Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 8
Er enn þörf
fyrir erlenda lœkna í Eþiópíu?
Já, þaö er enn mikil þörf fyrir
lækna í Eþíópíu. Kristniboð er
alltaf á hreyfingu til svæöa þar
sem fagnaðarerindið hefur ekki
veriö boöað. Og eins hvað snertir
heilbrigðisstörfin, það er alltaf lit-
ið til þess að vera þar sem hjálp-
arinnar er mest þörf. Þannig hefur
þetta fylgst að. Eftir að þessi
sjúkrahús urðu sjálfstæö hefur
verið reynt aö finna önnur svæöi
þar sem okkar starf væri mikil-
vægt, bæöi hvað varöar heilsu og
kristniboö. Núna er athyglinni
beint að suðvesturhluta landsins,
Jinka, Voitó og Ómó Rate. Og I átt
til Sómalíusvæðisins, í Suöaustur-
Eþíópíu.
Þegarþú lítur um öxl, hvaö finnst
þér jákvœtt hafa gerst i Eþiópiu á
þeim 50 árum sem Islendingar
hafa starfaö þar?
Mér finnst hinn feikilega mikli
vöxtur I Mekane Yesus kirkjunni
afar jákvæður. Vakningarnar sem
alltaf var verið aö skrifa um eru
veruleiki. Vakningarhreyfingin hef-
ur breyst nokkuð. Fyrstu árin voru
þetta þjóöflokkar sem trúöu á
stokka og steina og heyrðu fagn-
aöarerindið um aö Drottinn Jesús
sé voldugri en Satan og að Drott-
inn geti leyst menn úr höndum
Satans. Seinna, á erfiöu tímunum
er kommúnistar réðu og sögöu að
enginn Guö væri til, þá voru
margir aö spyrja hvaö Biblían
segöi. Þeirfundu fagnaðarerindiö
í boöskap Bibliunnar og upp
spratt vakningarhreyfing meðal
menntamanna. Þessi hreyfing ger-
ir ennþá mjög mikiö vart viö sig I
Eþíópíu.
Mér finnst hinn feikilega mikli vöxtur
í Mekane Yesus kirkjunni afar
jákvæður. Vakningarnar sem alltaf
var verið að skrifa um eru veruleiki.
Það jákvæða í starfinu núna er
hvað trúin hefur breiöst út og hve
rótfest fólkiö er í trúnni. Þetta á
bæöi viö í okkar kirkju og í öðrum
kirkjudeildum. Tími byltingarinnar
og kommúnismans vakti fólk upp.
Er eitthvaö neikvœtt
sem þú vilt minnast á?
Mikill þjóðflokkarígur er í land-
inu núna. Hann hefur líka gert
vart við sig innan kirkjunnar,
meöal trúaðra, því miður. Það er
mikiö um þaö að þjóðerniskenndin
sé sterkari heldur en eining krist-
inna manna. Mér finnst neikvætt
aö þetta skuli gera vart við sig
innan kirkjunnar. Þá er líka ein-
hver óróleiki innan kirkjunnar í
sambandi við náðargjafahreyfing-
una. Sumir vilja ruglast svolítið í
áherslum. Menn greinir einnig á
um leiðir og þá myndast gjarnan
spenna meöal hinna kristnu og
einnig milli hinna eldri og yngri.
Nú hefur þú komiö hingaö við og
við og fylgst meö fööurlandinu -
hvaða breytingar, jákvœðar og nei-
kvœöar, merkirþú á íslensku þjóö-
lífi og stöðu kristninnar í landinu?
íslenskt þjóðlíf er ótrúlega
blómlegt. Það vekur furðu aö svo
fámenn þjóð megnar aö skipa sér
í fremsta flokk á breiðu sviöi lista
og hámenningar. Hagur íslendinga
sýnist mér bera vitni um að dug-
mikil, vel menntuð þjóð hefur nýtt
auölindir þessa kalda og hrjóstr-
uga lands til velmegunar á
skömmum tima.
Island býr ekki lengur viö ein-
angrun viö ystu höf. Ör og greiö
tengsl við umheiminn eru að
nokkru leyti forsenda jákvæðrar
þróunar. Jafnframt geta þau
tengsl verið ógnun við menning-
ararfinn dýrmæta, sjálfsvitund
þjóöarinnar og tungu og kristinn
arf, sem móðir kenndi barni öld
fram af öld, sem sálmaskáldin
meitluðu og kirkjan boöaði með
myndugleika Guös orðs.
Ég óttast að nýir straumar
heimshyggju mæöi þungt á og
grafi undan þeim góöa grundvelli
ef þess er ekki gætt aö boða Guðs
orö meö trúmennsku. Ég sé grósku
í starfi kirkjunnar, margar veglegar
nýjar kirkur og fjölbreytt starf.
í fimmtíu ár hafa íslenskir
kristniboðsvinir unnið aö kristni-
boði i Konsóhéraði og víðar í
Eþíópíu. Hér er ekki staður til aö
lýsa vexti kirkjunnar í Konsó, en
um það starf má segja, að það
samsvari líkingu Jesú um marg-
faldan vöxt af sáökorninu, Orðinu.
Viltu segja eitthvaö að lokum?
Það liggur mér þungt á hjarta
og ég hugsa mikiö um það, að
læknar virðast ekki hafa köllun
hjá sér til þess aö ganga inn í
þessi störf lækna á kristni-
boðsakrinum í þeim mæli sem
þörf er. Tækifærin eru feikimörg
og góð en engir læknar til að fara.
Ég kom heim frá Eþíópíu i apríl
síðastliðnum og enn er verið aö
biðja mig að fara út vegna þess
hve þörfin er mikil. Það á eftir að
koma í Ijós hvort ég held ut aftur.
Með þessum orðum kveð ég
Jóhannes sem var um það bil að
leggja í hann og halda heim til
Noregs. ■
Viðmælandi er BA i guðfræði, kennari
og starfsmaður Sambands íslenskra
kristniboðsfélaga. kristin@sik.is
8