Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 20

Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 20
Konan í Perú I nóvember sfðastliSnum l>ar tvo óvenjulega gesti að garði hér í höfuðstaðnum. Það voru tvær ungar stúlk- ur frá Perú, systur sem höfðu farið yfir mörg liincl og álfur á leið sinni til íslands, en þangað var ferðinni meðal annars hcitið í upphafi. Þær fóru fyrst til Frakk- lands í heimsókn til kunningja, síðan tii Norður-Afríku, Mið-Asfu. Egyptalands, Arabarfkjanna, Tyrklands, Grikklands, yfir Júgóslavíu, Ítalíu. 1 Finnlandi dvöldu þær eitthvað og gistu Lappa og létu vel yfir. Frá Noregi komu þær svo Iiingað. Sögðust hafa selt eigur sínar til að kynnast framandi þjóðtim og meiningin væri að skrifa bók þegar heim kæmi. Perú er í Suður-Ameríku og liggur að Kyrrahafi milli Chile og Ekvador. I>að er lýðveldi og íbúatala 8 miljón- ir. Höfuðborgin heitir Lima. Spænska er aðalmálið og kennt í öllum ríkisskólum, en í fjallal>yggðum og sveita- þorpum eru töluð hin fornu Indíánamál, quechua og ayinara, og er það síðara talið meðal elztti tungumála heims. Spánverjar réðust inn í landið 1532 og eru til merkar bókmenntir og skáldskapur á quechua tung- unni. I Perú er elzti háskóli í Ameríku, stofnaður 1551. Ferðalangarnir, Stella Pando og Nanna Valintine, sendu eftirfarandi ljóðræna grein til Melkorku á ís- lenzku og báðu fyrir kveðju til lesenda blaðsins: .... Mama Ocllo hct fyrsta konan í sögunni. Samkvæmt sumum heimildum var hörund hennar að lit eins og raf, hárið dökkt, auguii blá og mild. Aðrir segja að hún liafi verið hvít, rósfögur, ljóshærð. .... Og hún birtist yfir Titicaca-vatninu. Hún var kona þess manns sem stofnaði hið víða Tahuantisuyo-ríki. Hún kenndi kvenþjóðinni að vefa og spinna, að annast heimilið og hjúkra sjúklingum. I þá tíð skapaði Inca vitrasta stjórnskipulag, sem nokk- urt ríki hefur nokkurn tíma þekkt. .... Bréfin komu frá Húánuco til Spánar. Undirrit- un: „rómantískastur penni í Ameríku". Höfin verða svæfð og tunglið titrar fyrir þessum brennheitu ástar- kvæðum. .... Létt, fögur og töfrandi í sínum óaðfinnanlega einkennisbúningi, var „La Mariscala". Þessi kona, sem höndlaði sverðið eins vel og hún reið sínum viljuga gæðingi, var í upphafi lýðveldisins tákn ættjarðarástar og hetjuskapar amerisku konunnar. .... A hinurn skuggalegu dögum lýðveldisins, í stríð- inu gegn Chile, segir María Andrea Bellido svo: „Betra er að deyja en að svíkja föðurlandið." Og hún deyr í Ayacucho, fæðingarborg sinni, eins og hetja, og lætur óbornum að arfi eitt óflekkað nafn. .... Oll börn verða að hafa ömmu. Og Juana Alarco de Danmert unni börnum. I lífi hennar hljómuðu hin- ar elskuðu, barnslegu raddir. Hún fæddist og dó í Lima og varði peningum sfnum til að lijálpa börnunum í sínu landi. .... Belén de Osma, Limabúi, er tákn nútímakon- unnar. Hún stofnaði „Entre Nous", þar sem flutt eru hin skemmtilegustu efni, alþýðunni til uppfræðslu. .... Nú á dögum ber Gladys Zender Urbina um enn- ið tignarmerki Jjess að vera fegursta koua heimsins. Nútímakonur lifa annasömu lífi. Heimilið, skrifstof- an, stjórnmálin krefjast þeirra. En þær gæta rtekilega kveneðlis síns og hins sérstæða yndisþokka suður-amer- ísku konunnar. Þær sækja háskólatíma, fullar af fróðleiksjrrá, og eru ágætar starfskonur í öllum greinum. .... Og aldirnar liðu. Og annar kynjjáttur kom, handan yfir hafið, og bann eignaðist land' Manco Ca- pacs og innleiddi nýtt mál og ný trúarbrögð. Kynþættir og hugsunarhættir blönduðust og í Lima fæddist „Rosa de Santa María", meyjarhugsjónin. verndarmynd Amer- íku og Filippseyja. .... Eins og Frakkland átti „La Pompadour" gaf Perú Ameríku „La Perricholi". Og margar slíkar. .. . Micaela Villcgas, fædd í Panao, var fyrsta leikkona hins Nýja Heims. Hún var lifandi mynd fegurðar, vizku, yndisþokka og töfra kynblend- ingskonunnar. Þannig sækir fram konan í Perú. 20 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.