Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.06.2003, Page 32

Bjarmi - 01.06.2003, Page 32
Agúst Valgarð Olafsson Karlaráðstefnan Menn með markmið Um 70 karlmenn voru saman- komnir á karlaráöstefnunni „Menn meö markmiö" dagana 16. og 17. maí sl. Ráðstefnan bar yfirskriftina „Hver er að kalla?" og var haldin í glæsileg- um húsakynnum Fjölbrautaskól— ans í Garöabæ. Þessi ráöstefna einkenndist af notalegu and- rúmslofti og friði. Hún hófst á föstudagskvöldi kl. 20 og lauk daginn eftir kl. 18. Sr. Gísli Jón- asson prófastur setti ráðstefn- una. Karl Guömundsson, sem var fyrsti ræöumaöur, fjallaöi um yfirskrift ráðstefnunnar: Hver er að kalla? Halldór Lárusson var seinni ræöumaöur kvöldsins. Bæöi fyrir og eftir flestöll er- indin, bæði föstudaginn og laugardaginn, var lofgjörð auk þess sem menn komu gjarnan fram til fyrirbæna eftir erindin. í þessari stuttu umfjöllun er ekki ætlunin aö endursegja þaö sem erindi ráöstefnunnar fjölluðu um, en benda má áhugasömum á að hafa samband viö Menn meö markmiö sem geta útvegað upp- tökur af erindunum. Á laugardeginum var haldið áfram meö frábær erindi: Hafliði Kristinsson fjallaöi um föðurí- myndina, sr. Gunnar Sigurjónsson fjallaði um kristin stef í kvikmynd- um, Friörik Schram fjallaði um hjónabandið ofl. og loks var Högni Valsson meö erindi um karlmenn sem leiðtoga. Menn höföu á orði hversu frábæra kennara og ræðu- menn við hér á íslandi hefðum, hvern á sínu sviöi. Það er eitthvaö sérstakt viö það þegar karlmenn koma saman og eiga samfélag I Kristi. Þátttak- endur þessar ráðstefnu fóru upp- örvaðir heim og vel nestaöir til þess að veröa betri eiginmenn, feður og yfirleitt karlmenn í sínu umhverfi. Það er mikilvægt aö kristnir karlmenn axli ábyrgð sína inni á heimilunum, I kirkjunum og í sínu umhverfi. Til þess þurfa þeir líka að þekkja og skilja hvert þeirra hlutverk er og hvað ber aö varast. Allir þurfa á því aö halda að eiga trúnaðarvin og þaö er eitt af því sem gott kristið karlastarf hvetur til. Sumir þeirra sem ég spjallaði við á ráðstefnunni töl- uðu um hversu mikill styrkur þaö væri að eiga trúnaöarvini sem hægt er aö ræða við þau mál sem tekist er á við hverju sinni. í slík- um hópi styðja menn hver annan og reisa við ef þörf krefur. Sjálfur hef ég verið I slíkum hópi núna á annað ár og þaö hefur veriö mikil blessun. Vissulega ræða hjón ein- lægt saman en það er öðruvísi aö vera í karlahóp, án þess aö draga úr mikilvægi samskipta hjóna- bandsins heldur miklu fremur efla þau. Konur og karlmenn eru ólík (ef einhver skyldi ekki þegar hafa áttað sig á þvíI), í því liggur m.a. styrkur karla- og kvennahópa. |

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.