaðisteinninn er ýmist hvítur, grænn eða Ijósrauður, og er í Kína ekki síður en gull tákn fegurðar og verðmætis. Cloisonne er annar ævagamall listiðnaður 1 Kína og kenndur við Peking og var áður aðeins unninn fyrir keisaraliirðina. Það eru ^elkoRKA Cloisonne listiðnaður i Peking. smeltir koparhlutir, vasar, skálar, föt og diskar. Hver hlutur gengur í gegnum hend- ur margra listamanna. Fyrst er hluturinn smíðaður, þá er hann skreyttur með kopar- þræði, beygðum einsog víravirki og sérhvert ornament fest með lími á flötinn, en síðan sett í eld til að festa það betur. Nú er hlut- urinn málaður, og listamaðurinn situr með tugi lita fyrir framan sig í litlum skálum. Þegar búið er að mála og hita hlutinn aftur yfir eldi lítur hann út einsog hrjúf leirkera- smíð, enn er málað upp aftur þar sem gallar liafa kornið fram við brennsluna og brennt á ný. Næst er slípað þangað til áferðin er orðin slétt og skínandi einsog á postulíni. Enn er hluturinn settur yfir eld, skolaður á eftir og að lokum látinn í gullbað til að fá gullhúð á koparinn. Svona eru vinnubrögðin á öllum sviðum listiðnaðarins. Fílabeinsútskurðurinn er oft svo hárfínn að hann verður ekki séður með berum augum, og það er ofar mínum skiln- ingi livemig menn fara að því að skera út sum fílabeinsstykkin. Utklipptar pappírs- skrautnryndir sem sveitafólk tíðkar er líka listvinna sem á engan sinn líka á Vestur- löndum. Útsaumur, teppagerð, lakkvinna, allt er þetta óviðjafnanlegur listiðnaður í Kína.

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.