Valsblaðið - 01.05.2005, Qupperneq 82

Valsblaðið - 01.05.2005, Qupperneq 82
Ettir Pétur Veigar Hugum að hreyfingu og hreysti íarnanna okkar Pétur Veigar Pét- ursson, íþrótta- fulltrúi Vals, birti þessa grein í Morgunblaðinu nýlega og einnig hefur hún birst á valur.is. Við hvetjum alla yngri iðk- endur og foreldra sérstaklega til þess að kynna sér efni hennar. AUKIÐ hreyfingarleysi bama í nútímasamfélagi er orðið umhugs- unarefni vegna þeirra fylgifiska sem það hefur í för með sér. I þessu sambandi er oftast bent á offitu sem helstu afleiðingu hreyfingarleysis en í umræðunni hafa gleymst aðrir mikilvægir þættir. Hreyf- ingarleysið hefur nefnilega ekki aðeins áhrif á holdafar barna heldur hefur það einnig neikvæð áhrif á almenna þroska- þætti þeirra, s.s. hreyfi- og félagsþroska. Hreyfingarleysinu fylgja keðjuverkandi áhrif sem geta komið niður á eðlilegri þróun þessara þroskaþátta. Þau böm sem ekki taka þátt í íþróttum og leikjum með öðrum eiga það á hættu að fá ekki næga hreyfiörvun og staðna því að hluta til í hreyfiþroska. Ef það gerist veigra börn sér við því að taka þátt í íþróttum og leikjum og eiga þá oft erfitt með að öðlast félagslega viðurkenningu jafn- ingjahópsins. Ný íslensk rannsókn sem gerð var á tengslum hreyfiþroska barna og félags- legrar stöðu þeirra innan jafningjahóps- ins (Heiðrún Björk Jónsdóttir og Pétur Veigar Pétursson 2005) sýnir fram á sterk tengsl milli þessara tveggja þátta. Þau börn sem fengu háa einkunn á hreyfifærniprófi (Movement ABC) komu yfirleitt einnig vel út á félagstengslaprófi (sociometry). Þessu var einnig öfugt farið, þ.e. að þau börn sem fengu lágt á hreyfifærniprófi komu yfirleitt verr út á félagstengslaprófi en þeir sem höfðu yfir góðum hreyfiþroska að ráða. Fylgni rannsóknarþáttanna tveggja var marktæk miðað við tölfræðileg öryggismörk 0,01, sem þýðir að hægt er að segja með 99% vissu að tengslin eru ekki til komin fyrir tilviljun. I ljósi þessa er mikilvægt að þeir sem standa á bak við barna- og unglinga- íþróttir, þjálfarar og aðrir stjómendur, til- einki sér fagleg vinnubrögð því á herðum þeirra hvílir mikil ábyrgð. Iðkendur eiga að fá krefjandi verkefni við hæfi og með því fá þeir tækifæri til að efla líkams- og félagsþroska ásamt öðrum þroskaþáttum. Knattspymufélagið Valur mótaði árið 2003 stefnu félagsins í málefnum barna og unglinga í samstarfi við íþróttabanda- lag Reykjavíkur. Markmið stefnumót- unarinnar var að auka almennt faglega starfsemi félagsins á öllum sviðurn, t.d. í málefnum þjálfunar, stjórnsýslu, vímu- varna, eineltis og jafnréttis. Stefnunni voru gerð góð skil í útgefinni íþróttanám- skrá Knattspyrnufélagsins Vals. Til að sinna þeirri samfélagslegu skyldu sem Valur gegnir býður félag- ið upp á skipulagða íþróttaiðkun fyrir börn allt frá þriggja ára aldri. í haust er ráðgert að Valur bjóði í fyrsta skipti upp á íþróttaskóla fyrir 3-6 ára böm þar sem unnið verður markvisst að eflingu hreyfi- og félagsþroska barnanna. Einnig býður Valur upp á íþróttaskóla barnanna í sam- starfi við hverfisskólana, ITR og IBR fyrir börn í I. bekk grunnskóla. íþrótta- skólamir verða starfræktir á veturna en á sumrin býður Valur upp á Sumarbúðir í borg (sjá upplýsingar á valur.is) sem er Ieikjanámskeið fyrir 5-10 ára börn þar sem boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Frá sex ára aldri gefst börnum kostur á að hefja æfingar innan deilda félagsins m.t.t. iðkendalista og geta þá byrjað að æfa knattspyrnu, handknattleik og körfuknattleik. A öllum sviðum og á öllum aldursskeiðum býður Valur upp á faglega þjónustu sem hefur það að markmiði að efla almennan þroska einstaklingsins í gegnunt leik og starf. Mikill uppgangur er innan Knatt- spymufélagsins Vals og bjóðum við börn og unglinga velkomna til leiks með okkur. Segjum hreyfingarleysinu stríð á hendur og leyfum börnunum okkar að stunda uppbyggilegar, þroskandi og skipulagðar íþróttir og hreyfingu. 82 Valsblaðið 2005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.