Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 22
lega, guðlega heimi. Besta og tryggasta leiðin til að losna und- an heiminum og þar með þessari blekkingu breytingarinnar sem umlykur okkur mennina er aö hafna heiminum og öllu sem í honum er, snúa baki við tilver- unni. Sá sem losnar undan sam- sara, breytingunni, og maya, blekkingunni eða heiminum, öðl- ast nirvana. Nirvana er í raun að- eins það ástand sem maðurinn kemst í eftir að hann losnar und- an blekkingunni, heiminum og samlagast Brahman, hinu óper- sónulega frumafli. Þegar þangað verða að endurfæðast samkvæmt hindúismanum. Aö þurfa að fæö- ast þýðir nefnilega ekkert annað en aö menn þurfi að takast áfram á viö blekkinguna og þjáninguna og siðan deyja. Sum rit hætta meira að segja að tala um endur- fæðingu en kalla hana í staðinn endurdauða. Maðurinn fæðist ekki aftur, það er ekki aðalatriðið, heldur hitt, að maðurinn deyr aftur og aftur. Það er hið mikla böl heimsins og tilverunnar. En hvers vegna gerist þetta? Því veldur karmalögmálið. Karmalög- málið er það lögmál sem ræður Hindúismi birtist víða eins og sjá má á nýlegu viðtali í Fólki, fylgiriti Morgun- blaðsins, við Guðjón Bergmann um jóga. Om-merkið á bolnum táknar Brahman. kemur hættir einstaklingurinn þá að „verða til", breytast, en atman rennur aftur í uppruna sinn. Líkja má því við vatnsdropann sem fellur í hafið. Dropinn verður þar með hluti af hafinu en hættir um að leið að vera dropi, að vera til sem slíkur. Kallast þetta ástand nirvana. Nirvana er hin endanlega upplausn einstaklingsins. Leiðin undan samsara og inn í nirvana getur verið bæði erfiö og ströng. Hún kostar stöðuga þjálfun og hugleiðslu, sjálfsafneitun og jafn- vel sjálfspyndingar. Ævin endist vart til að öðlast nirvana og slökkva þorstann eftir lífinu. Til þess þarf maðurinn að fæðast aftur og aftur og aftur þar til honum tekst að vinna bug á heiminum og þrá sinni eftir því að vera til. Þar meö er kenningin um endurholdgunina orðin að forsendu þess að mönnunum tak- ist að hverfa á vit frumaflsins mikla. En þessi kenning er engin gleðikenning. Það er ekki gott að afleiöingum þess sem maðurinn gerir í hvert sinn er hann lifir. Karma er í raun samansafn alls þess sem maðurinn gerir. Geri maðurinn gott, fæöist hann í góöum málum í næsta lífi. Geri maöurinn illt, fæðist hann í vondum málum, jafnvel í sjálfu víti. Um er að ræða hið fullkomna orsakalögmál. Geri maöurinn „A" í þessu lífi er afleiðingin „A" í því næsta. Af því að maðurinn gerir eitthvað gott eða vont, endur- fæðist hann og þar með er hann neyddur til aö deyja á ný. Hver er þá lausnin? Geri maðurinn ekkert, hvorki gott né illt, hlýtur hann að hætta að fæðast, þá safnast ekki í sarp karmalögmálsins. Lausnin undan þjáningu þess að þurfa stöðugt að vera að fæðast og deyja í heimi maya, blekkingar og samsara, hverfulleika er að gera ekki neitt. Afleiðingin af því aö gera ekkert í þessu lífi er að ekk- ert knýr manninn til þess að end- urholdgast. V. Samfélagið Þessar kenningar allar mála heiminn dökkum litum. Um leið hafa þær mótað samfélag þar sem staða mannsins í veröldinni er metin í Ijósi þess hvernig hon- um gengur að berjast viö orsaka- lögmálið. Af því aö allt sem þú gerðir í fyrri lífum hefuráhrif á líf þitt í dag, og þar sem lif þitt i dag hefur áhrif á næstu endur- fæðingu þína og þannig koll af kolli, þá ert þú á eigin báti á þinni ferð um „al-lífiö" ef svo má að orði komast. Hvort sem þér gengur vel eða illa, þá er það þitt mál. Og það er í raun ekki til neins aö vera að hjálpa bág- stöddum og þeim sem hafa orðið undir í tilverunni, því tilveran er hvort sem er blekking. Hver mað- ur fæöist þannig inn í þá stétt og á þann stað sem karmalögmálið velur fyrir hann. „Jati" er nafnið yfir hinn mikla fjölda stétta Ind- lands. Stéttskiptingin er frá fornu fari bein afleiðing átrúnaðarins. Þú ert það sem þú gerir. Allt þitt líf er afleiðing fyrri lífa þinna. Því ber þér að vera innan þeirrar stéttar sem þú fæðist til. Það er þitt karma, þitt hlutverk í lífinu. Reynir þú að svíkjast um, svikur þú engan nema sjálfan þig. Sá sem reynir aö hækka sig milli stétta fyrir eigin metnað eða at- orku, lendir þá aðeins í því að þurfa aö endurfæðast enn neðar í samfélaginu í næsta lífi. Undir stéttunum er síðan meginþorri samfélagsins, hinir stéttlausu, sem fást við óhrein störf, veiðar, slátrun, klósettþvott o.s.frv. Hinir stéttlausu eru réttlausir í alla staöi og oft er farið með þá sem þræla, stéttlausum konum nauðgað, börn þeirra seld í ánauð og morð á stéttleysingjum eru al- geng. Þessar kenningar hefa þan- nig getið af sér gríðarlegt félags- legt óréttlæti þar sem hinum lægstu í samfélaginu er haldið niðri og hinum sjúku og fátæku neitað um hjálp. Stjórnvöld á Ind- landi hafa barist gegn þessari stéttaáþján en mega sín lítils. ■ Höfundur er prestur við Hafnarfjarð- arkirkju og MA I trúarbragðafræðum. theimis@simnet.is 22

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.