Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 31

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 31
þjálfun í því að syngja gospel. Mótinu lauk á sunnudagskvöldi meö tónleikum þar sem allir þátttakendur voru meö í kór og voru margir sem lögðu leið sína til að njóta tónlistarinnar og fóru allir glaðir heim. Þaö skemmdi ekki fyrir að veðrið var gott og aöstaðan er alltaf að batna. Jón Þór Eyjólfsson framkvæmdastjóri Hvítasunnukirkjunnar á islandi Einbeiting viö föndurvinnu á fjölskyldumóti. Kristilegt mót í Hlíðardalsskóla Að vanda hélt kirkja Sjöunda dags að- ventista kristilegt fjölskyldumót í Hlíðar- dalsskóla um verslunarmannahelgina. Þetta er mót þar sem öllum sem vilja er velkomið að taka þátt. Staðurinn býður upp á gistirými fyrir um 100 manns. Þar að auki gistu nokkrar fjölskyldur sem sóttu mótið í tjöldum og tjaldvögnum. Einnig sótti mótið fólk sem gisti heima hjá sér svo í allt voru á þriðja hundrað manns á mótinu þegar mest var. Samkoma á fjölskyldumóti um verslunar- mennahelgina í Hlíöardalsskóla. Aðalræöumaður mótsins, dr. Walter Veith, háskólakennari frá Suður-Afríku, hélt gangmerkt erindi um sköpun og þró- un þar sem hann færði rök fyrir sköpunar- sögunni og flóði i samræmi við kenningar Biblíunnar. Dr. Veith, sem sjálfur var um árabil yfirlýstur þróunarsinni og guðleys- ingi, hafði oft gert lítið úr „einfeldning- um" á meðal nemenda sinna, sem voru sköpunartrúar, snérist til lifandi kristinnar túrar á átakamikinn hátt. Frásögn hans um merka trúarreynslu sína hafði gagnger áhrif á mótsgesti. Einnig fjallaöi dr. Veith nokkuð um heilsumál þar eö næringarlíf- fræði er sérstakt rannsóknarsvið hans. Dr. Walter Veith frá Suður-Afríku, aöalræöu- maöur mótsins. WalterVeith prédikaði á aðalguösþjón- ustu mótsins á laugardeginum kl 11 og einnig á sunnudeginum kl. 11 þegar guðs- þjónustu var útvarpað frá mótinu í Rikis- útvarpinu. Efni hans þá var sannleiksboð- skapur kristinnar kirkju fyrir daginn i dag um kærleika Krists í kærleikssnauöum heimi en einnig að kristinni kirkju ber að vera óhrædd á okkar tímum að sinna skyldu sinni að láta berast skýrt kall Krists til heimsins um iðrun og afturhvarf til undirbúnings dýrðlegri endurkomu hans og viðleitni til að halda á lofti siöferöis- merkjum Krists í siöspilltum heimi. Unglingahópur á góðri stund á fjölskyldu- móti. Sérstakar dagskrár voru að vanda skipulagðar fyrir börn og unglinga á mót- inu þar sem þeirra þörfum var sinnt. Unga fólkið sá um lofgjörðarsamkomu með söng og vitnisburðum fyrir alla mótsgesti á sunnudagskvöldinu. Þá tók við hjá þeim söngstund umhverfis varðeld, siðan leikir úti á túni og að lokum sundsprettur í sundlaug staðarins svo þau komust ekki i rúmið fyrr en langt var liðið á dimma ágústnóttina. Mótsgestir sneru heim snortnir af áhrifaríkum boöskap, yndislegri samveru hverjir við aðra og ekki síst áþreifanlegri nærveru Anda Guðs á góöu sumarmóti. Eric Guðmundsson Eyjólfsstaðir Á Eyjólfsstöðum, starfsmiðstöö íslensku Kristskirkjunnar á Austurlandi, var haldið mót um verslunarmannahelgina. Eyjófs- staöir eru um 10 km frá Egilsstöðum við hringveginn. Um nokkurra ára skeiö voru haldin mót þar um verslunarmannahelgi en nú hafa þessi mót verið endurvakin og var mótið í ár það fyrsta eftir nokkurra ára hlé. Um 50 manns voru samankomnir til að lofa Guð og íhuga hans orö. Á Eyj- ólfsstöðum er rekin gistiþjónusta á sumrin samhliða kristilegu starfi og er því öll að- staða mjög góð og gistu flestir mótsgestir í þeim 20 herbergjum sem i boði voru en þátttakendum stóð einnig til boða að vera í tjaldi og i fullu fæði. Yfirskrift mótsins var „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóöir að lærisveinum..." (Matt. 28:18-19) og var öll fræðsla miðuð út frá því. Yfirskriftin var í samræmi við þaö sem VISBO-ingar höfðu verið að fást við síð- ustu tvær vikurnar í júlí. VISBO stendur fyrir Vlnna, Skemmtun og BOðun. Um 20 unglingar á aldrinum 13-19 ára frá Aust- urlandi og höfuöborgarsvæðinu komu saman til þess að gera einmitt þetta. Unga fólkiö vann ýmis störf á Eyjólfsstöð- um, átti fræðslu- og bænastundir, fór í sund og fjallgöngu og ýmislegt annað skemmtilegt. Síðan hélt það samkomur og fór í boðunarferöir þar sem það dreifði bæklingum, sýndi dans og leikþátt. VISBO- ingar tóku mikinn þátt í mótinu og sáu meðal annars um eina samkomu. Mótiö var opið öllum og kom fólk frá Austurlandi og höfuðborgarsvæöinu. Fyrir hádegi voru fræðslustundir þar sem yfir- skriftin var brotin til mergjar og voru þaö Friðrik Schram, prestur íslensku Krists- kirkjunnar, og Unnar Erlingsson sem sáu um þær. Á sama tíma var sérstök fræðsla fyrir börnin. Eftir hádegi var hins vegar léttari dagskrá þar sem m.a. var boðið upp á ratleik, sundferð og frásagnir af kristni- boði. Á kvöldvökum var mikið sprellað og hláturtaugar fólks voru kitlaðar út í ystu æsar. Á sunnudagskvöldið var varðeldur þar sem sungið var og trallaö eins og sést á myndinni. Mikil áhersla var lögö á lof- gjörð á mótinu og var það Oddur Carl Thorarensen sem leiddi mótsgesti í henni. Ólafur Schram 31

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.