Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 12
Ragnar Schram Klám á meðal kristinna Langflestir íslendingar hafa að- gang að Netinu. Þangað sækir fólk gagnlegar upplýsingar og af- þreyingu sem aldrei fyrr. Allir vita að klám finnst á Netinu og vex sá hluti þess með ógnarhraða. Þannig hefur t.a.m. fjöldi þeirra síðna sem bjóða upp á barnaklám margfaldast á einu ári. Klám á Netinu er vinsælt og veltir milljöröum króna á ári hver- ju. Rannsóknir sýna að stór hluti þeirra sem hafa aðgang að Netinu heimsækja klámsíður þess reglu- lega. En hvað með kristið fólk? Hingað til hafa kirkjur heimsins lýst vanþóknun sinni á klámi án þess að klámumræöan innan hennar hafi rist mjög djúpt. Tímaritið Christianity Today hefur í nokkur ár birt fróðlegar greinar um klám og tengsl þess viö í dag geta þeir sökkt sér í klámið án þess að horfast í augu við af- greiðslufólk bókaverslana, bensín- stöðva, myndbandaleiga eða annarra sölumanna sem reyna að koma kláminu að hjá neytendum. kirkju og kristni. Svo virðist sem kristnir menn komi í auknum mæli „út úr skápnum" - viðurkenni klámfíkn sína og ræði hana sem eitt helsta fótakefli sitt á göng- unni með Guði. í þessari grein er stiklað á stóru í skrifum blaðsins um klám á meðal kristinna. Sagan af Clay Cross Clay Cross var aðeins níu ára þeg- ar augu hans litu klámefni í fyrsta skipti og það sem hann sá þann dag virtist festast í huga hans. Hann hafði fallið í gildru og þó svo að hann tæki ákvörðun um að fylgja Kristi nokkrum árum síðar sagði hann síður en svo skilið við klámið. Clay hefur í mörg ár notið nokkurrar hylli sem kristinn dæg- urlagasöngvari. Aheyrendur hans hafa þó varla gert sér grein fyrir að í meira en tuttugu ár glímdi söngvarinn við klámfíkn. Hann skammaðist sin þó fyrir fíknina og sagði engum frá henni, ekki einu sinni eiginkonu sinni. Þannig hindraði klámið samband hans við bæöi eiginkonuna og Guð. Fyrir nokkrum árum opnuðust augu Clays og hann gerði sér grein fyrir að nú þyrfti hann að losa sig úr þeirri gildru sem hann var fastur í. Um þetta leyti fann Clay að hann gat ekki endalaust verið áhorfandi og fyrr eða síöar myndi hann leita til vændiskvenna til að svala fíkn sinni. Hann gat ekki lengur þóst lifa góðu trúarlífi og látið ítrekað undan fíkninni á bak viö tjöldin. Clay tók loks þá ákvörðun að segja skilið við klám- ið og tókst það með Guðs hjálp. í dag er hjónaband hans mun sterkara en áður og það sama má segja um samband hans við Drottin. Geislaplatan „A Different Man" fjallar um þær breytingar sem urðu í lífi Clays þegar hann snéri baki við kláminu og leyfði Guði aö græða sárin sem klámiö hafði skilið eftir á sálinni. Margir mæta freistingunni Dr. Mark Laaser kynntist kláminu á unglingsárum. Þegar hann gerðist prestur fylgdi klámið honum eins og skuggi og þegar klámið var ekki nóg leitaði hann til vændiskvenna. Hann hélt fíkn sinni leyndri enda vissi hann aö klámið og starfið í ríki Guðs gætu ekki farið vel sam- an. Þetta var fyrir tíma Netsins, þegar menn þurftu að fara í þar til gerðar verslanir til að nálgast klámiö. Nú geta menn hins vegar setið umvafnir friöhelgi heimilisins (eða á skrifstofunni) og opnað fyr- ir heim klámsins með því einu að smella á tölvumúsina. Og enginn sér... eða hvað? Mark hefur nú sagt skilið við klámið og hjálpar klámfíklum aö losna úrsnörunni. Hann hefur skrifaö bækur um efnið og er vin- sæll fyrirlesari. Fyrir nokkrum misserum birtist grein um ungan, ónafngreindan, bandarískan prest í Christianity Today. Safnaðarstarfiö gekk vel, hann var eftirsóttur ræðumaður, átti yndislega konu og dóttur en þrátt fyrir alla velgengnina og blessanirnar var hann háður klámi. Hann átti þaö til að læsa að sér í vinnunni og vafra um klámsíður Netsins að loknum vel hepnuðum samkomum. Þessi rúmlega þrítugi maður tilheyröi um tíma ört vaxandi hópi leikmanna, presta og safnaðar- leiðtoga sem hafa orðið háðir klámi á Netinu. Hann reyndi að losna úr hrömmum klámsins upp á eigin spýtur en tókst ekki. Hann ákvað þá að leita sér hjálpar hjá sérfræðingum og hefur nú endur- lífgað hjónabandið og verið laus viö klámið í nokkur ár. 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.