Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 12

Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 12
en nú er nauðsyn. Því fyrr sem íslenzkir valdhafar skilja þessa nauðsyn því meiri líkur eru á, að þjóðinni verði bjargað frá fjörtjóni. Og því meiri líkur eru á, að ekki komi til stórstyrjaldar. Ef svo heldur áfram sem til þessa, að þjóðir jarðarinnar skipi sér í fylkingar, liver í sínu herfélagi, þá hlýtur að því að draga, fyrr eða síðar, að þessar fylkingar sigi saman til orustu. Gegn slík- um örlögum verður engu öðru teflt en hlut- lausum þjóðurn svo mörgum, að þeim stór- veldum, er þykjast ekki geta leyst vandamál sín nema með styrjöld, fallist hendur og læri að sætta sig við friðinn. Hlutlaust ísland á ekki aðeins kost á að bjarga sjálfu sér frá tortímingu. Það á einnig kost á að leggja heiminum öllum liðsinni sitt. Soffía Lilliendahl sjötug Hinn 13. janúar síðastliðinn átti merkis- konan Soffía Lilliendalil frá Akureyri sjö- tugsafmæli. í tilefni þess vill Melkorka, um leið og hún færir afmælisbarninu sínar beztu heilla- og árnaðaróskir, þakka henni fyrir langt og ósérplægt starf sem útsölu- maður blaðsins. Frá því að Melkorka hóf göngu sína fyrir þrettán árum hefur frú Soffía verið velunnari hennar í orðsins víð- ustu merkingu og það er ekki sízt henni og hennar líkum að þakka að þetta fyrsta tímarit íslenzkra kvenna hefur eignazt vini og áskrifendur út um land. Soffía er fædd á Skálanesi á Vopnafirði 15. janúar 1888. Foreldrar hennar voru Karl LiIIiendald útvegsbóndi og hafnsögu- maður og Þóra Beck. Tíu ára gömul missti hún móður sína og fluttist til móðurfólks síns á Reyðarfirði og ólst þar upp. Nítján ára fer hún til Reykjavíkur „til að læra eitthvað þarflegt fyrir lífið“, og sýnir það táp hennar og kjark; vann hún þar við mat- reiðslustörf, lærði kjólasaum og hannyrðir og sótti tungumálanámskeið. Svo lá leiðin til Akureyrar. Þar giftist hún Birni Gríms- syni, einum af forustumönnum verkalýðs- hreyfingarinnar á Akureyri og forstjóra Pöntunarfélagsins um langt skeið, en fyrir nokkrum árum fluttu þau til Húsavíkur. Þau eignuðust átta börn og varð heimilið því fljótt stórt og umsvifamikið. Soffía varð því strax að helga heimilinu krafta sína og sýnir það ekki Iivað sízt ráðdeild húsmóður- innar og dugnað að þeim hjónum tókst við 12 M liLKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.