Valsblaðið - 01.05.2005, Page 38

Valsblaðið - 01.05.2005, Page 38
"Wmannvirkja að Hlíðarenda Verkefhið Uppbygging íþróttamann- virkja að Hlíðarenda var boðið út fyrri hluta ársins 2005. Framkvæmdir við verkefnið hófust um mitt árið. í útboðinu var gert ráð fyrir stuttum framkvæmdatíma, 14-16 mánuðum og að framkvæmdum verði lokið haustið 2006. En hver er þessi uppbygging? Yfirlit yfir helstu verkþætti: - Stækkuð og endurbætt tengibygg- ing. - Nýtt fjölnota íþróttahús. - Nýr keppnisvöllur í knattspymu með áhorfendastúku sambyggðri hinu nýja íþróttahúsi. - Upphitaður gervigrasvöllur með flóðlýsingu og undirstöðum fyrir knatthús. - Ný og verulega stækkuð grasæf- ingasvæði. - Viðgerðir og endurbætur á gamla íþróttahúsinu. - Ymis konar lóðarfrágangur. Eins og öllum Valsmönnum er kunnugt áskotnaðist Val bygging- arréttur á íbúðum og atvinnuhúsnæði á Hlíðarendareit í samningum við Reykjavíkurborg, sem undirritaðir voru á afmæli Vals hinn i 1. maí árið 2002. M.a. fóru fram makaskipti á landi skv. þessum samningi, en Reykjavíkurborg hefur þegar nýtt landskika frá Val undir nýja Hringbraut. Um er að ræða stærsta uppbygg- ingarverkefni nokkurs íþróttafélags á Islandi fyrr og síðar, en heildarkostn- aður er á annan milljarð króna. Auk þess verða allar langtímaskuldir félagsins, sem nú eru 265 milljónir króna greiddar upp og Valur verður skuldlaust félag. ) Staða framkvœmda að Hlíðarenda um miðjan desember 2005. Nýtt og glœsilegt íþróttahús rís hratt. 38 Valsblaðið 2005

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.