Valsblaðið - 01.05.2005, Síða 79

Valsblaðið - 01.05.2005, Síða 79
Ungir Valsarar Ingibjörg Magnúsdóttir leiknr með 2. flokki og fékk Friðriksbikarinn 2005 Ingibjörg er 16 ára og hefur æft með Val í rúm þrjú ár. Hún flutti frá Bandaríkj- unum sumarið 2002 í Hlíðahverfið og fór þess vegna að æfa með Val og er mjög fegin því að hafa flutt í Valshverfið. Aður æfði hún fótbolta í Bandaríkjunum í átta ár. Hún er markvörður en byrjaði að æfa sem markvörður tæplega ári áður en hún flutti frá Bandaríkjunum. - Hvaða hvatningu og stuðning hefur þú fengið frá foreldrum þínum í sambandi við fótboltann? „Ég hef alltaf fengið mjög góðan stuðning frá foreldrum mínum. Þeir hafa alltaf verið duglegir að mæta á leiki og keyrt þegar þess hefur þurft og skilja hvað fótboltinn skiptir mig miklu máli. Mér finnst mjög mikilvægt að fá stuðn- ing heima og ég hef ekki bara fengið stuðning frá pabba og mömmu heldur líka öðrum í fjölskyldunni.“ - Hvernig gekk ykkur í sumar? „Okkur gekk ágætlega en ekki eins vel í Islandsmótinu og við stefndum að. Við unnum Reykjavíkurmótið, lentum í 3. sæti í Símamótinu, í 2. sæti í ReyCup. Þar fékk ég að spila úti á vellinum og fannst það mjög skemmtileg tilbreyting. Að lokum unnum við haustmót- ið. Hópurinn var mjög skemmti- legur og við erum allar góðar vinkonur. Við gerum margt saman fyrir utan fótbolt- ann og ætlum að hafa saumaklúbb í fram- tíðinni." - Segðu frá skemmtilegum atvikum úr boitanum. „Það að vinna Breiða- blik, bæði í sumar og í fyrrasumar, stendur upp úr sem mjög góð minning! Skemmtilegasta mótið sem ég hef tekið þátt í var Gothia Cup í Gautaborg í fyrra. Það var ofboðslega gaman að fara með flokknum, skemmti- legt bæði utan vallar og innan.“ - Attu þér fyrirmyndir í fót- boltanum? „Þegar ég var að æfa fótbolta í Banda- ríkjunum voru ákveðnar fótboltakonur sem ég leit mikið upp til. Aðallega Mia Hamm og Brandi Chastain. Það var mikil hvatning og gerði fótboltann skemmti- legri þegar bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta varð heimsmeistari árið 1999. Héma heima á íslandi er meistaraflokk- ur kvenna í Val mín fyrirmynd. Þegar ég horfi á leiki hjá þeim sé ég hvað það er góður andi og liðsheild hjá þeim. Þær spila líka skemmtilegan bolta og em okkur hinum því hvatning." - Hvað þarf til að ná langt í fótbolta eða íþróttum almennt? „Til þess að ná langt í íþróttum þarf fyrst og fremst að trúa því að maður geti það. Svo skiptir mestu máli að vera dug- leg að æfa sig og mæta einbeitt á æfingar. Mér finnst ég þurfa að bæta talandann og hvemig ég losa boltann frá markinu." - Hvers vegna fótbolti? „Ég æfi fótbolta af því að það er skemmtilegasta íþrótt- in sem ég hef kynnst. Ég hef æft fleiri íþróttir. Ég byrj- aði á því að æfa ballett í eitt ár þegar ég var fjögurra ára. Ég svo að æfa fótbolta og fimleika fimm ára. Ég æfði fim- að æfa körfu- bolta níu ára og æfði alveg þang- Valsblaðið 2005 að til í fyrra. Eftir að ég flutti til fslands þurfti ég að æfa körfubolta með KR, þar sem Valur er því miður ekki með kvenna- deild í körfunni, og mér fannst það erfitt af því að ég er mikill Valsari. Ég varð að hætta í körfubolta af því að það var of mikið álag á líkamann að æfa tíu sinnum í viku - fótbolta og körfubolta. Fyrir utan þessar íþróttir æfði ég líka í eitt sumar í Bandaríkjunum íþrótt sem heitir „lac- rosse" sem er boltasláttarleikur sem rak- inn er til indíána. Mér fannst það ferlega skemmtileg íþrótt en ekki mikil framtíð í henni á íslandi!" - Hverjir eru þínir framtíðar- draumar í fótbolta og lífinu almennt? „Ég vona að ég eigi eftir að leika með meistaraflokki Vals í fótbolta og að ég eigi eftir að hafa gaman af því að spila fótbolta þangað til ég verð gömul kerl- ing. Ég er núna í MH og stefni að því að fara í háskólanám. Ég veit ekki hvað ég ætla að læra en allavega eitthvað sem ég mun hafa gaman af að fást við í framtíð- inni.“ - Þekktur Valsari í fjölskyldunni? „Já, Pétur Guðmundsson körfubolta- maður, sem var lengi í Val og lék síðan í NBA, er móðurbróðir minn. Hann hefur ailtaf sýnt íþróttunum mínum mik- inn áhuga, hann fylgist vel með mér þótt hann búi í útlöndum og hvetur mig áfram.“ - Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að hafa fengið Friðriksbikarinn? „Mér finnst það mikill heiður að fá Friðriksbikarinn. Ég hef aldrei áður fengið einstaklingsviðurkenningu fyrir fótbolta og ég er mjög stolt af því að fá þessa viðurkenningu sem er veitt fyrir frammistöðu utan vallar sem innan. Ég veit að Friðrik stofnaði Val 11. maí árið 1911“ - Lífsmottó: „Ég hef ekkert sérstakt lífsmottó en ætli ég myndi ekki segja að ég reyni að gefa alltaf 100% í allt sem ég geri - nema kannski að taka til í herberg- inu mínu!“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.