Valsblaðið - 01.05.2005, Qupperneq 18

Valsblaðið - 01.05.2005, Qupperneq 18
Sr. Friðrikspistillinn Gefandi Starf Eftip Þorstein Haraldsson Á miðvikudagskvöldum voru fundir í Unglingadeild sem ég hlakkaði til alla vikuna. Það var eins og þeir gæfu sjálf- um mér meiri kraft. Sömuleiðis var oft skemmtilegt á undan fundunum þegar strákarnir söfnuðust í hópa og fóru að tefla eða spjalla saman og gera að gamni sínu. Þá hafði ég gaman af að hverfa inn í hópinn og virða fyrir mér hreyf- ingar, takta og sérkenni hvers og eins, án þess þeir yrðu varir við að þeir stæðu frammi fyrir andlegri myndavél. Það var margt hægt að læra af glensi strák- anna og meinlausri stríðni og nýta það til þess að vinna á móti göllum þeirra og styðja kostina (án þess að þeir vissu af því sjálfir að verið var að hafa áhrif á þá persónulega). Það þurfti oft ekki að segja nema eina setningu, eins og í framhjá- hlaupi, til þess að vekja athygli þeirra á einhverju sérstöku í fari þeirra eða fram- komu, án þess að þeir fyndu að verið væri að stýra þeim. Þegar sjálfur fundurinn hófst og strák- arnir voru sestir var líka fróðlegt að taka eftir og „stúdera" þá eins og opna bók og lesa þar milli línanna. Hvernig þeir sungu og stellingar þeirra undir söngnum, svip- brigði og ýmsir smámunir, hvort þeir voru glaðvakandi eða hálfsofandi undir ræðum eða tali, allt þetta gaf mér tilefni til íhuga og leiðbeina þeim. Fallegast af öllu fannst mér samt að sjá þegar „sálin var að vakna“, sjá fyrstu skímuna læðast inn í meðvitundina því það gaf til kynna að hún myndi vakna til fulls og viðkom- andi taka afstöðu til sjálfs sín og til Guðs og manna. Þá var mikilvægt fyrir mig sem leiðtoga að neita mér um að grípa inn í á meðan það var ótímabært, en vera hins vegar til taks til að hjálpa eða leiðbeina þegar leitað væri eftir því. Allt þetta gerir starfið með unglingunum svo gefandi að því verður varla lýst, þótt því fylgi oft sársauki líka. Aldrei mun ég gleyma einum fund- inum í Unglingadeildinni en hann átti sér aðdraganda sem ég ætla að segja hér frá: Á einhverju uppboði hafði ég endur fyrir löngu keypt bunka af gömlum bókum og í honum rakst ég svo einn dag af tilviljun (hafi það þá verið tilviljun) á eina mjög fomlega skruddu. Það vom sorgarleik- ir Sophoklesar á grísku. Ég fór að blaða í bókinni og tek þá eftir að neðan undir gríska textanum, sem ég réð ekki við að lesa, var þýðing á latínu. Ég tók mig svo . • , •'— ir a • i/' * 'AÍ, > y » , ft\ ' j* ♦ T,'g . % é % “'fC • 'A* ♦ ‘ f . i. * til og las þessa latnesku þýðingu á sorg- arleiknum „Oedipus tyrannus". Ég las hana ekki vandlega en þó svo að ég gat áttað mig á efninu. Skömmu síöar fór ég einn miðvikudag suður að Vífilsstöðum, og dvaldi þar svo lengi hjá Sigurði lækni vini mínum að ég komst heim rétt í tæka tíð til að setja fundinn með því að hlaupa alla leiðina. Þegar ég var búinn að segja til um hver fyrsti söngurinn skyldi vera og strákamir voru byrjaðir að syngja, fór ég að hugsa um frá hverju ég ætti að segja þeim. Ég hafði ekki undirbúið mig neitt vegna þess hvað ég stoppaði lengi á Vífilsstöðum. Mér datt þá Oedipus í hug og meðan verið var að syngja söng- inn eftir bænina, fór ég niður í kjall- ara og náði í bókina. Svo las ég þennan mikla harmleik upp eins vel og ég gat eftir stuttan formála. Það má nærri geta, að þýðing mín á latínunni var ekkert snilldarverk, en það jók áhrifin hvað ég var sveittur og ör eftir gönguna. Ég var svo bundinn við bókina að ég gat ekki litið á áheyrenduma, en fann þó að ég átti athygli þeirra. Svo í síðasta þætti varð mér litið upp, því ég fann að þögn- in var full af eftirvæntingu. Þá mætti mér sýn, sem ég sé enn fyrir mér: Augu allra strákanna sem störðu á mig, full af támm, sem ekki einu sinni var reynt að dylja. Það var eins og allir héldu niðri í sér andanum. Ég klökknaði líka í lestr- inum þegar ég sá fyrir mér hinn blindaða konung koma út úr höllinni með andlit- ið alblóðugt og hefja sínar síðustu átak- anlegu harmatölur. Sorgarleiknum var lokið. Drengimir sátu eins og agndofa, enginn hreyfði hendumar til að klappa og það þótti mér vænt um. Ég talaði síðan hægt og lágt í nokkrar mínútur um mismuninn á trúnni á þá guði, sem jafnvel reka göfugar sálir út í glæpi og hinar hræðilegustu afleiðingar þeirra, og á kærleiksríkum föður okkar á himnum. Svo var þessum fundi slitið. - Hjarta mitt var barmafullt af þakklæti því að ég fann að þetta var sérstök gjöf og ég veit að engin prédikun hefði haft eins mikil áhrif á hugi drengjanna. Þessi grein er byggö á frásögn séra Friðriks Friðrikssonar af fundum í Unglingadeild, en hér er á ferðinni efni sem þjálfarar og leiðbeinendur í Val mega ekki láta fram hjá sérfara. 18 Valsblaðið 2005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.