Valsblaðið - 01.05.2005, Page 62

Valsblaðið - 01.05.2005, Page 62
Framtíðarfólk ■ l»lfc |é|Mta flri Freyr Skúlason leikmaður meistaraflokks í knattspyrnu Fæðingardagur og ár: 14. maí. 1987. Nám: Fjölbrautaskólinn við Ármúla. Kærasta: Nei, engin eins og er. Einhver í sigtinu: Já. Hvað ætlar þú að verða? Atvinnumaður í fótbolta. Frægur Valsari í fjölskyldunni? Nei, ekki svo ég viti. Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í fótboltanum? Já, vá meira en nóg. Hvað gætir þú aldrei hugsað þér að verða? Ruslamaður á Stjörnutorgi í Kringlunni. Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: íslands- meistari með meistaraflokki hjá Val. Af hverju fótbolti? Öll fjölskyldan mín dýrkar fótbolta. Af hverju Valur? Því stóri bróðir var í Val. Eftirminnilegast úr boltanum: Yngra árið í 3. flokki. Ein setning eftir tímabilið: Svekktur að hafa ekki gert betur eftir svona góða byrjun. Besti stuðningsmaðurinn: Móðir mín og pabbi. Koma titlar í hús næsta sumar? Já ekki s p u rn- ing. Skemmtilegustu mistök: Að skora fal- legt sjálfsmark í 5. flokki. Mesta prakkarastrik: Þau eru svo mörg, vil helst ekki vera rifja þau upp, hehe. Fyndnasta atvik: í 3. flokki vorum við að keppa á móti Þór Akureyri og þá voru stelpurnar í 3. flokki að horfa á hjá þeim og viti menn fékk þá strákurinn alls- vakalegt skot í punginn og gaf svona rosalegt hljóð frá sér beint fyrir framan allan þennan fjölda og allir hlógu úr sér lungun. Stærsta stundin: Þegar ég flutti til Hol- lands að gerast atvinnumaður. Hvað hlægir þig í sturtu? Stefan a.k.a. Bóbó. Athyglisverðasti leikmaður í meistara- flokki: Baldur Aðalsteins með sín frægu hljóð. Hver á ljótasta bíl- inn? Baldur Aðal- steinsson. Hvað lýsir þínum húmor best? Sérstakur. Fleygustu orð: Sælar. Mottó: Lifa lífinu og njóttu þess á meðan þú getur. •X Fyrirmynd í boltanum: Ronaldinho. Leyndasti draumur: Það er leyndó. Við hvaða aðstæður líður þér best? 30 stiga hiti úti og vera með bolta. Hvaða setningu notarðu oftast? Bless- aður, hvað segist? Skcmmtilegustu gallarnir: Maður getur mismælt sig svolítið mikið. Hvað er það fallegasta sem hefur verið sagt við þig? Mamma mín úti í Hol- landi var alltaf að segja við mig að ég væri besti strákurinn sem hefði búið hjá henni. Special Boy. Fullkomið laugardagskvöld: Ég held að það sé bara taka því rólega með vinum mínum. Hvaða flík þykir þér vænst um? D&G bolinn minn. Besti fótboltamaður sögunnar á Islandi: Eiður Smári ef ekki þá bara Hemmi Gunn. Besti fótboltamaður heims: Ronald- inho. Fyrirmynd þín í fótbolta: Ronaldinho, Zidane, maður getur svo alltaf lært eitt- hvað af Gumma Ben, hann kemur aljtaf á óvart. Besti söngvari: Bono. Besta hljómsveit: U2. Besta bíómynd: Braveheart. Besta bók: Ég les ekki bækur. Besta lag: With Or Without You með U2. Uppáhaldsvefsíðan: Fótbolti.net. Uppáhaldsfélag í enska boltanum: Hvernig spyrðu? Auðvitað Liverpool. Eftir hverju sérðu mest? Að ná ekki að komast lengra þegar ég var úti. Ef þú yrðir að vera einhver annar: Brad Pitt. 4 orð um núverandi þjálfara: Sérstak- ur, góður, strangur, maður. Hehe. 62 Valsblaðið 2005

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.