Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 13
Bræðurnir Steve og Mike Lane ólust upp á kristnu heimili. Móðir þeirra samdi trúarlega tónlist og stjúpfaðir þeirra var baptistaprest- ur og kirkjan þ.a.l. þeirra annað heimili. Dag einn fundu bræðurnir sér til mikillar undrunar klám- timarit í eigu stjúpföðurins. Mörg- um árum síðar hófu Steve og Mike útgáfu á klámefni í Florida og um það leyti sem glænýtt klámtímarit þeirra var að fara í dreifingu um öll Bandaríkin gáfu þeir Guði líf sitt og þetta fyrsta tölublaö sem þeir höfðu lengi dreymt um fór aldrei í dreifingu. Bræðurnir komu fram i tveimur sjónvarpsþáttum James Robison í Bandaríkjunum og fjölluöu þar um klámið og trúna. Af þeim tíu þús- und áhorfendum sem hringdu í sjónvarpsstöðina eftir þættina til aö fá hjálp vegna klámfíknar, voru um fjögur þúsund kristnir. Kristnir karlar gegn klámi Mikil umræða hefur átt sér stað innan Promise Keepers-samtak- anna um klám. Meðlimir samtak- anna eru kristnir karlmenn og einn þeirra er Joe White en hann er eigandi átta kristilegra sumar- búða fyrir börn og unglinga í Bandaríkjunum. Hann ritar öllum félögum samtakanna bréf í hverj- um mánuöi og í júlí sl. hvatti hann trú- og kynbræður sína til aö snúa baki við kláminu. Ef marka má viöbrögð við skrifum hans er Ijóst að klámfíkn er að gera út af við marga fylgjendur Krists og sjaldan hafa bréf til fé- laga Promise Keepers valdið eins miklum viðbrögðum. Þessi miklu viðbrögð koma reyndar ekki á óvart ef haft er í huga að á einum viöburði Promise Keepers í Bandaríkjunum viður- kenndi helmingur þátttakenda að hafa horft á klámefni síöastliðna sjö daga. Samtök Dr. James Dobsons, Focus on the Family í Bandaríkjun- um, rekur símaráðgjöf um málefni fjölskyldunnar. A undanförnum árum hefur símtölum vegna klám- fiknar fjölgað mjög - bæði frá prestum og leikmönnum. Tölur Focus on the Family eru I samræmi viö niöurstöður rannsóknar Christi- anity Today frá árinu 2000 þar sem fram kemur að 18% presta skoöi reglulega klám á Netinu. Þó aö allir kristnir geti oröið fyrir freistingum af þessu tagi eru trúarleiðtogar í sérstökum áhættu- hópi að mati Christianity Today. Aður hvarflaöi varla að nokkrum presti að láta standa sig að verki við aö kaupa klámtímarit eða leig- ja klámspólu á myndbandaleig- unni. í dag geta þeir sökkt sér í klámið án þess að horfast í augu viö afgreiðslufólk bókaverslana, bensínstöðva, myndbandaleiga eða annarra sölumanna sem reyna að koma kláminu að hjá neytendum. En þetta má ekki skilja sem svo að prestar séu þeir einu innan kirkjunnar sem sækjast eftir klámi. Ef marka má kenningar Russell Willinghams höfund bókarinnar Breaking Free: Understanding Sexual Addiction ft the Healing Power ofJesus glíma 40 - 65% allra kristinna karlmanna við klámfíknina. Og hjá flestum hefst glíman strax i æsku, sem sýnir okkur hve mikilvægt er að vernda börnin okkar fyrir þessum vágesti. Russel segir að eftir að drengir sjái naktar konur í kynferðislegum stellingum komist þeir ekki hjá því að líta konur öðrum augum á eftir - þeir hlutgeri þær og líti á þær sem tæki til að svala kynferöisleg- um löngunum sínum. Lostinn er svo fylgifiskur klámsins, segir Russel og ef lostinn fær lausan tauminn getur hann auöveldlega leitt til klámfíknar. Úr klóm klámsins Margar vel unnar rannsóknir hafi verið gerðar á áhrifum kláms. Flestar benda þær til aö klám geti haft skaöleg áhrif á neytandann og umhverfi hans. Þessar rann- sóknir eru þó alltaf erfiðar í fram- kvæmd þar sem erfitt hefur reynst að finna almennt viðurkennda skilgreiningu á klámi. Þegar kem- ur að rannsóknum á neyslu krist- inna manna og kvenna á klámi (ýmislegt bendir til aukins áhuga kvenna á klámi) er ekki um auð- ugan garð að gresja, enda klámið viðkvæmt umræðuefni I þeirra hópi. Niðurstöður áðurnefndra at- hugana tímaritsins Christianity Today og tölur frá Focus on the Family og Promise Keepers benda þó til þess að nokkuö stór hluti fylgjenda Krists sé háður klámi og þarfnist aðstoðar við aö losna úr klóm klámsins. Menn geta leikið sér að tölum og prósentum og fært rök fyrir því aö klámiö ógni kirkju og kristni. Sömuleiðis má færa rök fyrir því aö vandamálið sé minniháttar og jafnvel hverfandi. Hversu alvarlegt sem það er verður ekki hjá þvi lit- ið að klámið er til staöar og aldrei í sögunni hefur verið jafnauðvelt aö nálgast þaö. Þar standa prest- urinn og pípulagningamaöurinn jafnt að vígi. Dæmin hér aö ofan sýna að kristið fólk er háö klámi og vill losna úr viðjum þess. Samt sem áður virðist afar lítil umræða vera um klámið i kirkjum landsins - hver sem ástæða þagnarinnar kann að vera. ■ Höfundur er BA í ensku og fjölmiöla- fræöi og starfar sem kennari viö nors- ka skólann i Addis Abeba, Eþíópíu. ragnars@eecmy.org 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.