Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 5
bjuggum á í Kína. Hún hét Dengdjó. Þar bjuggu einnig norsk- ir kristniboðar. Ég var svo lánsam- ur að koma þangaö aftur árið 1997 og sá húsið okkar og kom inn í það. I hvernig skóla varstu? Ég var á norskum heimavistar- skóla og Guðrún systir mín kom i skólann seinna. Þarna voru um 25-30 börn og bjuggu þau á heimavist. Til að komast í skólann þurfti að ferðast í tvo daga á múlasnakerru. Gist var í smáþorpi á leiðinni. Ég man eftir ferð sem var spennandi vegna ræningjaó- eirða. Pabbi hefur sagt frá þeirri ferö i bókinni 14 ár í Kína. Ræn- ingjahópur hafði leitað að okkur en fann okkur ekki þá nótt. Ég á góðar minningar frá æskuárunum í Kína. En ég man skilnaðinn við fjölskylduna þegar ég fór í skólann og að ég beit á jaxlinn til að láta ekki tilfinning- arnar fara með mig. Jú, ég man að mér leiddist í skólanum og langaði oft heim. Ég man eftir veikindum þegar ég lá í rúminu og kennarar hugsuðu um mig, mamma og pabbi voru fjarri. Lékstu þér við kinversk börn þegarþú varst iitill? Já, já, ég lék mér við kínversk börn. Það voru háir múrar í kring- um stöðina okkar svo það sást ekki inn til okkar. Kínverskum börnum var boðiö inn til okkar og við lékum okkur þarna, á ekki mjög stóru svæði. Þegar við fór- um út á strætið fylltist gatan af fólki sem horfði á okkur og því fórum viö börnin aldrei út af lóð- inni nema í fylgd fullorðinna. Við fórum oft í göngutúra og gengum þá oft á virki sem var í kringum borgina. Á sumrin dvöldum viö á stað sem heitir Haisan. Þar í fjallinu áttu kristniboðarnir sumarbústaði og það var Ijúfur tími því þar vor- um við frjáls og gátum leikið okk- ur I skóginum við hin börnin. Ég man eftir ferðalögunum á þennan stað. Þau voru ævintýri. Þá var ferðast með fljótabátum. Þriggja daga ferð, gist og borðað í bátunum. Síðan gengu þeir upp á fjallið sem þaö gátu en hinir voru bornir í burðarstólum, m.a. móðir mín og yngstu börnin. Manstu eftir óróleikum í landinu áþessum tima? Það voru mjög órólegir tímar í Kina og ég man eftir kristniboða sem bjó á okkar stöð sem hét Knut Samset. Hann var á ferð með handrit af sálmabókinni og var tekinn höndum og dó í hönd- um ræningjanna. Pabbi var um tíma á ferðinni til að ná sambandi við þessa ræningja til að reyna að fá hann leystan. Ég man enn eftir þessu, þessi reynsla markaöi djúp spor. Stundum hefur kristniboðið og kristniboðarnir fært miklar fórnir. Hvernig var að koma til islands, tiu ára drengur og kunna ekki orð i íslensku? Við komuna til íslands hafði ég hreint enga tilfinningu af heim- komu. Tilfinningarlega var ég þá útlendingur meðal landa minna. Ég kunni ekki íslensku. í útliti fannst mér ég vera frábrugðinn öðrum. Klæðnaöurinn var annar. Mér fannst ég vekja athygli þar ari en flestra annarra barna. Það var mér engin hvöt til sjálfsálits. Ég var lánsamur að vera í ung- lingadeild KFUM. Þar eignaðist ég vini. Þegar ég kom I gagnfræða- Trúarleg vitund mín varð meiri um fermingaraldur. Ég fór að gera mér Ijóst að trú mín þyrfti festu, ég þarfnaðist trúarvissu. Það var á móti á Brautarhóli um mitt sumar að mér varð Ijóst að Drottinn Jesús hafði dáið fyrir syndir mínar og að ég gat treyst öllu því sem hann hafði gert til að frelsa okkur frá synd og gera okk- ur að sínum börnum. skólann voru þar vinir úr KFUM og við komum saman í kristilegu fé- lagi gagnfræðaskólans. Þetta voru dýrmætir tímar og upp frá því voru stofnuð Kristileg skólasamtök (KSS) og voru allir skólarnir með í því. Mér fannst við mjög sjálfstæð i þessu og held að við höfum lítið spurt eldri kynslóðina ráða. En Drottinn blessaði þetta og það sem ég fór, vera öðruvísi en aörir. Ég var beðinn um að tala kín- versku. Oft vorum við systkin í sviðsljósi á samkomum og áttum jafnvel að syngja á kínversku. Þetta var mér oft kvöl. Ég hafði þá engan skilning á að min stutta lífsreynsla var á margan hátt rík- varð til mikillar blessunar fyrir okkur sem tókum þátt í þessu starfi. Trúarleg vitund min varö meiri um fermingaraldur. Ég fór að gera mér Ijóst að trú mín þyrfti festu, ég þarfnaðist trúarvissu. Þaö var á móti á Brautarhóli um mitt sumar Jóhannes ásamt Kari Ba Olafsson eigin- konu sinni. 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.