Valsblaðið - 01.05.2005, Síða 4

Valsblaðið - 01.05.2005, Síða 4
í skjól fyrir jól Jólahugvekja Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir Eitt það erfiðasta í lífinu er að lifa við skjólleysi. Og að sama skapi eru það ótrúleg lífsgæði að eiga fjölskyldu og vini sem mynda um mann skjólvegg þegar hvassir vindar erfiðleika og áfalla blása í kring. Ég held að ekkert sé átak- anlegra í lífinu en að horfa upp á börn lifa við hörmungar og skjólleysi. Það gerist út um allan heim og það gerist líka á Islandi. Ég held að við foreldrar þráum ekkert frekar en að börnin okkar upp- lifi öryggi og skjól í því umhverfi sem við sköpum þeim. Það er svo sérstakt að jólin detta inn á hverju ári í svart- asta skammdeginu og segja okkur sögu af skjólleysi fjölskyldu fyrir 2000 árum. Þau segja okkur frá litlum dreng sem var við dauðans dyr við upphaf lífs síns inn í gripahúsi með ungum foreldrum sem var úthýst og eina skjólið var samstaða þeirra og gripahúsið. Þessi saga kremur hjarta okkar á hverju ári og gerir innrás í huga okkar, það gerist með svo áþreifanlegum hætti að annaðhvort verður fólk gjöfult og reynir að veita sem flestum skjól eða að fólk finnur sér farveg til að gleyma og sá farvegur sem við notum er neysla eða taumleysi. Það er í raun merkilegt að fylgjast með því hvernig þessi öfl takast á. Hvort nær eyrum okkar, söfn- un Hjálparstarfs kirkjunnar eða jólatil- boð IKEA? Hvort nær eyrum okkar, að eiga tíma og góðar stundir með böm- unum okkar eða hvort við höfum efni á því að gefa þeim þær gjafir sem mark- aðurinn hefur fyrirskipað að kaupa, sem sagt „jólagjöfina í ár“? Ég komst að því um daginn að Hjálparstarf kirkjunnar er að selja gjafabréf fyrir jólin þar sem þú getur gefið börnum vatn, fæði og mennt- un. Sem sagt líf. Hvað ætli börnunum þínum þætti um það að vita að gjöfin til þeirra í ár felist í því að annað barn fær að lifa eða að læra að lesa? Það væri til- raunarinnar virði að spyrja bamið þitt að því hvort það vilji frekar eignast tiltekinn tölvuleik eða að bam á Indlandi losni úr þrælabúðum og fái að læra að lesa, það kostar eitthvað álíka mikið í krónum talið. Það takast svo sannarlega á ólfk öfl fyrir hver jól. Hver jól em áskorun. Eftir að ég fór að eignast börn hef ég oft rifjað upp mín æskujól til að kom- ast að því hvað mér finnst dýrmætast í minningunni og ég veit hvað það var. Það var tíminn sem foreldrar mínir gáfu mér. Það var tíminn og athyglin sem ég fékk á aðventunni og á sjálfri jólahátíð- inni. Enga jólagjöf á ég frá bemsku, en minningin um sam- veru og jólafriðinn, þessa dularfullu and- akt sem leggst yfir klukkan átján núll núll á aðfangadag er eins og greypt í huga minn. Ég upp- lifði að ég ætti skjól og þegar ég er orðin fullorðin veit ég hvað það er ótrúlega dýr- mætt. En það gerir líka það að verk- um að ég finn svo hrikalega til þegar hraðinn og mín eigin neysluhyggja dregur mig frá mínum eigin börnum. Þá verð ég aftur og aftur að minna mig á komu drengsins í Betlehem, sem sagt að fara aftur til upphafsins til að láta hann segja mér sannleikann. Ég verð að fara aftur og aftur inn í rökkvað gripa- húsið og beygja mig niður við jötuna og horfast í augu við það að heimurinn er fullur af bömum sem lifa í skjólleysi og þurfa á stuðningi að halda og að hin fyrstu jól minna okkur á hlutverk okkar að vera hendur Guðs í þessum heimi og verða ekki neysluhyggjunni að bráð. Gleðileg jól Jóna Hrönn Bolladóttir fyrrverandi miðbœjarprestur, nú sókna'rprestur í Garðaprestakalli. Gísli Gottskálk Pórðarson, kornungur Valsari í réttum búningi www.valur.is 4 Valsblaðið 2005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.