Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 15

Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 15
til að svara að starfi mínu fylgir að ég verð stundum að dveljast vikum samán úti á sjó og þegar maður á litla dóttur heima og eig- inmann . . . Það vœri gaman að hcyra livaða starf pú hefur á höndum í þessum sjóróðrum? Á sjónum söfnum við gögnum sem svo er unnið úr þegar komið er í land. Hjá mér liefur það hingað til aðallega verið smásjár- vinna, telja og greina plöntur sem ekki eru stærri en brot úr millimetri og fá á þann hátt mynd af hinum mismunandi gróður- svæðum kringum landið. En jressi aðferð ei seinleg og árangur kemur ekki í ljós fyrr en ári eða árum eftir að sýnishornin eru tekin. I sumar var byrjað á nýrri aðferð til að mæla framleiðslugetu sjávarins og við mælingarn- ar er notað geislavirkt kolefni og er sii að- ferð miklu fljótvirkari. Finnst pér ekki bœrinn pinn hafa tekið slakkaskiptum á peim árum sem pú varst úti, spyr ég Þórunni um leið og ég kveð hana? Jú, hvort mér finnst, það er varla að ég rati. Hvílík stórborg sem Reykjavík er orð- in, og Jró finnur maður á öllu og alstaðar að maður er kominn heim. Þ. V. Boðskapur frá Alþjóðasambandi lýðræðissinnaðra kvenna 8. marz 1958 I <1 allra kvenna! f sambandi við liinn alþjóðlega kvennadag 8. marz 1958, heilsar liið lýðræðislega heimskvennasanihand 511- um konum og kvenfélögum, hvar í heimi sem er, og óskar þeim árs og friðar. Við beinum kveðjum okkar til allra jreirra kvenna sem leggja lið sitt til aukins frelsis og friðar, og ekki sízt ykkar sem leggið ykkur sérlega fram í pólitískum, félagslegum, fjórhagslegum og menningarlegum efnum. Við heilsum þcim þjóðum sem vinna að friðarmálum af fullri alvöru og árvekni. Við gleðjumst yfir vakningu og endurreisn þjóða í Asiu og Afríku. Við samgleðjumst ykkur innilega með tæknilegar og vísindalegar framfarir, sem munu skapa bjarta framtíð fyrir börn ykkar sem nú vaxa úr grasi. En framtíð verður að byggjast á friði til j)CSS að kom- andi kynslóð fái notið ávaxta þeirrar ástar, sem við veituin henni. Iðni og áhugasemi verðtir að koma til skjalanna (il |»ess að vega á móti vetnissprengjuhreiðr- um sem hlaðið er upp um állar jarðir. Þegar slfkar vörugeymslur eru á næstu grösum, ertim við öll í hættu. Konur um allan heim hcimta endi á ölluin tilraun- um með kjai norkusprengjur, þær heimta einnig að hið MELKORKA svokallaða kalda stríð verði útkljáð mcð samningum milli ríkja. Það er raunverulegur vilji kvenna og meiri- hluta allra manna, að vinátta, skilningur og sameigin- leg tilvera allra J»jóða verði raun og reynd í framtíð j»essa heims — ekki stríð og morð. 8. maiz bindast konur um allan heim samtökum uin baráttu fyrir sameiginlegu frelsi, og einuig þjóðlegu frelsi. 8. marz, hinn venjulega baráttudag kvenna. notum vér lil fundahalda og almennra hátíðahalda til J»ess að sýna vilja okkar og kröfur. Við munum ennfremur leggja áherzlu á jafnrétti í vinnu, sömu laun fyrir sömtt vinnu og laun fyrir móðurstarf sem framlag til þjóð- félagsins. Alþjóðasamband lýðræðissinnaðra kvenna skorar á allar konur að gera 8. marz 1958 að miklum undirbún- ingsdegi fyrir Ejórða þingið, sem haldið verðnr í Vínar- borg 1,—5. júní 1958. Þetta þing mttnu sækja konur úr öllttm hluttun heims án tillits lil litar, þjóðernis eða trúarbragða .Þctta þing mun sanna vináttu og samstarf allra kvenna uin allan heim, að því marki að börn þeirra megi verða bamingjusöm og njóta friðar í heiin- intini. 15

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.