Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 3
Efnisyfirlit 4 Kristniboöslæknir sem sílellt er að í tilefni 50 ára starfs íslenskra kristniboöa í Eþíópíu ræddi Kristín Bjarnadóttir viö Jóhannes Ólafsson og leyfir okkur aö skyg- gnast inn í líf hans og starf í Eþíópíu. 9 Fjölskyldan í fallvöldum heimi klámsins Hafliöi Kristinsson skoöar áhrif klámnotkunar á ungmenni og hjónabandiö og gefur þeim góö ráö sem losna vilja undan klám- fíkn. \ 2 Klám meöal kristinna Ragnar Schram hefur kynnt sér klám meöal kristinna m.a. meö hliðsjón af umfjöllun tímaritsins Chrisianity Today. ] 4 Lifandi vatn Hugleiöing Birnu Geröar Jónsdóttur út frá 4. kafla Jóhannesarguöspjalls. j 6 „Hnlar er stérkustlegur staöur“ Ritstjórinn ræöir viö nývígðan vígslubiskup í Hólastifti, Jón Aðalstein Baldvinsson, um líf hans og hugsjónir í nýju starfi. j8 Hindúismi Þórhallur Heimisson fjallar um uppruna, innihald og átrúnaö hindúismans. 23 Uppeldi ug áhrif uíbeldis í heimi afþreyingar Gunnar E. Finnbogason fjallar um ofbeldiö sem er allt um kring i fjölmiölum, kvikmyndum og tölvuleikum og hvaöa áhrif þaö hefur á börn og ungmenni. 26 3. buðnröiö Ólafur Jóhannsson helduráfram umfjöllun sinni um boðoröin og er nú kominn aö þriöja boö- oröinu um aö halda hvíldar- daginn heilagan. 28 í enskum kastala í eitt ár Katrín Guðlaugsdóttir segir frá dvöl sinni í biblíuskóla í enskum kastala síöastliöinn vetur. 3Q Verslunarmannahelgin 2003 Frásögur í máli og myndum af fjórum kristilegum mótum sem haldin voru um verslunarmanna- helgina. Auk þess: vefsíöur, fréttir og fleira. Blessun í 50 ár Kristniboðssambandið minntist þess um mánaðamótin ágúst/september að 50 ár voru liðin frá því fyrstu íslensku kristniboðarnir héldu til starfa í Eþíóp- íu. Samtals hafa um 30 manns dvalið þar við fjölbreytt störf boðunar og þró- unarverkefna, flestir í áratug eða meira. Þekking þessa hóps á kjörum og aðstæðum fólks í landinu er einstök. Kristniboöarnir hafa búiö á meöal fólksins, deilt kjörum með þeim og tekið þátt í baráttu hins daglegs lífs. Kristniboðarnir og kristniboðsvinir sem beðið hafa fyrir þeim og starfinu hafa fylgt kristniboðunum, innlendum bræðrum og systrum og ungri kirkju á tímum umróts og mikilla breytinga þessi 50 ár. Starfið hófst á valdatíma keisarans, hélt áfram á 17 ára valda- tíma kommúnista sem oft var erfiður þar sem margir innlendir samstarfs- menn og meðlimir kirkjunnar voru pyntaðir og fangelsaðir og létu lífið í ofsóknum og reynt var að hefta starfiö með lokun kirkna og ýmsum öðrum ráðum, og nú seinustu árin undir lýð- ræðislegri stjórn en áður var. Árangur starfsins í Eþíópiu er mikill og gleðilegur. Mekane Yesus kirkjan í Eþíópíu hefur vaxið gríðarlega á liðnum áratugum og teljast um 4 milljónir manna til hennar. I Konsó er nú kirkja með 90 söfnuöi og um 35 þúsund manns. Fleiri biða uppfræðslu og skírnar að henni lokinni. Áhrif starfsins á sam- félagið eru mikil. Flestir af framámönn- um í Konsó hafa fengið hluta menntun- ar sinnar í skóla kirkjunnar og kristni- boðsins. Aukin tækifæri til náms hafa án efa bætt kjör margra. Heilsugæslan í Konsó var á sínum tíma einstök og eina úrlausnin á stóru svæði. Bólusetningar hafa bjargað þúsundum mannslífa. Þró- unarverkefnin hafa miðað að því að vernda umhverfið með tilliti til gróður- fars og vatnsöflunar. Neyðaraöstoð hef- ur veriö veitt þegar ástandiö hefur verið hvað verst. Konsómaðurinn Engida Kussia heim- sótti ísland í liðnum mánuði. í máli hans kom skýrt fram hve sterkum böndum kirkjan í Konsó er bundin íslandi. Hún á beinlínis íslenskum kristniboðsvinum til- veru sína að þakka. Á fyrstu árum starfs- ins í Konsó var hópurinn sem að starfinu stóð fámennur, fjárhagurinn mjög tak- markaður og fjárveitingar til starfsins háðar velvild og valdi þeirra sem ákvörðuðu í hvaö mætti eyða gjaldeyr- isforða landsins. Spor kristniboðanna eru víðar í Eþíóp- íu en í Konsó. Stór svæði í suðurhluta landsins hafa verið starfsvettvangur kristniboðanna og er svo enn í dag. ís- lendingar hafa tekið þátt i að styrkja og styðja eina af fátækustu þjóðum heims, að mennta hana og skapa forsendur lýð- ræðis, að koma á fót heilbrigðisþjónustu sem víðast og að rétta hjálparhönd þegar neyðin hefurverið hvað mest. Mestu skiptir að þeir hafa fært þeim fagnaðar- erindið um Jesú Krist. Boðskapur náðar og kærleika Guðs hefur vissulega átt er- indi við margan Eþíópann. Sigur Jesú yfir valdi Satans hefur veriö áþreifanlegur í starfi kirkjunnar og baráttu einstakling- anna. Boðskapur eins af leiðtogum kirkj- unnar í Eþiópíu til kirkna Vesturlanda er að opna starfið í rikari mæli fyrir verki Heilags anda og þeim gjöfum sem hann hefur að gefa. Ef Drottinn byggir ekki húsið erfiða smiðirnir til einskis. Kristniboðsstarfið hefur án efa orðið til margfaldrar blessunar, einnig hér á landi. „Gefið og yður mun gefiö verða," voru orð Jesú sjálfs. Fórnir til starfsins hafa verið færðar í þakklæti til hans sem elskaði af fyrra bragði. Blessunin sem af þvi leiðir verður ekki mæld en hún hefur skilað sér og á eftir að skila sér. Á þvi er enginn vafi. Ragnar Gunnarsson Bjarmi 97. árg. 3. tbl. október 2003 Útgefandi: Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Ragnar Gunnarsson. Ritnefnd: Kjartan Jónsson, Kristján E. Einarsson, Haraldur Jóhannsson og Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefndarfulltrúi: Ragnar Schram. Prófarkalestur: Þorgils Hlynur Þorbergsson. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28,104 Reykjavík, sími 588 8899, fax 588 8840, vefslóðir www.bjarmi.is og sik.is. Árgjald: 3.200 kr. innanlands, 3.700 kr. til útlanda. Gjalddagi 1. apríl. Verð i lausasölu 800 kr. Ljósmyndir: Ragnar Gunnarsson, Anna M. Ólafsdóttir, Guðlaugur Gunnarsson, Katrin Guðlaugsdóttir og myndasafn KFUM og KFUK. Forsíöumynd: Frá starfsvæði kristniboðsins í Konso. Skúli Svavarsson. Umbrot: Reynir Fjalar Reynisson. Prentun: Prentmet. 3

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.