Valsblaðið - 01.05.2005, Síða 33
Ferðasaga
snemma í seinni hálfleik eftir hornspymu
og náðum síðan að bæta 2 mörkum við
áður en leiknum lauk. 3-0 var niðurstað-
an í góðum sigri.
Það var ekki bara spilaður fótbolti.
Daginn fyrir síðasta leikinn var síðan
farið á McDonalds og hlaðið á orku-
birgðir líkamans en fólk var orðið heldur
þreytt á brauðinu og kókinu.
17. september var síðan síðasti leik-
urinn en hann var á móti Alma frá
Kazakstan, mjög mikill spenningur var
í hópnum, okkur dugði jafntefli til að
komast í 8 liða úrslit. Fyrri hálfleikur var
hrein flugeldasýning, við komum svo
ákveðnar til leiks að staðan var orðin 3-
0 eftir 7 mínútur og staðan í hálfleik var
5-0 og við nokkuð öruggar um að fara
áfram þannig við tókum nokkur fögn að
okkar hætti í hálfleik inn í klefa. Seinni
hálfleikurinn gekk nokkuð erfiðlega og
fékk Alma fjölmörg góð marktækifæri
en náði ekki að koma boltanum í netið. I
lok leiksins náðum við síðan að bæta við
mörkum og leikurinn endaði 8-0 og fögn-
uðum við að sjálfsögðu gríðarlega mikið
í leikslok enda komnar í 8-liða úrslit.
Sigurhringur í hálfleik enda staðan 5-0.
Um kvöldið var síðan „lokahóf' hjá
liðunum og þar fóru fram nokkrar vígslur
og fleiri skemmtilegheit og tókst það
allt stórvel. Mikið var talað um hvað við
virtumst vera langskemmtilegasta liðið
enda var aldrei þögn í kringum okkar lið
á meðan maður leit yfir á borð hjá t.d.
Serbunum að maður sá varla eitt bros á
vör.
Liðsheildin, leikgleðin og samstaðan í
liðinu var án efa það sem skilaði okkur í
8 liða úrslit. Þegar við komum heim var
móttökunefnd í Valsheimilinu sem tók á
móti okkur með glæsilegum veitingum
og hrósaði okkur fyrir frábæran árangur,
og get ég sagt hér með að á þeim tíma-
punkti hef ég aldrei verið eins stoltur
Valsari.
Valup - Potsdam
Næsta verkefni okkar var að etja kappi
við sjálfa Evrópumeistarana í 8 liða
úrslitum en þær höfðu áður farið mjög
sannfærandi í gegnum sinn riðil í keppn-
inni. Undirbúningurinn fyrir leikinn var
kannski ekki alveg eins góður og best
væri á kosið, aðallega vegna kulda (enda
kominn október) þreytu í mannskapnum,
veikinda og smávægilegra meiðsla vegna
álags. En það stoppaði okkur ekki í að
fara í leikinn með engu öðru en sigur í
huga og við ætluðum svo sannarlega að
gera okkar besta.
Hópmynd eftir œfingu fyrir Evrópuleik.
Mikil eftirvænting var hjá okkur stelp-
unum fyrir þennan leik og gistum við á
Hótel Selfossi fyrir leikinn til að þjappa
hópnum betur saman. Leikurinn byrj-
aði svo sem ágætlega og var vel spil-
aður af okkar hálfu í fyrri hálfleik þó
svo að staðan hafi verið 1-2 í hálfleik
fyrir Potsdam. Seinni hálfleikurinn var
algjörlega þeirra og sáum við vart til
sólar í honum. Margrét Lára var eig-
inlega eini leikmaður liðsins sem náði
sér á strik og stóð sig reyndar frábærlega,
lék sér oft að vöm Potsdam og kom sér í
mörg opin færi sem hún var óheppin að
nýta ekki. Lokatölur voru 8-1 sem við
viljum meina að hafi verið alltof stórar
tölur miðað við gang mála. Eftir leikinn
voru allir í hálfgerðu sjokki enda ekki á
hverjum degi sem undirrituð hefur þurft
að sækja boltann svo oft í netið, en þama
gerðum við okkur ekki almennilega
grein fyrir þvf að við áttum eftir að fara
á útivöll Evrópumeistaranna til að reyna
að rétta okkar hlut. Á þessum tímapunkti
var augljóslega komin mikil þreyta í
mannskapinn enda flestar okkar búnar að
fara í fjölmargar keppnisferðir þetta árið.
Þrátt fyrir það fómm við með því mark-
miði að sigra, (við munum aldrei leggja
í vana okkar að fara með annað markmið
en sigur í leik) við höfum ekki áhuga á
að spila leik og vinna með sem minnst-
um mun eða „ná hagstæðum úrslitum".
Það er ekki okkar leikstíll.
Við fórum síðan til Þýskalands og
fengum að njóta þess sem Berlín hefur
upp á að bjóða, fórum í verslunarleið-
angur og sýnisferð um borgina svona
rétt áður en í alvöruna var farið og það
var leikurinn. Þegar við mættum á leik-
stað var þegar komið fólk í stúkurnar til
að hvetja sitt lið til dáða, maður er ekki
vanur því að hafa áhorfendur mætta
meira að segja þegar maður fer út til
að skoða völlinn! En þarna var rífandi
stemning meðal áhorfenda. Það sem
skemmdi augljóslega svolítið fyrir okkur
var að við fengum á okkur mark, strax í
byrjun leiks sem braut okkur mikið niður
þar sem við ætluðum að sjálfsögðu að
reyna að halda markinu hreinu. Eftir það
var eiginlega bara ekki aftur snúið. Það
mætti segja að við værum nánast áhorf-
endur í eigin leik. Mörkin komu af öllum
regnbogans litum, sum stórglæsileg þótt
ég segi sjálf frá. Okkar hagur batnaði
ekki þegar Margrét Lára fór út af tábrotin
um miðjan fyrri hálfleik. Lokatölur urðu
11-1 eins og flestir vita.
Þrátt fyrir þetta stórtap okkar á
móti Evrópumeisturunum förum við
allar sáttar frá keppni enda hefur ekk-
ert íslenskt knattspyrnulið í sögunni
náð jafnlangt í Evrópukeppni eins og
við gerðum í sumar. Þetta mun nýtast
okkur sent dýrmæt reynsla í framtíðinni
og hafa opnað margar dyr og drauma
fyrir leikmenn liðsins. Dæmi um það
er Dóra Stefánsdóttir, sem er að fara til
Svíþjóðar að reyna fyrir sér, og Margréti
Láru var boðinn samningur frá Potsdam.
Evrópukeppnin gaf mörgum okkar nýja
sýn á kvennaknattspyrnu í Evrópu auk
þess sem ég held að góður árangur okkar
hafi verið fín auglýsing fyrir íslenska
kvennaknattspy rnu.
Við komum allar reyndari og betri
leikmenn frá þessari keppni og getum
sagt stoltar að við gerðum okkar besta
sem skilaði okkur á topp 8 listann í
Evrópu sem er betri árangur en okkur
hefði nokkuð tímann dottið í hug áður en
þessi keppni hófst.
Valsblaðið 2005
33