Melkorka - 01.11.1958, Blaðsíða 14

Melkorka - 01.11.1958, Blaðsíða 14
og svo var maður að spara og reyna að kom- ast af með aðeins allra nauðsynlegustu hjálp. En ég var sérstaklega heppin með samstarfsfólkið, segir Kristbjörg með á- herzlu. Aðstoðarráðskonan var t. d. hjá mér í 17 ár og stúlkan sem sá um smurða brauð- ið í 20 ár. Það eru áreiðanlega ekki margar húsmceð- ur sem geta státað af sliku nú á tímum. Kristbjörg brosir lítið eitt við. Og bless- uð, ég lenti líka stundum í stúlkuhraki, eins og það er kallað, og bryddaði mest á því á stríðsárunum og eftir stríð. Að vetr- inum var ekki yfir neinu að kvarta, ég náði oft í bráðmyndarlegar stúlkur úr sveit, en venjulegast urðu þær að hverfa heim til sín að vorinu, svo að á sumrin varð ég oft að notast við hitt og þetta hlaupafólk. Ungu stúlkurnar okkar virðast ennþá líta á inn- anhúss- og eldhússtörf sem einhverja illa nauðsyn, eitthvað miklu ómerkilegra en að standa í búð eða vinna á skrifstofu þótt heimilisstörf séu í rauninni miklu tilbreyt- ingaríkari. Ég vil geta þess í þessu sambandi að í Danmörku hafa matráðskonur spítala- og stærri stofnana félagsskap, sem heitir „Ökonomforeningen“. Félagið vinnur að bættum kjörum og menntun. Þar er starf- andi skóli, með bóklegu námi, en verklegt nám fer fram á hinum ýmsu sjúkrahúsum. Kjör nemendanna eru svipuð og kjör hjúkr- unarnema. Ef efnilegar stúlkur hefðu áhuga að kynnast þessu nánaf, væri ég fús til að gefa upplýsingar, þar sem ég hef verið með- limur þessa félags. Hér er að verða tilfinn- anlegur skortur á konum, sem vilja taka að sér þessi störf. Var ekki erfitt að flytja matinn neðan úr eldhúsinu og upp á sjúkradeildirnar? Það var lyfta sem fór með matinn upp í deildirnar, en þá var eftir að bera liann að rúminu til sjúklinganna og má segja að bilið milli okkar í eldhúsinu og þeirra, bæði í dýpri og venjulegri merkingu þessa orðs, hafi verið of langt og áreiðanlega báð- um aðilum til óþæginda. En á því verður nú ráðin bót þegar nýja eldhúsið, sem í ráði er að reisa norðan við spítalann, tekur til starfa. Þá verður skammtað í upphitaða vagna þar tii gerða, sem svo er ekið eftir gangi úr nýja eldhúsinu beint inn í deild- irnar og ann ég sannarlega þeim sem taka við af mér slíkra þæginda. Það hafa orðið margvíslegar breytingar við Landspítalann frá pví pú komst þar fyrst? Já, það hefur margt framfarasporið verið stigið, en ekkert lield ég hafi glatt mig eins mikið og verið eins ánægjulegt og þegar barnadeild spítalans tók til starfa. Þar hefur Kvenfélagið Hringurinn unnið afrek, ekki síður en stallsystur þeirra sem bundust sam- tökum 1915, um að safna fé í Landsspítala- sjóð. Áttu konur þeirra tíma sinn stóra þátt í því að Landsspítalinn var reistur. Mér finnst þú megir gjarnan minna lesendur Melkorku á þetta, ef þér er alvara með að setja þetta spjall í blaðið. .... Þú varst að tala um breytingar. Já vissulega hefur margt breytzt á þessum árum. Ég man að á árunum 1930—1940 var stórt autt svæði kringum Landsspítal- ann. Hann stóð einn sér langt fyrir utan bæinn. Það var eins og að vera uppi í sveit og mátti þá segja að krumminn væri tíður gestur á „skjánum“. Hann settist að í hóp- um fyrir utan Iijá okkur. Einu sinni taldi einn starfsmaðurinn 200 hrafna, sem voru á vappi fyrir utan. Okkur þótti gaman að þessu. Á stríðsárunum hurfu þeir alveg, sér- staklega eftir að farið var að sprengja í Öskjuhlíðinni. Einn hélt þó tryggð við okk- ur og kom af og til eins og til að vita hvern- ig okkur liði. Gafst þú eltki einu sinni út matreiðslu- bók? Nei, svo i’ræg hef ég aldrei orðið. En við dr. Gunnlaugur Claessen gáfum á sínum tíma út Berjabókina, leiðbeiningar um geymslu og niðursuðu berja. Nei, nú ætla ég að livíla mig. Ég er satt að segja nýfarin að njóta þess að vera komin í „frí“. Fyrst eftir 86 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.