Valsblaðið - 01.05.2005, Síða 32

Valsblaðið - 01.05.2005, Síða 32
Evrópuævintýri IDBÍStaPðflOhkS kvenoa í knattspyrnu í nnotskurn Eftir Guðbjörgu Gunnarsdóttur markmann meistaraflokks Finnland / Kokkola Fyrsti leikur okkar í Evrópukeppninni var 9. ágúst og var hann á móti norsku meist- urunum Röa Itrettslag. Fyrirfram bjóst enginn við mikilli mótspyrnu frá okkur enda vorum við mjög langt fyrir neðan öll hin liðin á styrkleikalista sem UEFA gaf út. Við vissum þó að við værum mun sterkara lið en þessi listi gaf til kynna. Leikurinn á móti Röa endaði 4-1 en okkur þótti nokkuð líklegt að þær norsku hefðu vanmetið okkur og skotið sig í fót- inn þar. Þetta var opinn og skemmtilegur leikur á að horfa, við nýttum færin okkar en þær ekki og tölurnar segja sitt, 4-1 sanngjarn sigur. FC United - Valur. 11. ágúst spiluðum við síðan við heimastúlkur frá Finnlandi í FC United, og þetta var án efa einn erfiðasti leikur sem liðið hefur spilað. Við komumst í 2-0 og þær náðu að minnka muninn í 2-1 og þar við sat. Seinni hálfleikur mun seint talinn vel spilaður en hann einkenndist alfarið af gríðarlegri baráttu og þvílíkri samstöðu en leikurinn fór fram aftarlega á okkar vallarhelmingi og börðumst við eins og ljón þangað til dómarinn flautaði af á 95. mínútu. Eftir leikinn var okkur síðan sagt að við værum komnar áfram vegna innbyrðis úrslita og gríðarlegur fögnuður barst út hjá hópnum enda hafði aldrei neitt íslenskt knattspymulið kom- ist áfram í 16 liða úrslit. Síðasti leikur okkar í Finnlandi var 13. ágúst á móti eistnesku meistumnum Dóra María og Dóra Stefáns á flugi eftir síðasta leik í Finnlandi. Pamu FC sem var með áberandi slakasta liðið í þessum riðli (þær vom samt fyrir ofan okkur á þessum UEFA lista). Við fómm mjög afslappaðar í þennan leik en spiluðum fínan leik og unnum mjög sannfærandi 8-1. Síðasta deginum var síðan eytt í Helsinki þar sem við fengum að versla og hitta frægt frjálsíþróttafólk en HM í frjálsum var í Helsinki á sama tíma. Frábær ferð í alla staði og á þessum tímapunkti höfðum við svo sannarlega ekki hugmynd um að ævintýrið var bara rétt að byrja. Unnar framkvæmdastjóri hafði heitið á okkur að taka þátt í Idolinu ef við kæmumst áfram en það klikkaði víst eitthvað í skráningu! Eftir síðasta leikinn í Finnlandi. Svíþjóð / Eskilstuna Andstæðingar okkar í næsta riðli voru sænsku meistaramir Djurgárden / Alvsjö, meistaramir frá Serbíu ZFK Masinac- Classic Nis og meistarar Kazakstan Alma. Þessi riðill fór fram í Svíþjóð, okkur til mikilla ánægju, vomm ekkert alltof spenntar fyrir að spila í Serbíu eða Kazakstan. Maturinn var reyndar ekki eins og við bjuggumst við og uppistaðan í fæðu hópsins var brauð, kók og salat. En það hafði ekki áhrif á spilamennsku okkar. Valur - Djurgárden. Fyrsti leikurinn var 13. september á móti heimaliðinu Djurgárden / Alvsjö. Þær skoruðu fyrsta mark leiksins' og við jöfnuðum fljótt leikinn með frábæm marki og staðan var 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var frekar tíðindalítill og fá opin marktækifæri litu dagsins ljós. Það var ekki fyrr en þegar leikklukkan sýndi 92 mín. að sænski markahrókurinn Viktoria Svensson náði að skora sig- urmarkið eftir fyrirgjöf og var mjög mik- ill rangstöðufnykur af þessu marki. Allir gátu séð að þetta var ekki löglegt mark, en svona er fótboltinn. 4. dómari leiksins kom meira að segja eftir leikinn til þjálf- arateymisins og baðst afsökunar á þessu. Okkur finnst við enn hafa verið rændar þessu jafntefli en við læmm á þessu og 2-1 tap var staðreynd. Næsti leikur okkar var 15. september á móti Masinac-Classic Nis frá Serbíu. Fyrri hálfleikur gekk frekar brösuglega og okkur gekk illa að fá marktækifæri, þær fengu besta færi fyrri hálfleiksins en hvomgt liðið náði að skora og í hálfleik var staðan 0-0. Við náðum síðan að skora 32 Valsblaðið 2005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.