Valsblaðið - 01.05.2005, Side 68

Valsblaðið - 01.05.2005, Side 68
íslandsmeistarar í2.flokki karla 2005 íhandbolta. Efri röö frá vinstri: Hörður Gunnarsson varaformaöur félagsins, Haraldur Daði Ragnarsson formaður hand- knattleiksdeildar Vals, Einar Gunnarsson, Kristján Karlsson, Egill Sigurösson, Patrik Þorvaldsson, Ingvar Arnason, Orri Freyr Gíslason, Daöi Baidur Ottósson, Sigurjón Kœrnested, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Arni Sigfússon þjálfari flokksins og Jóhannes Lange aðstoðarþjálfari. Neðri röð frá vinstri: Kristinn Guðmundsson, Darri Egilsson, Sveinn Skorri Höskuldsson, Pálmar Pétursson, Einar Örn Guðmundsson, Elvar Friðriksson, Fannar Þór Friðgeirsson og Birkir Marínósson. Fólkið í kring Það var hræðsla í handboltanum að fara í nýtt íþróttahús og missa heimavöll- inn góða en fólkið í kringum deildina hefur unnið þrekvirki. Fyrir tímabilið var ákveðið að stofna ýmis ráð sem áttu að taka að sér ýmis verkefni og dreifa átti ábyrgðinni. Ráðin hafa farið ágætlega af stað en þó þarf að fjölga í flestum þeirra til að starfið verði enn betra og árangurs- ríkara. Nýr formaður tók við starfinu í ágúst og heitir Jóhann Þórarinsson. Hann lék í yngri flokkunum með leikmönnum eins og Degi Sigurðssyni og Ólafi Stef- ánssyni. Jóhann hefur gert frábæra hluti og með honum kom inn Bjarni Gunnar Stefánsson og hafa þeir leitt þetta erfiða starf mjög vel með dyggri aðstoð Gunn- ars Möllers, formanns meistaraflokksráðs karla, og Stefáns Karlssonar, formanns meistaraflokks kvenna. Líklega hefur deildin aldrei verið í jafn góðum málum hvað mannskap varðar og er það kannski ein af skýringum góðs árangurs í meist- araflokkum félagsins og yngri flokkum. Ekki má gleyma því frábæra heima- leikjaráði sem hefur gert Laugardals- höllina að besta heimavelli í deildinni og þeim glæsilegasta og aldeilis slegið á allar gagnrýnisraddir sem efuðust um að spila þar. Ahorfendur hafa einnig skipt verulegu máli á heimaleikjunum og eru báðir meistaraflokkarnir ákaflega þakk- látir hinum dyggu stuðningsmönnum sem mæta ávallt að styðja við bakið á þeim. Sérstaklega ber að tala um trommuleik- arana sem með „salsataktinum" gera það að verkum að það er ánægjulegur hávaði á pöllunum okkar. í lokin ber að þakka Haraldi Daða Ragnarssyni hans frábæru ár sem for- maður deildarinnar en Daði stundar nú nám í Danmerku. Sem dæmi um áhuga hans kom hann til Finnlands að fylgjast með leikjunum gegn Sjundea IF. Har- aldur Daði vann mjög gott starf, er mikill Valsari og á án efa eftir að koma aftur í okkar raðir. Takk fyrir okkur, Daði. Fyrir hönd sigursœlasta félags í handboltasögunni, Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari meistaraflokks karla. Elvar Friðriksson brunar í gegmtm vörnina. mm _ Finnur K. 68 Valsblaðið 2005

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.