Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.10.2003, Blaðsíða 26
Sr. Olafur Júhannson 3. boðorðið: „Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.“ Þannig hljómar 3. boöoröiö - en hvaö merkir þaö? Af hverju eigum viö aö hafa hvíldardag og hvernig höldum við hann heilagan? Hvíld er nauðsynleg Öll þörfnumst viö hvíldar til aö endurnæra líkama, sál og anda. Nætursvefn er nauðsynlegur og mjög slitandi þegar viö fáum hann ekki. í öllu líkamlegu erfiöi er mikilvægt að taka hlé frá áreynslu. Líkamsræktarfrömuöir telja óskynsamlegt til lengri tíma litiö aö æfa hvern einasta dag; mikilvægt sé aö gefa vöðvunum hvíldardaga til að byggja sig upp fyrir átök hinna daganna. Öldum og árþúsundum saman hefur reynslan sýnt aö skynsamlegt sé aö gefa ökrunum hvíldarár eöa skipta um tegundir sem ræktaöar eru því annars nái jarðvegurinn ekki aö endurnýja næringu sina og þaö komi niöur á ávexti og upp- skeru. í sköpunarsögunni (I. Mós. 2:1- 3) er sagt frá því að Guö hafi helgað og blessað sjöunda dag vikunnar sem hvíldardag eftir aö hafa lokiö sköpun heimsins. Fyrst Guö tók sér hvíldardag, hve miklu fremur þurfum viö þá á því aö halda aö eiga slíkan dag til endur- næringar og uppbyggingar. Lögmálið og hvíldardagurinn ísraelsmenn höföu mjög strangar og afdráttarlausar reglur um störf á hvíldardegi. Ekki átti að standa í matseld (II. Mós. 16:23) og bann- að var aö kveikja upp eld í húsum (II. Mós. 35:3). Viðurlögin voru ströng. í IV. Mós. 15:32-36 er sagt frá manni sem að boði Guös fyrir munn Móse var grýttur fyrir að bera saman viö á hvíldardegi. Síðar meir stóöu farísearnir fyrir því aö settar voru mjög ná- kvæmar reglur í smáatriöum um hvað mætti og hvaö mætti ekki á hvildardegi, t. d. hve mörg skref mætti taka og hve langt mætti ferðast. Komið geta upp kyndugar aö- stæður þegar fólk kappkostar aö fylgja bókstaf slíkra reglna en ætlar samt að fara á svig viö þær. Þannig er einmitt sagan af rúss- neska Gyðingnum sem ferðaðist á hvíldardegi meö lest en hafði vatnsfötu undir sætinu. Hvers vegna? Vegna þess að reglurnar bönnuöu honum aö ferðast svo langa leið yfir land en ekkert var tiltekið um ferðalag á vatni! Jesús og hvíldardagurinn Jesús ólst upp í vitund um helgi hvíldardagsins. Hann fór í sam- kunduhúsið á hverjum hvíldardegi (Lúk. 4:16) og tók þátt í trúarsam- félaginu þar. En Jesú fannst greinilega aö samtíð hans hefði misst sjónar á merkingu og tilgangi hvildardags- ins. Sjálfur læknaði hann fólk á hvíldardegi og var gagnrýndur fyr- ir þaö, bauö manninum að bera rekkjuna sem hann hafði legið í lamaður (Jóh. 5) og leyfði læri- sveinum sínum aö tína kornöx þegar hungriö svarf aö á ferö þeirra á hvildardegi (Matt. 12). í huga Jesú eru aðstæður lífs- ins oft mikilvægari en bókstafur reglunnar. Hann leit á hvildardag- inn sem tækifæri en ekki fjötra. „Hvíldardagurinn varö til manns- ins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins" (Mark. 2:27). „Það er því leyfilegt að gjöra góöverk á hvíldardegi" (Matt. 12:12). Hins vegar kemur hvergi fram aö Jesús hafi viljað hafna hvíldar- deginum eða taliö hann óþarfan eða óæskilegan. Þess vegna eig- um viö, kristið fólk, aö halda hvildardaginn heilagan. Sá vilji Guös, sem boðorðin birta, hefur ekki breyst - þótt viö séum ekki bundin af þeim ytri ramma sem lögmálið setur honum og Gyðing- ar hafa útfært. Hvaða dagur? Vissulega eiga allir dagar okkar aö vera helgaðir Guöi. Kristin trú er engin sparitrú sem nægir að skarta á tyllidögum; hún er afl í hversdagslífinu og á aö vera rauö- ur þráður hugsana okkar, oröa og athafna hvern einasta dag. Samt er nauðsynlegt aö hafa einn dag sem með sérstökum hætti er frátekinn til þess að rækja samfélag trúarinnar. Allt frá dögum postulanna var þaö fyrsti dagur vikunnar, upprisudagurinn. Eölilegt er aö sá dagur sé hvíldar- dagur kristins fólks - og ekki síður þegar við minnumst þess aö fyrsti

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.