Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.06.2003, Page 6

Bjarmi - 01.06.2003, Page 6
Ljósmyndari: Þorkell Þorkelsson. Birt með góðfúslegu leyfi Rauða krossins. Frá Bagdad - við höfuðstöðvar Rauða krossins Hjálpin þegin bak viö tjöldin og höguðu málum þannig að þeir sóttust eftir því að Assýríumenn yrðu háttsettir í hin- um nýstofnaða her íraka. Árið 1932 yfirgáfu Bretar aö mestu landið og við það urðu Assýríu- menn órólegir um framtíð sína í írak. Þess vegna fóru Assýríumenn þess á leit viö Breta og Þjóða- bandalagiö að þeir fengju ein- hvers konar sjálfdæmi eða sjálf- stæði í noröurhluta íraks. Þessu var þó ekki vel tekið af yfirvöldun- um í Bagdad. Til þess að sannfæra landsmenn að ríkisstjórn Iraks myndi ekki þola neina mótstöðu eða andstöðu innanlands fór írak- ski herinn hamförum gegn Assýr- iumönnum. Heil þorp Assýríu- manna voru eyöilögö og til dæmis voru 300 Assýríumenn myrtir í bænum Sumayyil sumarið 1933 og um 100 í þorpunum Dahuk og Zakhu. Þó þetta séu kannski ekki háar tölur var þetta mjög stórt hlutfall af samfélagi Assýríu- manna. Enn fleiri urðu heimilis- lausir eða flúðu land. Velflestir Irakar fögnuöu þessu enda var stjórnin að sýna styrk sinn í verki. Þessi atburður náði að sannfæra iraka um að það borgaði sig ekki aö rísa upp gegn stjórnvöldum en þetta var þvi miður ekki í siðasta sinn sem pólítísku ofbeldi var beitt í írak. Við þetta varð herinn miðlægari í írökskum stjórnmálum og hefur valdið því aö írakar hafa litiö á Assýriumenn sem eins kon- ar föðurlandssvikara. Að mati margra sagnfræðinga markaöi þessi atburður þáttaskil i aö skil- greina írakska þjóðernishyggju - allir hópar samfélagsins, óháð trú, áttu að vera hluti af heildarmynd- inni, hvað sem það kostaöi. Á millistríðsárunum urðu örlög annarra kristinna safnaða þó ekki 6

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.