Valsblaðið - 01.05.2005, Qupperneq 11

Valsblaðið - 01.05.2005, Qupperneq 11
Hefðbundið starí Tvennt stendur upp úr í afreksstarfi Vals á þessu ári. Annars vegar frammistaða meist- araflokks karla í knattspymu. Liðið vann sér sæti í úrvalsdeild í fyrra og náði þeim frábæra árangri í sumar undir stjórn Willums Þórs Þórssonar að verða í 2. sæti íslandsmótsins og bikarmeist- arar. Þetta er fyrsti stóri titill Vals í karla- knattspyrnunni síðan 1992 þegar Valur varð síðast bikarmeistari. Þessi árangur er gott veganesti til að festa liðið aftur í sessi meðal bestu knattspyrnuliða lands- ins. f ljósi árangurs þessa árs er aðeins eitt markmið eftir, fslandsmeistaratitill, en menn verða að gera sér ljóst að það þarf e.t.v. meira en eitt keppnistímabil til viðbótar til að ná því markmiði. Hins vegar er einstök frammi- staða kvennaliðs Vals í knattspyrnu í Evrópukeppni meistaraliða. Því miður rættust ekki væntingar um titla í íslands- eða bikarkeppni sl. sumar en stelpurnar bættu það upp með frábærri frammistöðu í Evrópukeppninni þar sem þær komust í 8-liða úrslit, sem er einstakur árangur. Að venju var íþróttamaður Vals val- inn á gamlársdag. Berglind Hansdóttir, markvörður m.fl. kv. í handknattleik fékk heiðurstitilinn íþróttamaður Vals árið 2004 en hún átti frábært keppnistímabil, sem hún kórónaði með eft- irminnilegri frammistöðu í úrslitarimmu Vals og ÍBV um íslandsmeistaratitilinn vorið 2004. Vórgleði Vals var haldin í stóra íþróttasalnum í byrj- un mars sl. í annað sinn. Veislustjóri var Jón Olafsson sem fyrr og Sálin hans Jóns míns lék fyrir dansi undir stjóm Valsmannsins Stefáns Hilmarssonar. Vorgleðin tókst enn og aftur frábærlega vel og er að festa sig í sessi sem ómissandi þáttur í félagsstarf- inu. Sumarbúðir í borg gengu mjög vel að þessu sinni eins og í fyrra. Var góð rekstraraf- koma af sumarbúðunum í ár eins og áður. Herrakvöld Vals var á sínum stað fyrsta föstudag í nóv- ember. Hermann Gunnarsson var veislu- stjóri sem fyrr og fjölmiðlamað- urinn Gísli Einarsson ræðumaður kvöldsins. Um 200 gestir sóttu herrakvöldið að þessu sinni. Valsblaðið kemur nú í þriðja sinn út undir stjórn ritstjórans Guðna Olgeirssonar. Metnaður Guðna fyrir hönd blaðsins er mikill og er það nú allt litprent- að. Guðni hefur staðið sig með eindæmum vel og vonandi njótum við Valsmenn starfskrafta hans sem lengst. I samvinnu við Valsmenn hf. stend- ur nú yfir átak til að bæta skráningu félaga í Val og fjölga skráð- um félögum. Eg skora á Valsmenn að taka þátt í þessu átaki með því að kanna hvort þeir séu ekki skráðir félagar og skrá sig, ef svo er ekki, auk þess að gefa ábend- ingar um aðra, sem vilja leggja Val lið sem skráðir félagsmenn. Lokaorð Við Valsmenn lítum björtum augum til næsta árs, 95 ára afmælis Vals, og fram- tíðarinnar. Glæsileg mannvirkjauppbygg- ing er hafin og það er gróska í félags- starfinu. Eins og fram kemur í þessari skýrslu, er ótrúlega mikill fjöldi hæfra einstak- linga, sem eiga það sameiginlegt að vera Valsmenn. Þessir einstaklingar leggja margir hverjir á sig mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið og það skal þakkað. Knattspymufélagið Valur býr að mik- illi hefð sem eitt mesta afreksfélag Islands í knattgreinum. Þessa hefð verður að rækta. Allir Valsmenn eru hvattir til að leggja félaginu áfram allt það lið sem þeir mega. Gleðileg jól með þökkum Jyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Grímur Sœmundsen formaður. íris Andrésdóttir gengur afleikvelli eftir síðasta leik sinn hér á landi með Val eftir leik við Evrópumeistara Potsdam á Laugardalsvelli 9. október 2005. Valsblaðið 2005 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.