Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 16
§ ý Ragnar Gunnarsson „Hólar er stórkostlegur stadur1 Viðtal við Jón Aðalstein Baldvinsson vígslubiskup Fráfarandi vígslu- biskup, Sigurður Guðmundsson, árnar hinum nývígða heilla. I sumar var séra Jón A. Baldvins- son vígður til embættis vígslu- biskups á Hólum. I því tilefni hafði Ragnar Gunnarsson sam- band við Jón nýverið og lagði fyrir hann nokkrar ágengar spurningar. Jón er 57 ára gamall og kvæntur Margréti Sigtryggs- dóttur. Börn þeirra eru Sigrún tónlistarskólastjóri og Róshildur háskólanemi. Fyrir átti Jón soninn Ragnar Þór tryggingarfulltrúa. I takt við gamla góða islenska hefð langarokkur að vita hvarþú ert fœddur og uppalinn. Eg er fæddur Þingeyingur á Ofeigsstöðum í Kinn en ólst upp á Rangá. Fyrir þau sem ekki þekkja vel landafræði Norðausturlands þá er Kinnin norður af Ljósavatns- skaröi og ekki fjarri Húsavík. Ég ólst upp á ákaflega kirkjuræknu heimili. Foreldrar mínir voru af- skaplega tengd kirkjunni, sjálfsagt var að sækja kirkju. Heima var okkur kenndar bænir. Móðir mín var mjög trúuö kona og ól okkur börnin 5 upp i lifandi trú. Faðir minn var í senn oddviti í sveitinni og sóknarnefndarformaður. Bæði sungu þau í kirkjukórnum. Kirkjan var samofin lifi okkar í sveitinni. Ég átti síðan mín fráhvarfsár þeg- ar ég varð unglingur og hugsaöi ekki mikið um þessi mál fyrr en undir lok menntaskólans. Þá fannst mér ég kallaður til kirkj- unnar á ný og ákvað að fara i guðfræðinám. En ég var samt ekki viss hvort ég myndi treysta mér til að veröa prestur. Málin æxluöust samt þannig og ég sé ekki eftir því. Hvernig var að vero iguðfrœði- námi á þeim árum? Árin í guðfræðideildinni voru ár mikils þroska. Ég hafði kynnst konunni minni í menntaskóla, viö giftumst að loknu námi þar, flutt- um suöur og byrjuöum að búa. Þetta voru algjör umskipti. Námið varð mér mjög dýrmætt á þeim þroskaferli. Þá tókum við próf í tveimur hlutum og lokaprófið var meira og minna úr öllu námsefn- inu. En þetta kerfi gaf okkur frelsi sem nemendur samtímans hafa ekki. Fyrir hönd þeirra sem nú stunda guðfræðinám sakna ég þessa og aukins valfrelsis. Við gát- um grúskað okkur til fróðleiks þó ekki væri prófað úr þvi. Við höfð- um tíma til að láta áhugann ráða og leiða okkur. Aö sjálfsögðu gat þetta komiö niöur á mönnum sem töpuðu sér í frelsinu og sinntu ekki kjarna námsins. En ég á ákaf- lega góðar minningar frá háskóla- árunum. Það var mér mikil guðs- blessun aö eiga marga frábæra kennara aö á þessum árum. Siðan hélst þú út i prestsskap? Já, ég var vígður til Staðar- fellsprestakalls, minnar heima- sveitar, og var þar í fjögur ár. Ég fékk þá styrk frá Alkirkjuráðinu til framhaldsnáms og fór til Edin- borgar. Þar var ég eitt ár í sál- gæslunámi með áherslu á sjúkra- húsþjónustu. Kom síðan heim aft- ur og var önnur fjögur ár í heima- prestakallinu. Mérfannst afskap- lega notalegt að koma heim tíl 16

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.