Valsblaðið - 01.05.2005, Page 90
Mikilvægt samslarl milli ValS
og Sportkluhlis LandsMa íslands
Knattspyrnufélagið Valur og Sportklúbbur Landsbanka
Islands endurnýjuðu á árinu samning um samstarf sín á
rnilli. I meginatriðum er samningurinn þannig að iðkend-
ur skrá sig í Sportklúbb LÍ og á móti veitir Landsbank-
inn veglegan styrk til Vals, iðkenda og foreldraráða yngri
flokkanna. Allir iðkendur sem stofna reikning hjá Lands-
bankanum fá um leið íþróttatösku og inneign á reikning-
inn. Þess má einnig geta að Sportklúbburinn niðurgreiðir
félagsgalla iðkenda allra deilda félagsins. Myndarlegur
samningur af þessu tagi er mjög mikilvægur fyrir Val og
kemur til með að auðvelda yngri flokka starf allra deilda
félagsins. Hægt er að snúa sér til Péturs íþróttafulltrúa til
að ganga frá skráningunni.
Frá uppskeruhátíð
knattspyrnudeildar.
Jón Norland (Smith &
Norland) aðalstyrk-
araðili deildarinnar
og Þórey Arnadóttir
frá Landsbankanum
með blómvendi frá
unglingaráði með
þakklœti fyrir gott
samstarf.
Golfmót Vals haldið í 16. sion
Fimmtudaginn 16. júní var í sextánda sinn haldið hið stór-
skemmtilega golfmót Valsmanna. Leikið var á velli Golfklúbbs
Odds í Urriðaholti og spiluð var punktakeppni með hámarksvall-
arforgjöf karla 24 og kvenna 28.
Sigurvegari var mótsins með 38 punkta var Guðrún Kristín
Bachmann, í öðru sæti rétt á eftir Guðrúnu var Jóhanna Bárð-
ardóttir með 37 punkta og í þriðja sæti var svo Sigurður Þór-
arinsson með 35 punkta.
Keppt var um einn veglegasta farandbikar sem um getur í
íslenskri íþróttakeppni. Hann er gefinn af Garðari Kjartanssyni
til minningar um bróðurson hans, Jóhann Sebastian Einarsson.
Nýip lélagar velkomnir í ValSkÓrinn
Æfingar eru á mánudögum kl. 20:00 í Fniðrikskapellu
í vetur er 12. starfsár Valskórsins. Kórinn
hefur tekið lagið við ýmis tækifæri í
félagsstarfinu og lífgar söngurinn svo
sannarlega upp á ýmsar samkomur. Nýir
félagar eru ávallt hjartanlega velkomnir.
Valskórinn hefur auglýst að það vanti í
allar raddir og að ekki séu gerðar miklar
kröfur um söngsnilli. Megin inntakið
í kórstarfinu er góður félagsskapur og
skemmtilegar stundir. Síðastliðið sumar
var farið í söngbúðir að Sólheimum í
Grímsnesi og þótti það takast mjög vel
og er stefnt að því að kórinn endurtaki
það næsta vor fyrir lokatónleikana. í
vetur eru um 30 virkir kórfélagar og er
kórinn reiðubúinn að koma fram við
ýmis tækifæri í félagsstarfinu.
Valsblaðið hvetur áhugamenn um söng
í Val til að ganga í Valskórinn. Æfingar
eru einu sinni í viku í Friðrikskapellu, á
mánudögum klukkan 20:00. Stjómandi
er Bára Grímsdóttir og undirleikari Helga
Laufey Finnbogadóttir.
90
Valsblaðið 2005