Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 28

Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 28
r UTAN Ú R HEIMI v__________________________________/ A fulltrúafundi Alþjóðasambauds lýðræðissinnaðra kvenna, í Peking í apríl 1956, stakk indverski fulltrú- inn upp <1 því, að samtökin athuguðu möguleika ú að útbreiða og kenna um heim allan þær aðferðir, sem notaðar eru til að stuðla að þjáningarlausum fæðing- um. Uppástungan hefur nú verið rædd og ákveðið, að Alþjóðasamhandið gefi út bækling til leiðbeiningar í þessum málum. Undirbúningsnefnd hefur aflað sér upplýsinga frá ýmsum löndum og hafa þær leitt í ljós, að í 39 löndum hefur þessi stórmerka nýjung þcgar gefið góða raun og er að ná mikilli útbreiðslu. I Sovct- rikjunum og Kína cr hafin opinber kennsla í afslöpp- un fyrir barnshafandi konur. Frakkar standa einnig mjög framarlega í þessum efnum, þar sem heilbrigðis- nefnd franska þjóðþingsins samjjykkti einróma, fyrir tveiin árum, að styrkja rannsóknir og kennslu fæðingar- sérfræðinga í þessum aðferðum. I>ar hafa námskeið verið gefin út á hljómplötnm og hafa verið skráðar í landinu um 10 þús. konur, sem fætt hafa þjáningar- laust. Bók AlJjjóðasambandsins verður fyrst og fremst kennslubók, en Jiar verða einnig birtar skýrslur um reynslu ýmissa þjóða varðandi þjáningarlausar fæðing- ar og listar yfir fræðirit sérfræðinga. I>á hefur Aljijóða- sambandið í hyggjti að láta gera kvikmynd, sem nota mcgi á námskeiðum til hliðsjónar bókinni. -K Kvennasamtökum í Austurlöndum og löndum Suður- Ameríku hefur orðið mikið ágengt í baráttu sinni fyrir kvenréttindum, en víða Jiar njóta konur enn lítils réttar og eru enn mjög fáfróðar um Jrjóðfélagsmál. I Ilrasilíu hefur kvenfélagasamband landsins stofnað til námskeiða fyrir konur í ýmsum borgum í landinu, J>ar sem kennd er [jjóðfélagsfræði. barnavernd, skipulagn- ing kvenfélaga á ýmsum sviðum, svo sem verkakvenna- félaga o. s. frv. og saga kvenréttindahreyfingarinnar i öðrum löndum. Kontir hafa þannig verið hvattar til að krefjast og gæta réttar síns í Jjjóðfélaginu. I sambandi við Jressi námskeið hafa svo vcrið haldin ýins önnur, svo sem í lestri og ýmsum starfsgreinum, saumum, tónlist, vélritun o. s. frv. Konur í landinu hafa nýlega efnt til þings, til þess að fjalla um áskoranir til brasil- ískra stjórnarvalda um að brcyta löggjöfinni varðandi stöðu kvenna í Jijóðfélaginu, en í henni er hagur kvenna mjög fyrir borð borinn. Frá Indónesíu berast svipaðar fréttir. Kvennasam- tökin þar hafa sett á stofn yfir 150 kvenfélög á eyjunum og er meðlimatala þeirra orðin meir en /2 milljón kvenna. Arið 1951 voru aðeins 6000 konur í kvcnna- samtökum þar í landi. — Konur hafa ferðast um eyj- arnar og haldið námskeið um þjóðfélagsmál og lieftir Jiað orðið til þess, að konur láta nú æ meir til sín taka í baráttunni fyrir betri kjörum og meiri réttindum. A Italíii hafa konur hafið einhuga baráttu gegn hækkun lífsnauðsynja, sem mjög kveður að þar um Jjessar mundir. í janúarlok efndu þær til Jjings í Róm. til Jiess að ræða hvað gera megi. Fjöldi ítalskra hag- fræðinga, ýmsar menntastofnanir og blaðamenn hafa veitt þessuin máluin stuðning. -K Stjórn Suður-Afríku herðir á kynþáttaofsóknum í landinu og hefur nú aukið eftirlit með því, að hvítir menn og svartir séu aðskildir í menntastofuunum lands- ins. Ráðuneyti )>að. sem fer með mál innfæddra manna, hefur tilkynnt, að stjórnin mnni eíkki Viðurkenna lengur en til ársloka 1957 hina 6 kaþólsku menntaskóla fyrir þeldökka menn. íif þessir skólar vilja halda áfram starfsemi sinni, verður að reka Jiá sem einkaskóla. l’ról frá þessuin skólum verða ekki viðurkennd opinber- lega. Einum skóla fyrir þeldökka menn, sem stjórnað var af kajiólsknin prestum, hefur Jiegar verið lokað. Meðal þeirra, sem handteknir hafa verið í sambandi við mótmæli viðvíkjandi kynþáttaofsóknum stjórnar- innar, eru forseti og ritari Suður-afrísku kvennasamtak- anna. -k Kona nokkur í Virginia í Bandaríkjunnm var sektuð um 15 dollara fyrir að sitja við hliðina á negra á opin- berum fundi. í Virginia nuila lög svo fyrir, að svart fólk og hvítt verði að sitja í aðgreindum hópum á opinberum stöðum. /------------------------------------------\ KONUR! Gerizt áskrifendur að Melkorku. V__________________________________________/ 28 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.