Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 11
og lifa í ábyrgu langtímasam- bandi. Kynlíf er þá oröiö aö iþrótt sem býður áhorfendum aö koma og sjá afrek sem vert er að endur- taka. Klámiö er í því samhengi notaö sem verkfæri til aö vinna stærri sigra. Þetta verður að vanda hjóna- bandsins þegar klámiö er oröiö aö verkfæri til aö örva það sem í flestum tilvikum ætti aö vera eðlileg löngun í ástríku sambandi karls og konu. Margir karlmenn hafa misst löngun til eiginkvenna sinna vegna þess hversu venjulegt samlíf þeirra er oröið í saman- buröi viö það sem Netið hefur upp á aö bjóða. Þaö sorglega viö framboð klámsins er aö þar eru persónulegustu samskipti manns- ins gerð aö ópersónulegri athöfn. Þaö sem Guö ætlaði til einingar í kynlífi hefur klámiö notað til sundrungar, og í þvi samhengi hefur maöurinn misst af leyndar- dómi þeirrar einingar fyrir skammtímaunaö og langvarandi skömm. Sem betur fer veröa fáir háðir kynlífsfíkn af því einu aö sjá opin- skáar myndir einstaka sinnum. En þaö getur enginn vitaö hver lang- tímaáhrifin veröa ef menn (og konur) bregðast ekki strax viö og setja sér mörk sem varðveita þau gildi sem viðkomandi eru kærust. Mestu máli skiptir aö byrgja brunninn áöur en barniö er dottið í hann. Vigdís Erlendsdóttir segir í áöurnefndu viðtali aö þaö helsta sem foreldrar geti gert sé aö leið- rétta linnulaust þær hugmyndir sem settar séu fram í myndum og kvikmyndum á Netinu (bls. 2). Það hvílir mikil ábyrgð á foreldrum aö vernda börnin sín eftir fremsta megni frá þessari linnulausu árás klámsins á allt sem okkur er kær- ast. Það er augljóst af framan- greindum upplýsingum aö langstærstur hluti ungmenna mun veröa fyrir áreiti af klámfengnu efni, en það má ekki verða hlut- skipti foreldra að láta fallast hendur vegna stæröar vandans. Foreldrar þurfa líka aö gæta þess aö viðhalda eigin mörkum og gildismati i samfélagi þar sem stööugt er verið aö færa mörkin. Þaö er einnig mikilvægt aö fylgj- ast meö því, sem barnið eða ung- lingurinn er að fást við á tölvunni. Þaö eru til forrit sem hindra aö- gang aö forboðnu efni og foreldr- ar þurfa aö setja sig inn í þaö hvað hægt er aö gera til aö berj- ast viö þennan óboöna gest. Nokkur ráð Aö lokum koma hér nokkur ráö til þeirra, sem eru að takast á við vanda klámsins í eigin lífi. Þaö er gott að muna aö það tók oft langan tíma aö þróa þetta mynst- ur og þaö getur tekið tima sinn aö koma þessu út úr lífi þess sem finnur sig fastan. Taktu til í kringum þig og hentu öllu sem hugsanlega getur talist til klámfengins efnis. Taktu líka rækilega til í tölvunni bæöi heima og í vinnunni. Breyttu venjum þinum. Skoö- aðu venjur og siöi sem verið hafa hluti af vanda þínum. Ekki fara á staöi þar sem aðgengi að klámi er auðvelt. Þú getur kosið aö standa I gegn freistingunni. Flættu aö kynda undir draum- órana. Þeir hætta aö koma ef þú hættir að gefa þeim aö borða. Dúfurnar fljúga ekki til þeirra sem ekkert brauö hafa í hendi sér. Þeg- ar einhver óæskileg mynd birtist í huga þínum, þá skaltu fæla hana í burtu með því aö velja að hugsa um eitthvað annað. Vertu ábyrgur gagnvart ein- hverjum trúnaöarvini. Best er aö sýna makanum þá ábyrgö aö segja frá baráttunni og biöja um aðstoð viö að breyta hegðun og hugsunarhætti. Þaö heldur þér betur viö efniö ef þú veist aö þú þarft aö gera regluleg skil á gjöröum þínum gagnvart einhverj- um. Berstu trúarinnar góöu baráttu og notaðu öflug vopn trúarinnar til aö brjóta niður hugsmiöar sem hreykja sér upp gegn þekkingunni á því sem Guö vill og ætlar með þig. ■ Heimildir: Flart, Archibald, (1993). The Sexu- al Man. Word Publishing, Dallas Höfundur er fjölskyldu- og hjónaráðgjafi. Hin kristna Afríka Við upphaf 20. aldar sameinuðust kristniboösvinir um víöa veröld um það aö efla kristniboösstarfið enn frekar. Meöal annars var sú ákvöröun tekin aö vinna mjög markvisst aö kristniboði í Afríku sunnan- veröri. Nú, er 20. öldin er að baki, getum viö óskaö þessum framsýnu kristni- boðshugsuöum og braut- ryöjendum til hamingju meö ákvörðunina. Nú er Afrika aö miklu leyti orðin „kristin heimsálfa." Þessi staöhæfing segir ekki einu sinni allt. Hin kristnu i Afríku eru fulltrúar unglegrar og ferskrar gleöi trúarinnar og djörfungar sem viröist á margan hátt vera í andstööu viö hiö aldna og þreytta form velmegunarkristindóms sem víöa er aö finna í hinum gamla kristna heimi. Áherslan á aö byrja aö sunnanverðu og halda noröur eftir i átt aö þjóöflokkum og ríkjum þar sem islam er ráöandi virðist einnig hafa verið árangursrík. Fregnir berast bæði frá Vestur-Afríku og Austur-Afr- íku um þjóðflokka og þjóöflokkabrot á jaöarsvæðum islam sem hafa áunnist fyrir fagnaðarerindið. Er þaö einkum aö þakka gleði og djörfung þeirri sem birtist i lífi og orðum bræöra og systra okkar I Afriku. (Dagen, Bergen 25. ágúst 2003) Búist við 7.500 þátt- takendum á „Mission“ Um áramótin veröur enn og aftur efnt til Mission, evrópsks kristniboðsmóts fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 ára, aö þessu sinni i Þýskalandi. Er áætlaö aö um 7500 þátttakendur komi frá 35 löndum, þar á meöal íslandi. Rúmlega 20 íslend- ingar sóttu sams konar mót um áramótin 2001/2002 í Hollandi og voru þeir allir mjög ánægöir meö dag- skrána. Mótið eöa ráðstefnan hefur þegar veriö kynnt hér á landi og veröur unniö nánar í því á næstunni. Yfirskrift mótsins aö þessu sinni er „Know it, Live it, Share it." Nánari upplýsingar eru á vefsíðu mótsins, www.mission.org, þar sem meðal annars má sjá kynningar- myndband, fá upp- lýsingar um dagskrá og fleira. Einnig má senda fyrirspurnir til Björgvins Þórðarson- ar sem er í forsvari íslenska hópsins og tekur á móti skráningum. Netfang hans er joh316@binet.is og síminn 861 4481 eöa 561 8482. 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.