Valsblaðið - 01.05.2005, Page 63

Valsblaðið - 01.05.2005, Page 63
Ferðasaga Lang losta aðstaða sem- nokkur okkar hefur komist I W\ VIO Eftlrminnileg sefingaferð 3. Ilokks knattspyrnudrengja til Danmepkur Strákunum þótti gott að sleikja ísinn. Frá vinstri: Hlynur, Valdimar, Kristinn, Atli, Einar, Guðmundur Steinn, Haraldur og Alexander. Þann 4. júní síðastliðinn skelltum við drengimir í 3. flokki okkur ásamt þjálfur- unum, Gumma og Davíð og fararstjóran- um Kjartani, í vikuferð til litla nágranna- eyjaklasans Danmerkur. Ferðinni var upphaflega heitið til Bretlands en hætt var við þá ferð af óviðráðanlegum ástæðum. Aætluð ferð til Bandaríkjanna fór sömu leið og því varð Danmörk fyrir valinu og við sáum ekki eftir því, enda lifðum við eins og kóngar þá vikuna. Frábær aðstaða Við gistum í frábærri gistiaðstöðu í íþróttamiðstöð í litlum bæ á Jótlandi og æfðum á æfingasvæðinu þar en það er líklega lang besta aðstaða sem nokkur okkar hefur komist í tæri við. Vellimir voru yfir tuttugu talsins, hver öðmm betri, en óhætt er að líkja grasinu við teppi, svo mjúkir og sléttir voru vellirn- ir. Fæðið var heldur ekki af verri end- anum, en við fengum hverja glæsimál- tíðina á fætur annarri og var henni jafnan fylgt eftir með góðri skál af ís í eftirrétt. Vistarverurnar vom í samræmi við allt annað á staðnum, í toppklassa en við deildum fjórir og fjórir saman herbergj- um. Það má með sanni segja að stað- urinn væri ekki af verri endanum enda heiðruðu engir aðrir en Afríkumeistarar félagsliða, egypska stórliðið A1 Alhy, okkur með nærvem sinni en þeir vom þarna alla vikuna ásamt okkur. Það var að vissu leyti ákveðin upplifun fyrir okkur að búa með mönnum frá svo ólíkum menningarheimi og komu okkur nokkrir siðir þeirra og venjur okkur spánskt fyrir Ksjónir. Sem dæmi má taka litla þrælinn sem þeir höfðu með sér en það er víst ekkert eðlilegra í Afríku að félögin hafi yfir einu stykki þræl að ráða til að sjá um helstu verk, svo sem að sjá um búninga og slíkt. Við, sem megum að sjálfsögðu ekkert aumt sjá, fómm að bjóða honum með í leiki, eins og fótboltaspil og borðtennis, og þá kom í Ijós að hann var bara hinn ágætasti karl en hann og Kjartan fararstjóri urðu hinir bestu vinir þegar leið á ferðina. Leikir við dönsk lið Við lékum þrjá leiki við þrjú góð, dönsk lið og hefðu úrslitin mátt vera ögn hag- stæðari en raun bar vitni. Fyrsta leikinn lékum við gegn Danmerkurmeisturunum í Silkiborg. Ljóst var frá upphafi að þetta lið var geysilega öflugt, bæði tæknilega og líkamlega en meginþorri liðsins skag- aði hátt í tvo metrana. Þrátt fyrir ágætan leik af okkar hálfu gekk ekki betur en svo að leikurinn tapaðist 4-1. Næsti leik- ur var gegn silfurliðinu frá því árið áður, Vejle, en þar á bæ er aðal knattspymu- akademía Danmerkur, ekki ósvipaðri þeirri sem finna má í Ajax. Leikurinn endaði 4-2 fyrir Danina, þrátt fyrir góðan leik af okkar hálfu og fannst okkur við eiga meira skilið út úr leiknum en tap. I þriðja leiknum öttum við kappi við öllu slakara lið og var sá leikur öllu auðveld- ari fyrir vikið. Skemmst er frá því að segja að leikurinn vannst næsta auðveld- lega 7-2 og vilja undirritaðir kenna krón- ískri gjafmildi, sem virtist hrjá okkur í ferðinni, um mörkin tvö. Bæjarferðin til Herning Við gerðum heiðarlegar tilraunir til versl- unarferða í bænum fyrstu dagana en ljóst var að vegna smæðar var það heldur erf- itt. Því var lagt upp í sérstaka bæjarferð einn daginn til Herning en þar búa um 60.000 manns sem er nú ekki ýkja stórt á danskan mælikvarða en miðað við Blönduósinn sem við höfðunt búið í síð- ustu daga var þetta eins og að koma til New York. Sumir eyddu meira en aðrir en flestir vorum við afskaplega veikir fyrir sápukúlubyssum en ein slík í eigu Steina var klárlega græja ferðarinnar. Heimferðin Við héldum heim á leið laugardaginn 11. júní. Við tókum daginn snemma og var ferðinni haldið til Billund. Þegar þang- að var komið skiptist hópurinn í tvennt, annars vegar þeir sem fóru í Lególand og hins vegar þeir sem kíktu í bæinn. Um kvöldið var kominn tími til að kveðja Danmörku og flugum við heim kátir í bragði eftir vel heppnaða ferð. Samrýmdir strákar í Danmerkurferðinni. Frá vinstri: Ellert, Erling, Guðmundur Steinn, Haraldur, Einar, Atli og Kristinn. Við viljum fyrir hönd 3. flokks, þakka þjálfurunum Guðmundi og Davíð og Kjartani fararstjóra, fyrir frábæra ferð sem vonandi mun eiga sér einhverjar sínar líkar í framtíðinni. Einar Brynjarsson og Pórður Sœvar Jónsson 3.flokki. Valsblaðið 2005 63

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.