Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 18

Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 18
Dagbók Önnu Frank O Dagbók Önnu Frank í Þjóðleik- húsinu er eitthvert bezta leikrit scin þar hefur verið sýnt. Ekki er sá maður eða kona sem þaðan fer út ósnortinn. Ætla mætti að fáir myndu treysta sér til þess að sjá leikrit sem gerist meðal gyðinga í ógnar-æði nazismans, baksviðið heimssyrjöld, sökum þess hve ægi- legt það væri og drungalegt. En um þetta leikrit leikur andi ungrar lífsglaðrar stúlku, gáski hcnnar, gleði og sorg. Leikritið rís hátt og ber lífsvon og trú á menn- ina þrátt fyrir allt Anna Frank scgir þá setningu sem er þunga- miðja leiksins og allt beinist að, að hún trúi því þrátt fyrir allt, að mennirnir séu í innsta eðli sínu góðir. Mörgum varð að orði þegar þcir höfðu séð leikritið: hvað hefði þessi telpa ekki getað skrifað eftir að húu þroskaðist? Hún gat lýst hinni löngu dvöl gyðinganna á pakkhús- lofti í Amsterdam, þar sem enginn mátti lireyfa sig að degi til, hvað þá koma út undir bert loft, til þess að ekki kæmist upp ttm að þeir feldu sig þar, og gat lýst atburð- um og persónttm lifandi og örugg- lega. En fyrir henni lá engin fram- tíð, engin framabraut. Hún gaf okkur jretta verðmæti, dagbók sína til þess að við gætum undrazt það og aldrei gleymt bvað þetta sak- lausa fólk mátti líða. I>að var marg líf deytt í þessari ógnaröld. Ekkert gæti kennt heim- inum betur en dagbók þessarar saklausu gyðingastúlku að kyn- þáttaofsóknir og styrjöld er mesti ghepur veraldar gagnvart öllu lífi. takið og endið á 10 lykkjum munstur, II (14) 17 r. Aukið í 1 lykkju annan hvern sm þangað til 100 (110) 116 lykkjttr eru alls á prjóninum. Við 42 (44) 46 sm er fellt af, 4, 2, 2 (5, 2, 2) 6, 2, 2 lykkjur báðum tnegin og því næst 1 lykkja í byrjun hvcrrar ttmf. þangað til ermin mælist 53 (56) 59 sm, en þar á eftir 2 lykkjttr í byxjun hverrar umf. að 55 (58) 61 sm. Fellið af. Hálsmál: 'l akið upp 45 lykkjur á bakinu, um 1 sm neðan við affellinguna og prjónið stuðlaprjón um 2(4 sm, fellið af. Takið upp 85 lykkjttr á framstykkinu með- fram öðruin jaðri, 1 lykkju í oddanum og 85 lykkjur meðfram hinum jaðrinum, prjónið stuðlaprjón og gætið þess að oddalykkjan verði rétt lykkja á réttunni. l akið úr 1 lykkju báðum megin við oddalykkjuna í hverri umf. Við 2(4 sm er fellt af. l’ressið létt á úthverfunni, saumið vasana við og peysuna saman. 18 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.