Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.06.2003, Qupperneq 4

Bjarmi - 01.06.2003, Qupperneq 4
Dr. Magnús Þorkell BernharOsson Staða kirkju og kristni í írak Götumynd frá írak Þegar staöa kristindómsins í Mið-Austurlöndum er metin kemur ákveðin þverstaða í Ijós. Olíkt hinum tveimur eingyðis- trúarbrögðum heims, gyðingdómi og islam, sem einnig áttu upptök sín og eru enn við lýði á þessu svæði, fer vegur kristinnar kirkju í Miö-Austurlöndum síversnandi. Þrátt fyrir langvarandi sögu og ítök i Mið-Austurlöndum hefur þungamiðja kristninnar færst til annarra heimshluta. í velflestum samfélögum Mið- Austurlanda eru kristnir menn nú í miklum minnihluta. Kristnar fjöl- skyldur eignast að meðaltali færri börn en til dæmis fjölskyldur mús- lima og eru líklegri til að eiga þess kost aö flytja úr landi, til dæmis til Evrópu eða Ameríku. En kristnir söfnuðir í Mið-Austurlöndum, sem upp til hópa samanstanda af Aröbum (Armenar eru líka fjöl- mennir) hafa þó haldiö uppi merki kristindómsins í aldanna rás. Á síðustu öldum hafa það veriö kristnir Arabar sem hafa oftast verið í forystu við að innleiða vestrænar hugmyndir um stjórnar- far, menntun, viðskipti, tækni og vísindi og hafa þar af leiðandi ver- ið áhrifamiklir í samfélögum Mið- Austurlanda. Það er frekar óljóst hvaða áhrif hlutfallsleg fækkun kristinna manna hefur, annars vegar á kristindóminn í heiminum almennt séð og hins vegar á menningu og samfélög Mið-Aust- urlanda. Það hefur reyndar ein- kennt þau samfélög að mjög ákveðin islamsvæðing hefur átt sér stað á mörgum stöðum sem hefur gert mörgum kristnum fjöl- skyldum mjög erfitt fyrir. Ef svo fer sem horfir verður kristindómurinn bráðlega orðinn nánast að engu í þessum heimshluta. Hvergi er þessi staöreynd augljósari en í irak. Ljósmyndari: Þorkell Þorkelsson. Birt með góðfúslegu leyfi Rauða krossins. Á síðustu mánuðum hefur veriö mikil umræða um málefni íraks. Almennt séð var þó ekki mikil umræða um trúarbrögð í írak I tengslum við árás Banda- ríkjanna þar. Þetta stríð var ekki háð í nafni trúarbragöanna þó að margir hafi hugsanlega túlkað at- burðina I Irak út frá trúarlegum forsendum. En nú þegar hin skipu- lögðu stríðsátök eru aö mestu að baki, stendur yfir mikil umræða bæði innan íraks og utan um framtíð þess lands. Það er þvi tímabært að skoða lítillega sögu kristinna safnaða I írak og meta hvaöa framtíð gæti beðiö krist- inna íraka. Kirkjan í írak Kristnir söfnuðir hafa verið starf- andi í írak frá fyrstu öldum krist- indómsins. Kirkjudeildir íraka eru margar, fjölbreytilegar og ólíkar en stærstu söfnuöurnir tilheyra fornkirkjum Austurlanda. Þessar fornkirkjur eiga það sameiginlegt að hafa veriö stofnaðar I kjölfar Kalkedonþingsins 451 og þeirra kristfræðilegu deilna sem áttu sér stað þá. Aöildarkirkjur Austurkirkj- unnar voru upp til hópa andstæð- ingar Kalkedonsamþykktarinnar og voru þvi sjálfstæðar gagnvart kirkjuyfirvöldum hvort sem það var gagnvart rétttrúnaðarkirkjunni eða þeirri rómversk-kaþólsku. Vegna þess að sumar þeirra voru eineðliskirkjur, þ.e. töldu aö Jesús Kristur hafi búið yfir einu eðli, voru margir fylgjendur þess oft ofsóttir sem villutrúarmenn af öðrum kristnum mönnum og áttu ekki mikla samleiö meö öörum kristnum söfnuðum. Margar kirkjudeildir Austurkirkjunnar voru því til lengri tíma mjög sjálfstæð- 4

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.