Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.06.2003, Page 19

Bjarmi - 01.06.2003, Page 19
syngja átti á bænastundum fé- lagsins. Ég tók einnig þátt í sunnudagaskólastarfinu. Annaö sem hafði mikil áhrif á trúarlega mótun mína voru kristi- legu mótin sem voru haldin heima. Þau höföu mikið aö segja. Ég var sautján ára þegar fyrsta mótiö var haldið. Hver eru tildrög þess aö haldin voru mót á Brautarhóli? Sigurður bróöir minn fékk í stúdentsgjöf frá vinum sinum á Akureyri að fara á kristilegt mót í Hraungerði. Það var Kristniboðs- sambandið sem hélt þessi mót. Sigurður fór síðan í guðfræðinám. Hann og Svanfríður systir okkar fóru til Bjarna Eyjólfssonar for- manns Kristniboössambandsins og spuröu hann hvort hægt væri að halda mót á Brautarhóli. Þau voru síðan haldin þar frá 1940 til 1948, alls níu sinnum. Segöu mér aðeins frá þessum mótum. Bjarni Eyjólfsson og Gunnar Sigurjónsson, starfsmaður hjá Kristniboðssambandinu, skipu- lögöu andlegu hliðina á mótunum í samráði við Kristniboðsfélag kvenna á Akureyri og voru oft sjálfir ræöumenn. En verklegar framkvæmdir sáum við heima um. Ég man aö Gunnar Sigurjóns- son kom alltaf deginum áður til að setja upp tjöldin. Það var m.a. eitt stórt tjald. Bjarni Eyjólfsson var allt í öllu á þessum tíma og leiddi starfið. A sunnudeginum var alltaf guðsþjónusta i Vallakirkju, sem er á næsta bæ. Sóknarpresturinn þjónaöi fyrir altari, en gestir stigu í stólinn. Meöal þeirra voru Gunn- ar Sigurjónsson, sr. Sigurbjörn Ein- arsson, síðar biskup, sr. Magnús Guðmundsson í Ólafsvík, sr. Sig- urður Pálsson, sr. Gunnar Jóhann- esson í Skarði og Jóhann Hannes- son, kristniboði. Þaö komu margir á þessi mót. Ég man aö það kom alltaf bíll, rúta að sunnan meö fólk á mótið. Einnig komu margir frá Akureyri og fólk úr sveitinni. Hvaö varþaö viö þessi mótsem haföi mest áhrifá þig? Þaö var boöskapurinn sem var fluttur. Það var einnig uppörvandi að sjá hinn stóra hóp sem þarna kom saman. Orgel var til heima frá því að ég man eftir mér og Gunnar Sig- urjónsson spilaði undir sönginn á samkomunum. Orgelið stóð á heysleða úti í tjaldi. Við vorum nokkrar með gítara og stundum mandólín og spiluðum meö. Ég minnist þess að margir sungu ein- söng á mótunum en minnisstæð- ust er heimsókn Helgu Magnús- dóttur þegar hún söng lagið Kenndu mér Guð aö þekkja vilja þinn. Siðan finnst mér þessi söng- ur alltaf tengdur Helgu. Voru sungnir sálmar eftir þig á þessum mótum? Nei, á þessum árum faldi ég allt sem ég orti. Við snúum okkur nú að skáldskap Lilju. í bókinni þinni er þessi kvöldbæn sem þú ortir tíu ára gömul: Góði Jesú, gefðu mér, að geta sofnað rótt í þér, meðan heilög höndin þín, heldur vörö og gætir mín. Hvaö varstu gömul þegarþú byrj- aöir aö yrkja? Ég man þaö ekki, en ég átti afabróður sem var heima. Hann dó þegar ég var sjö ára, en ég var búin að búa til visu um hann nokkru áður. Það var mikið um skáldskap heima hjá mér. Pabbi var mikill kvæðamaður og sat oft með mig í rökkrinu og var þá að kveða viö mig og ég lærði mikið af vísum. Kannski hefur tilfinningin fyrir stuölum og rími örvast viö þetta. Frá 11 ára aldri skrifaöi ég niö- ur það, sem ég orti. Sumt af því, sem er i Liljuljóðum er frá ung- lingsárum mínum, þegar ég var 11-18 ára. Ég orti til dæmis Ijóöiö Af sjónarhóli í Svarfaðardal þegar ég var átján ára. Þá var ég farin að skrifa Ijóðin og safna þeim. Ég gerði talsvert mikiö af því að yrkja á þessum árum. Ég sóttist eftir að fara einförum til aö hafa næði til að yrkja en ég haföi bara gaman að þessu. En þetta var i felum, það var bara ef einhver komst í pappírana mína aö þetta Lilja fyrir framan komst upp. heimili sitt á Sóleyjargötu i Um hvað ortir þú aöallega? Reykjavik. Ég orti afskaplega mikið um náttúruna þegar ég var krakki og unglingur. Það kom lika fyrir aö ég orti um eitthvað i daglegu lífi, eitthvað sem gerðist. Vísurnar komu mjög auðveldlega. Ég hef meira fyrir þessu i seinni tið, vanda mig kannski meira. Ég var mjög fljót að þessu þeg- ar ég var barn. Ég var mikiö náttúrubarn og elskaði náttúruna. Ég er uppalin í fallegri sveit og þaö hafði auðvit- að sín áhrif. Það var mikið ræktaö af blómum heima og kálmeti og ég var afskaplega mikill dýravinur, hafði gaman af öllu ungviði. Ég er átta og hálfu ári yngri en Sigurður bróðir minn sem er næstur mér. Ég hafði því ekki leikfélaga nema þegar strákar komu og voru í sveit hjá okkur. Ég var ekkert hrifin af því að þaö voru tómir strákar. En þeir vildu alltaf koma aftur og aftur. Þú hefuroft verið beðin að yrkja Ijóð og þýða sálma, er þaö ekki rétt? Ég var mikið beðin að þýða fyrir kóra, ekki bara i mínu samfé- lagi, KFUM og K og Kristniboðs- sambandinu, heldur leituðu líka Hvitasunnumenn til mín. Á meöan Æskulýðskór KFUM og K starfaði 19

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.