Valsblaðið - 01.05.2005, Síða 42

Valsblaðið - 01.05.2005, Síða 42
Knattspyrniifélagið Valur stendnr nú á þröskuldi nýrrar og hjartrar framtíðar flvanp Gníms Sæmundsen fonmanns Vals á háh'ðarsamkomu að Hlíðarenda 15. júní 2005 Frú borgarstjóri, Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, heiðursfélagar Vals, Jóhannes Bergsteinsson og Sigurður Ólafsson, ágætu Valsmenn, aðrir góðir gestir. Eg býð ykkur öll velkomin til þessarar hátíðarstundar að Hlíðarenda. Við erum hér saman komin til að kveðja þetta íþróttahús, þar sem Valsmenn hafa lagt grunn að mörgum íslandsmeistaratitlum í handknattleik og síðan til að taka fyrstu skóflustungu að nýju íþróttahúsi, sem verður glæsi- legasta mannvirki til iðkunar handknatt- leiks og körfuknattleiks á Islandi, þegar það verður tekið í notkun haustið 2006. Því húsi er ætlað að skapa Valsmönnum og Valskonum bestu mögulegu aðstöðu til margra sigra og íslandsmeistaratitla í handknattleik og körfuknattleik á kom- andi árum. Segja má að aðdragandi þess, að við stöndum hér í dag, séu viðræður fulltrúa Vals og Reykjavíkurborgar um maka- skipti á landi og framtíðaruppbyggingu á Hlíðarenda, sem hófust snemma árs 2000. Skrifað var undir samning aðila um þessa þætti á 91 árs afmæli Vals þann 11. maí 2002 og hefur síðan verið unnið að framkvæmd hans. Kjarni samnings- ins er, að Valur lætur af hendi land undir nýja Hringbraut og önnur umferðarmann- virki í kringum Hlíðarenda, og fær í stað- inn byggingarrétt á 22500 m2 atvinnu- og íbúðarhúsnæðis á Hlíðarendareit. Andvirði þessa byggingarréttar, sem nú hefur verið seldur Valsmönnum hf., hefur nú þegar að hluta verið nýttur til greiðslu allra skulda félagsins, og mun að hluta verða varið til uppbyggingar nýrra íþróttamannvirkja að Hlíðarenda, en að auki leggur Reykjavíkurborg fjár- framlög til þessarar uppbyggingar. Auk þess glæsilega íþróttahúss sem við munum nú brátt taka skóflustungu að, verður byggð hér viðbótartengibygg- ing milli gamla íþróttahússins, sem vígt var árið 1957, og þess nýja. Glæsileg stúkubygging verður áföst nýja íþrótta- húsinu, en nýr keppnisvöllur félagsins í knattspyrnu verður þar sem malarvöllur okkar er nú. Eru þessi mannvirki hluti af þeim framkvæmdum, sem við munum með táknrænum hætti hefja í dag. Gerð nýrra grassvæða til knattpyrnuæfinga stendur nú yfir og verða þau tilbúin til notkunar vorið 2006. Gerð nýs keppn- isvallar verður boðin út síðsumars og verður því verkefni lokið haustið 2006 og hinn nýi keppnisvöllur tilbúinn til notkunar sumarið 2007. Síðast en ekki síst eru í gangi viðræð- ur við borgaryfirvöld um, að í stað gervi- grasvallar, sem var hluti þessara fram- kvæmda og skyldi byggður við hlið hins nýja keppnisvallar, komi knatthús. Er við það miðað, að framkvæmdir við knatt- húsið hefjist strax eftir áramót og það verði tilbúið til notkunar haustið 2007. Eru aðilar vongóðir um, að það takist að ljúka samningum um þessa framkvæmd á næstu vikum. Eins og alltaf er raunin um verkefni sem þessi, hefur þetta ferli frá árinu 2000 ekki alltaf verið dans á rósum. Engu að síður hefur samstarfið við forráðamenn Reykjavíkurborgar einkennst af einurð og ríku trausti, sem skapast hefur milli okkar og þeirra á þessum tíma. Til gam- ans hef ég sagt frá því, að það hafa þrír borgarstjórar, þrír borgarverkfræðingar og þrír borgarlögmenn komið að þessu verkefni af hálfu Reykjavíkurborgar. Allir þessir aðilar hafa sýnt þessu verk- efni áhuga og skilning, og af hálfu borgarstjóranna fyrst Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem tók af skarið um, að til samninga yrði gengið. Þá Þórólfur Amason, sem er með Valsstreng í brjósti, en er staddur erlendis í dag og bað fyrir kæra kveðju til allra Valsmanna með þökk fyrir samstarfið og síðast en ekki síst Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem er hér með okkur í dag, en hún hefur verið virkur þátttakandi í þessu verkefni frá byrjun fyrst sem formað- ur stjórnar íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, síðar sem formaður skipulagsnefndar og nú sem borgarstjóri. Þá vil ég nota þetta tækifæri til þakka að Ómari Einarssyni, framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frábært sam- starf, en hann hefur verið virkur þátt- takandi fyrir hönd Reykjavíkurborgar í þessu starfi allt frá byrjun. 42 Valsblaðið 2005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.