Valsblaðið - 01.05.2005, Side 30

Valsblaðið - 01.05.2005, Side 30
Stelpurnar voru 100% tilbúnar í Evrópukeppnina Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu tekin tali eftir viðburðaríkt keppnistímabil Elísabet segir að erfitt sé að skýra frá- bært gengi liðsins í Evrópukeppninni á einhvern einn hátt. Þegar hún tók við liðinu sem þjálfari fyrir tveimur árum setti hópurinn sér það langtímamarkmið að vinna Islandsmeistaratitilinn og vinna þar með þátttökurétt í Evrópukeppninni. Þegar íslandsmeistaratitilinn var í höfn 2004 þá setti liðið sér markmið í Evrópukeppninni og alltaf var talað um að freista þess að ná í 8 liða úrslitin en það væri raunhæfur möguleiki að sögn Elísabetar. „Þrátt fyrir það vissum við að allt þyrfti að ganga upp í leik liðsins, samstaða og leikgleði yrði að vera 100%. Það má því segja að draumar okkar hafi ræst og marmiðunum hafi verið náð,“ segir Elísabet kampakát. Hvernig var liðið undirbúið sér- staklega fyrir Evrópukeppnina? „I rauninni undirbjuggum við okkur ein- staklega vel undir leiki okkar í keppn- inni. Við töluðum mikið um þessa keppni allan veturinn og allt fram að fyrsta leik. Við bjuggumst við sterkum mótherj- um strax frá byrjun og undirbjuggum okkur vel undir það að þurfa að verjast á annan hátt en hérna heima og spila öðruvísi sóknarleik. Það má því segja að þegar við mættum til leiks þá vorum við 100% tilbúnar enda tilhlökkunin mikil og hungrið í að fara lengra í keppninni og ná þeim markmiðum sem við höfðum sett okkur fóru með okkur langt.“ Hversu mikilvægt er fyrir íslenska kvennaknattspyrnu að ná svona langt í Evrópukeppninni? „Umfjöllunin sem við höfurn fengið á erlendri grundu er mjög mikil því það þykir mjög fréttnæmt að lið frá svo lít- illi og óþekktri knattspymuþjóð skuli ná svo langt. í kjölfarið hafa leikmenn liðs- ins vakið athygli erlendra liða í sterk- um deildum og einhverjum þeirra verið Litríkir stuðningsmenn á Evrópuleiknum við Potsdam á Laugardalsvelli skemmtu sér konunglega. 30 Valsblaðið 2005

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.