Valsblaðið - 01.05.2005, Side 16

Valsblaðið - 01.05.2005, Side 16
Hallar undan fseti hjá Val Sigurbjörn segir að gallinn við þetta frá- bæra lið á þessum tíma hafi verið að í það vantaði marga árganga, það hafi verið frábærir leikmenn komnir á seinni hluta ferilsins en síðan voru nokkrir ungir og efnilegir leikmenn sem voru ekki alveg tilbúnir að taka við. „Maður byggir ekki upp gott lið á eintómum kjúklingum, það verður að vera blanda yngri og eldri leikmanna sem ná vel saman. Við vorum með þrusugott fótboltalið á þessum tíma en ekki nægilega góða aldurssamsetn- ingu, ég vil meina að það hafi komið lið- inu í koll. Árið 1993 og 1994 lentum við í 4. sæti í deildinni og 1993 töpuðum við í undanúrslitum í bikar á móti Keflavík. Sumarið 1995 var eintóm þrautaganga en við redduðum okkur fyrir horn í síð- ustu leikjunum. Tímabilin 1996 og 1997 gengu síðan ágætlega en þó nokkur þjálf- araskipti voru á þessum árum en 1998 vorum við í bullandi fallhættu en náðum að bjarga okkur fyrir horn,“ segir Sigur- björn þungur á brún. Valur fellur sumarið 1999 í fyrsta sinn í sögunni „Ef einhverjum gömlum Valsmönnum hefur fundist að himininn hafi verið að hrynja þegar liðið féll 1999 þá get ég lýst því þannig að sólin hafi dottið ofan á mig, mér fannst ég brenna upp til agna, þetta var hræðilegur dagur í Grindavík í síðustu umferðinni sem ég gleymi aldrei. Það veit enginn sem ekki spilaði þennan fallleik hversu hræðileg tilfinningin var,“ segir Sigurbjöm þungur í brún. „Bæði lið, Valur og Grindavík, þurftu að vinna þennan leik til að bjarga sér örugglega frá falli, en á sama tíma léku Víkingar við Fram. Við vorum í bestu stöðunni, jafntefli hefði örugglega nægt og við máttum tapa leiknum ef Fram næði ekki að vinna Víking. í hálfleik vorum við 1-0 yfir og í góðum málum. I síðari hálfleik náðu þeir að jafna, við panikeruðum og þeir komust fljótlega yfir 2-1. Á þessum tíma var staðan alltaf 2-2 í leik Fram og Víkings. Við sóttum og sóttum, settum allt liðið í sókn og freistuðum þess að jafna en í staðinn náðu þeir að pota inn marki, 3-1 þegar tvær mínútur vom til leiksloka. Við heyrðum af hliðarlínunni að enn væri staðan 2-2 í Framleiknum. En á síðustu stundu skomðu Framarar og unnu því leikinn 3-2 og björguðu sér frá falli. Þetta var algjört áfall, meiriháttar sjokk, en klúbburinn var búinn að vera á þessari leið í nokkur tímabil,“ segir Sigurbjöm alvarlegur á svip. Nauðsynleg naflashoðun Sigurbirni finnst Valur ekkert minna stór- veldi þó að liðið hafi fallið þrisvar og að öll stórveldi hafi lent í þessu bæði hér á landi og erlendis. „Öll stórveldi í heims- sögunni hafa lent í kröppum dansi. Það er styrkur stórveldis að rísa á ný og koma til baka. Við náðum að komast strax árið eftir í úrvalsdeildina, lögðum allt í að komast meðal þeirra bestu á nýsegir Sigurbjöm ákveðið. Flakk á milli deilda „Árið 2001 féllum við aftur, en það sumar vorum við með 17 stig fyrri hluta sumars en í seinni umferðinni gekk allt á afturfótunum og við enduðum með 19 stig. Það var aulaskapur að falla aftur. Þá var klúbburinn að mínu mati nánast dauður, ég man alltaf eftir því að þetta haust var nánast ekki stjórn í knatt- spymudeildinni, það var enginn eftir og maður hugsaði með sér, ætti maður bara ekki að drífa sig núna. Það var ekki hægt að líta á þetta annað fall sem tæki- færi til naflaskoðunar, það var hreinlega áfall. Eg bara gat ekki horfið á braut. Þorlákur Árna kom sem þjálfari, ég var eftir, Guðni Rúnar var líka og við feng- urn ýmsa stráka til að snúa heim sem höfðu leikið með öðmm liðum, við spil- uðum skemmtilegan fótbolta og vomm búnir að tryggja okkur árið 2002 sæti í úrvalsdeildinni eftir 11 umferðir fyrir verslunarmannahelgi. Við vomm með frábærlega spilandi lið en ekki nægilega reynslumikið til að spila í úrvalsdeild. Það kom berlega í ljós árið eftir 2003 að liðið var ekki tilbúið í úrvalsdeild- ina, nánast sama liðið með tvo nýja góða leikmenn minnir mig, Hálfdán Gísla og Jóhann Möller, það var bara ekki nóg. Reyndar var algjör klaufaskapur að falla í þriðja sinn með 20 stig, við gerðum jafntefli við KA í næst síðustu umferð, með sigri þar hefðum við hangið uppi. Við steinlágum í síðustu umferðinni á nióti Fylki og fall í þriðja sinn var staðreynd. Árið 2004 lékum við enn á ný í fyrstu deild, ósáttir við það nánast með sama lið og árið áður og við gerðum einfaldlega það sem þurfti til að komast upp aftur og vomm oft gagnrýndir fyrir leiðinlega spilamennsku, við einfald- lega ætluðum að fara aftur upp og hug- arfarið var að gera það sem þurfti til að vinna og klára dæmið, það skipti okkur minna máli hvemig við spiluðumsegir Sigurbjöm þungt hugsi. Tryggð við felagió Sigurbjöm telur að mestu hetjurnar séu ekki alltaf í sigurliðum, það sé mikil misskilningur að einfalda það þannig því til að þroskast sem persóna og leikmað- ur þurfa menn að geta unnið í mótbyr og meðbyr og fylgt sinni sannfæringu. „Ef við hefðum ekki fylgt félaginu nokkr- ir í gegnurn þetta erfiðleikatímabil þá hefði Valur ekkert farið upp úr 1. deild- inni strax aftur. Eg gat ekki hugsað mér að spila með öðm liði, ég á það marga góða vini í Val og félagið togar það sterkt í mig að ég tel mig hafa haft þá ábyrgð að koma liðinu aftur meðal þeirra bestu. Markmiðið hjá mér var alltaf að ná stómm titlum með Val, ég ætlaði ekki að missa af því þegar það gerðist," segir Sigurbjöm og fylgir þessúm orðum sínurn eftir af mikilli sannfæringu. Velgengni 2005 „Síðasta tímabil hefur verið hreint frá- bært. Á undirbúningstímabilinu gekk allt upp, við fengum marga góða leikmenn sem féllu vel inn í hópinn, koma Willums sem þjálfara hreinlega setti alveg nýtt hugarfar í liðið. Á þessum tímapunkti hentaði vinnuaðferð og hugmyndafræði hans pottþétt inn í hópinn og hann hefur mikinn sigurvilja. Stjómin var styrk, umgjörðin góð og stuðningsmennirnir, Stuðarar, frábærir. Við ætluðum saman að búa til lið sem væri í toppbaráttunni hér á Islandi og árangurinn lét ekki á Góðir félagar í œfingaferð á Kýpur. Frá vinstri: Valur Valsson, Lárus Sigurðsson, Jón S. Helgason og Sigurbjörn Hreiðarsson. 16 Valsblaðið 2005

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.