Valsblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 17

Valsblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 17
I faðmi fjölskyldunnar. Sigurbjörn Hreiðarsson með Sonju Evu 3ja ára og Bríet Pálsdóttir með Valdísi Björgu 5 ára. sér standa, t.d. Islandsmótið innanhúss, Reykjavíkurmótið og önnur svokölluð karmellumót, við rúlluðum þeim upp. I liðinu er mjög góð blanda yngri og eldri leikmanna, gott jafnvægi og það er að mínu mati lykilinn að ná góðri liðsheild. íslandsmótið spilaðist þannig að fljótlega kom í ljós að FH væri með sterkasta liðið og þegar upp var staðið var ljóst að þeir voru langbestir en við vorum langnæst- bestir, en í bikamum vorum við lang- bestir,“ segir Sigurbjöm glaðlega. Bikarmeistarar 2005 „Við vomm gríðarvel stemmdir í bik- arkeppninni. Eftir að við náðum að vinna KR á útivelli í 8 liða úrslitum var ég sannfærður að við myndum fara alla leið. Stemningin í hópnum var frábær í bikarnum og mikill vilji til að taka loks eina stóra dollu að Hlíðarenda. Mér fannst gnðarlega skemmtilegt að taka þátt í úrslitaleik bikarkeppninnar í sumar á móti Fram, maður var þátttakandi í leiknum og gleðin yfir sigrinum var mun meiri núna en 1992, maður upplifir meiri gleði eftir að hafa verið þátttakandi í leiknum," segir Sigurbjöm brosandi. Atvinnumaður með Trelleborg Sigurbjöm hefur einu sinni reynt fyrir sér í atvinnumennsku en hann fékk 1999 til- boð frá Trelleborg í Svíþjóð. „Útsendarar sáu leik með mér og buðu mér út til reynslu um haustið og voru það ánægðir að þeir buðu mér samning. Ég flutti út í janúar 2000 en gekk ágætlega í byrjun, en varð fyrir því óhappi eftir stutta dvöl hjá liðinu að lenda í ökklameiðslum og missti af undirbúningstímabilinu, æfingaleikjum og kom ekkert inn í liðið fyrr en eftir að mótið byrjaði. Ég náði aldrei að komast í það hlutverk sem upp- haflega stóð til, en okkur gekk ágætlega í deildinni, enduðum nokkmm stigum frá Evrópusæti. Síðan urðu þjálfaraskipti og ég endaði sem varabakvörður þegar leið á undirbúningstímabilið og ég hugs- aði með mér að ég nennti ekki að leika í atvinnumennsku sem varabakvörður. Ég ákvað því að fá mig lausan og koma heim aftur til að spila fyrir Val sumarið 2001. Dvölin í Trelleborg var frábær og ég bý að þeirri reynslu sem fótboltamað- ur og sem persóna. Draumurinn um frek- ari atvinnumennsku er ekki lengur til staðar, ég vil frekar spila hér heima fyrir Val og vinna titla með þeim. Ég myndi hins vegar skoða málið ef freistandi til- boð kæmu,“ segir Sigurbjörn. Glæsileg uppbygging að Hlíðarenda Nú er unnið að fullum krafti við upp- byggingu nýrra húsa og valla að Hlíðarenda. „Aðstaðan verður frábær þegar upp- byggingu verður lokið, öll aðstaða verð- ur til fyrirmyndar, og svæðið hið glæsi- legasta. A uppbyggingartímanum verður að segjast eins og er að það verður erfitt að markaðssetja félagið og halda aðdrátt- araflinu í gangi. Það er ekkert spes að vera með æfingar út um allan bæ, bæði í meistaraflokknum og yngri flokkunum, önnur lið hafa mörg núna mun betri aðstöðu. Við verðum að horfa til þess að toppaðstaðan kemur hjá okkur innan tíðar, það þarf bara að þrauka þangað til. Mér finnst mjög mikilvægt að lítið knatt- hús rísi með yfirbyggðan gervigrasvöll sem allra fyrst á Hlíðarenda, fyrir allt uppbyggingarstarf hjá félaginu. Ég hef ekki trú að við missum leikmenn eða krakka í yngri flokkunum en markaðs- starfið verður erfiðara þangað til ný aðstaða verður tilbúin. Það er mikilvægt í öllum flokkum að nýta Valsheimilið fyrir félagsstarfið í flokkunum til að skapa sem besta félagslega tengingu." Kvennaknattspyrna og jafnrétti „Við eigum að stefna að því að vera alltaf bæði með kvenna- og karlaliðin á toppnum, það er ekki spuming. Nú á ég tvær ungar dætur og ekki vil ég að þær fái minni alúð eða tíma en strákamir, það er alveg á hreinu. Stelpumar hafa und- anfarið verið flaggskip félagsins og það má ekki gleyma því að þær hafa haldið nafni félagsins á lofti undanfarin ár í fót- boltanum," segir Sigurbjöm ákveðið. Heilræði til íþróttamanna Sigurbjöm á ekki í vandræðum með að svara þegar spurt er um heilræði fyrir yngri iðkendur. „Númer eitt er að halda haus, ekki gefast upp þótt móti blási, sýna dugnað og metnað á æfingum, setja sér skýr markmið, hlusta á þjálf- arana og bera virðingu fyrir samherjum og andstæðingum og bera virðingu fyrir félaginu," segir Sigurbjöm ákveðið. Sigurbjöm segir að hann stefni að þjálf- un að loknum ferlinum í knattspymu. Væntingan um árangur „Ef árangur á að nást þá þarf umgjörðin að smella saman, þ.e. góður leikmanna- hópur, færir þjálfarar, góð stjóm, frábærir stuðningsmenn, við erum með þetta allt, en ég sakna þess vissulega næsta sumar að spila ekki á Hlíðarenda, þar finnst mér alltaf best að spila. Það em sterkir leikmenn að koma upp úr 2. og 3. flokki og mikilvægt er að gefa ungum leik- mönnum sem hafa alist upp hjá félaginu tækifæri," segir Sigurbjöm sannfærandi. Að mati Sigurbjöms em væntingar um árangur miklar hjá Val, en það sé ekk- ert sjálfgefið að árangur náist endalaust, þótt félagið hafi mikla sigurhefð í gegn- um tíðina. „Við höfum styrkar stoðir sem halda félaginu gangandi bæði í meðbyr og mótbyr. Styrku stoðimar felast ekki bara í því að vinna titla, heldur í því að lifa af þegar á móti blæs og rísa upp aftur og það er einn meginstyrkleiki Vals,“ segir Sigurbjöm sannfærandi að lokum. Sigurbjörn leikmaður 2.flokks karla 1994. Valsblaðið 2005 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.