Valsblaðið - 01.05.2005, Page 74
Aukaæfingin
Framtíðarfólk
Ingvar Árnason leikmaður meistaraflokhs karla í handbolla
Fæðingardagur og ár: 15 júlí 1986.
Nám: Er á seinasta ári í Menntaskól-
anum við Hamrahlíð.
Kærasta: Sú heppna heitir Elísabet
Edda.
Hvað ætlar þú að verða? Ég stefni á
verkfræði en maður veit aldrei hvað ger-
ist.
Frægur Valsari í f jölskyldunni: Enginn
frægari en ég.
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl-
skyldunni? Pabbi spilaði að vísu með
c-liði KA í fótboltanum á sínum tíma en
ætli ég verði ekki samt sem áður að segja
ég-
Hvað gætir þú aldrei hugsað þér að
verða? Pólitíkus og sitja á Alþingi.
Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: Titill
með Val og eintóm gleði.
Af hverju handbolti: Skemmtilegast,
ekki eins kalt og í fótboltanum og gengur
vel.
Af hverju Valur? Það var hverfisklúbb-
urinn.
Eftirminnilegast úr boltanum: Evrópu-
meistaratitillinn 2003.
Hvernig er að taka þátt í Evrópu-
keppninni? Það er mjög gaman, gefur
manni mikið. Þetta fer allt í hinn fræga
reynslubanka.
Ein setning eftir tímabilið: Við erum
meistarar.
Hvernig er að leika í Laugardalshöll-
inni? Það er mjög fínt. Miklu betra en ég
þorði að vona.
Besti stuðningsmaðurinn: Gauti bróð-
ir, pabbi fylgdarmaður, Heiðar bróðir og
allir fastagestir.
Koma titlar í hús í vetur? Að sjálf-
sögðu.
Skemmtilegustu mistök: Þegar við
vorum á Partille og ég ætlaði að lita hárið
á mér kolsvart en það vildi ekki betur til
en ég varð snargráhærður í fleiri daga.
Mesta prakkarastrik: Þau eru nú ekki
mörg en það helsta var þegar við vinim-
ir Einar Gunn og ég stífluðum umferð-
ina í Barmahlíðinni með því að hlaða
ísklumpum á götuna. Þetta reyndist ekki
vinsælt. Við hlupum skíthræddir undan
misánægðum bflstjórunum.
Fyndnasta atvik: Mörg hef ég upplifað
en eitt er mér sérstaklega ferskt í minni.
Það var þegar ónefndur aðili kom kvik-
nakinn í hjólastól niðri í lobby á end-
urhæfingarstöðinni sem við gistum á í
Finnlandi. Hann var með margskonar
hundakúnstir í stólnum sem endaði með
því að hann datt. Þetta vakti mikla kát-
ínu.
Stærsta stundin: fslandsmeistaratitillinn
í 2. flokki í fyrra.
Hvað hlægir þig í sturtu? Ægir Trölli
Jónsson.
Athyglisverðasti leikmaður í meist-
araflokki: Ætli Pálmar Pétursson standi
ekki upp úr í þeim flokki.
Hver á Ijótasta bílinn? Eigum við ekki
að orða það þannig að Palli Pedersen
eigi sérstakasta bflinn.
Hvað lýsir þínum
húmor best? Háþróaðir
fimmaurabrandarar.
Mottó: Aukaæfingin
skapar meistarann.
Fyrirmynd í boltanum: Geir Sveins-
son, Sigfús Sigurðsson og Ivano
Balic.
Leyndasti draumur: Að verða
heimsmeistarinn í ljóðrænum
dansi.
Við hvaða aðstæður líður þér
best? í rólegu og góðu glensi
innan um fjölskyldu og vini.
Fullkomið laugardagskvöld:
Uppi í rúmi með kerlingunni að
horfa á góða ræmu eftir sætan sig-
urleik.
Hvaða flík þykir þér vænst um?
Búningur ólympíuliðs Bosníu
Herzegovinu sem keyptur var
á lagerútsölu hjá Hreysti og
ég spila oft í.
Besti handboltamaður sögunn-
ar á íslandi: Valdimar Grímsson.
Besti handboltamaður heims: Minn
tvífari Ivano Balic.
Besti söngvari: Elton John.
Besta bíómynd: Con Air.
Besta bók: In pursuit of excellence.
Besta lag: Always með Bon Jovi.
Uppáhaldsvefsíðan: www.valur.is.
Uppáhaldsfélag í enska boltanum:
Tottenham Hotspurs.
Eftir hverju sérðu mest? Maður á ekki
að sjá eftir neinu, maður á að læra af
mistökum sínum.
4 orð um núverandi þjálfara: Góður,
nákvæmur, stressaður og metnaðarfullur.
Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd-
ir þú gera? Eyða meiri fjár-
munum í handboltann og
þá aðallega til uppbygg-
ingar.
74
Valsblaðið 2005