Melkorka - 01.11.1958, Page 10
Látrabjarg — j>ar sem strandiO var.
að reisa einn heimavistarskóla handa öllum
sveitum Vestfjarða.
Skólatiminn er stuttur hjá ykkur.
Sex mánuðir. Hvert barn fær þriggja
mánaða kennslu á vetri. En reynsian sýnir,
að þessi börn geta haldið áfram námi í
framhaldsskólum alveg eins og kaupstaða-
börnin. Skýringin mun vera sú, að farskóla-
börnin þjást ekki af námsleiða. Ég var vön
því, eins og flestir aðrir farkennarar, að
skipta um skólastað á mánaðarfresti. En
skólanefndarformaður fyrir vestan hafði
lengi látið fylgja þeirri reglu, að flytja skól-
ann á hálfs mánaðar fresti. Hann sagði:
„Við höfum stuttan skólatíma. Áliugi barn-
anna er það, sem við verðum að treysta á.
Tíð umskipti milli skóla og heimanáms
halda áhuganum vakandi. Börn eru svo nýj-
ungagjörn.“ Ég reyndi þetta. Og munurinn
var ótrúlegur. Þessari reglu fylgi ég, þegar
unnt var vegna vegalengda og veðráttu. En
stundum fæ ég auðvitað ekki að ráða þessu
fyrir skólanefndunum.
En er ekki ágeett acf hafa heimnvistar-
skóla, þar sem. vegir eru fœrir á vet.rum og
þéttbýlt er?
Auðvitað. Staðhættirnir verða að ráða.
Er ekki auðvelt. að kenna svona fáum
börnum?
Að vísu. En mismunandi aldur þeirra ger-
ir kennsluna vandasama. Segjum, að börn-
in séu ekki fleiri en níu í hvorri deild. En
þau eru á aldrinum níu — þrettán ára.
Ogjafnvel yngri. ,,Hæfur“ kennari rit-
aði einu sinni um þessa erfiðleika og
réð kennurum til að liafa lágt skilrúm
úr timbri í miðri stofunni og láta sum
börnin vinna sjálf, á meðan hinurn væri
kennt. Þegar ég las þetta, var ég að kenna
í gömlum baðstofum. Oft datt mér í hug,
livað þessi mannvirki mundu sóma sér vel
á miðju gólfi.
Er þetta starf ekki svolítið œvintýralegt?
Þeir, sem l'ara víða, sjá slundum eitthvað
nýstárlegt. Ég var stödd á Látriim, þegar
strandið var, og lenti út á Bjarg, eins og all-
ir, sem göngufærir voru. Þar í sveit verður
kennarinn að vera sæmilegur göngumaður.
Hvað finnst. þér annars um námsefni.
barnanna?
Það er of mikil áherzla lögð á að kenna
börnum reikning, áður en þau skilja hann.
Sögur og Ijóð skilja börn miklu fyrr. En sú
menntun skipar ekki háan sess í náms-
skránni. Eina ráðið til þess að vinna gegn
þeim Svarta skóla, sem kallast sorprit, er að
kynna börnunum bókmenntir í skólanum.
Mér virðist unglingar hafa fáránlega van-
máttarkennd gagnvart eóðum bókuni. Þeir
telja sér trú um, að þær krefjist jrreytandi
hugsana og hugsanir séu komnar úr tízku. í
lítillæti sínu ímynda þeir sér, að þeir hafi
ekki vit á öðru en þessari margjórtruðu ber-
söglisögu vikuritanna.
Það er vinsælt, að láta í ljós „trú á æsk-
una“. Ég trúi ekki á þá æsku, sem les ein-
tóm sorprit. Hún er menntunarsnauð, jafn-
vel þó að hún kunni brotabrot og eitthvert
hrafl í ensku. Hitt er annað, að þetta á-
stalid ætti að geta breytzt. Og það er hlut-
82
MELKORKA