Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 29

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 29
hvernig Kristur lifir í okkur sem trúum á hann. Þetta er eflaust eitthvað sem flest kristið fólk hefur heyrt margoft, að minnsta kosti var það þannig meö mig. Ég hélt ég skildi þetta nokkurn veg- inn en komst að því aö þetta er með því flóknasta sem ég hef lært. Við eigum ekki að líkja eftir Kristi heldu eigum við að leyfa Kristi að lifa í okkur svo við verð- um líkari honum. Ég sá líf mitt I nýju Ijósi og skildi betur hvað það felur í sér aö vera kristinn og hvað það er erfitt að lifa eftir því. Fjölbreytt og spennandi dagskrá Kennsla var fjóra daga vikunnar en á föstudögum var vinnudagur þar sem helmingur nemenda var að vinna á meðan hinn helming- urinn var á fyrirlestri. Unnið var viö þrif, garðyrkju og sauma og síðan þurfti að sinna ýmsu á bóndabænum viö skólann. i frítímanum var margt hægt að gera. Við fórum oft i íþróttir eins og blak og fótbolta. Skólinn á líka sundlaug þar sem ég fékk mér oft smásundsprett. Stundum var líka haft svokallað sund- laugarpartý þar sem við fórum í leiki í lauginni. Á laugardögum var boöið upp á dagsferðir til mismunandi staða á Englandi og oft til Vatnahéraðsins. Á föstu- dagskvöldum var oft gert eitt- hvað skemmtilegt eins og kaffi- húsakvöld þar sem nemendur fluttu lög og Ijóð, leikritakvöld þar sem bæöi starfsfólk og nem- endur skemmtu, lofgjörðarstund við arininn í setustofunni, leikja- kvöld og margt fleira. Tvisvar á hverri önn var líka svokallaö fjöl- skyldukvöld. Nemendum er nefni- lega skipt i fjölskylduhópa þar sem tveir eða þrír starfsmenn eru „foreldrarnir". Þessir hópar hittust líka einu sinni í viku á morgnana (i staö fyrirlestrar) og höföu stund saman. i hópum og í fangelsi Nemendurvoru lika í fleiri hópum og má þar nefna Interactive Group þar sem fólk frá nágranna- þjóðum eru saman. Ég var meö Norðmönnum, Dönum og Svíum í hóp. Þessi hópur hittist líka einu sinni í viku í stað eins fyrirlestrar. Á þessum stundum töluðum við mikiö saman um það sem var aö gerast, þaö sem við vorum aö læra og hvernig okkur leið. Viö tókum öll þátt i þessum mismun- andi hópum og það auðveldaði okkur mjög að kynnast hvert öðru. Á sunnudögum var messa fyrir hádegi og síðan lofgjörðarsam- koma um kvöldið. Nemendurog starfsfólk sáu sem oftast um tón- listina og stundum sáu hópar nemenda um lofgjörðarsamkom- una um kvöldiö. Margir nemendurfóru í mis- munandi kirkjur nálægt skólanum og hjálpuðu til við barna- og unglingastarf eða sáu um messu stöku sinnum. Stundum var líka farið i fangelsi og höfð helgi- stund með föngunum. Send í boðunarferð Það sem er mér minnisstæöast er sennilega 10 daga ferð sem við fórum í undir lok vetrarnám- skeiðsins. Okkur var öllum skipt í hópa sem fóru i mismunandi kirkjur um allt England. Hópur- inn minn fór til lítillar kirkju í úthverfi Manchester. Viö áttum að sjá um barna- og unglinga- starf þar þá vikuna auk einnar messu, en stærsti hluti starfs okkar var að fara inn i barna- og unglingaskóla. Þar sáum við um kennslustundir og stutta hug- vekju á morgnana fyrir fleiri hundruð nemendur í einu. Ég var mjög stressuð fyrir feröina en hópurinn minn var alveg frábær og við notuðum mikinn tima í það að biðja fyrir starfinu og börnunum sem við áttum eftir aö tala við. Við fengum að kynn- ast því hvernig Guð getur notaö ungt og reynslulitið fólk til þess vinna sitt verk. Við fengum margar góöar og erfiðar spurn- ingar frá börnunum og augljóst að við höfðum vakiö þau til um- hugsunar. Þetta var alveg meiri- háttar reynsla og ég komst að þvi hvað það er spennandi og gaman að segja öðrum frá Jesú. Það að persóna eignist trú á hann er það stórkostlegasta sem getur gerst! Hver vill ekki eiga þátt i því? Áætlun lífsins ekki á silfurfati Eitt er víst að ég sé ekki eftir þessu ári í kastalanum. Ég mæli eindregið með því að ungt fólk taki frá smátíma til þess að kynn- ast Guði betur og læra meira um hann. Persónulega fannst mér mjög gott aö taka mér árshlé eftir menntaskóla og fara í biblíuskóla. Dvöl mín á Englandi hafði mikil áhrif á mig og gerði mig styrkari í trúnni. Ég kynntist Guöi á persónulegri hátt en fyrr og á eftir aö geta dregiö lærdóm af þessari reynslu allt mitt líf. Það sem er efst á listanum hjá mér er að leyfa Guði að nota mig eins og hann vill. Hvar ég enda veit ég ekki en ég hef lært það að Guð lætur mig ekki hafa áætlun sína á silfurfati heldur vill hann að ég treysti honum til þess að leiöa mig áfram eitt skref í senn. ■ Höfundur er nemi i byggingaverkfræöi viö HÍ. katrin.g@mi.is 29

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.