Búnaðarrit - 01.01.1960, Page 30
28
BÚNAÐARRIT
2. Banlcaráð Landsbanka íslands. í því hef ég átt
sæti síðastliðið ár, kjörinn til þess af Alþingi.
Valtýr Rlöndal, fyrrverandi bankastjóri, formaður
bankaráðs Landsbanka Islands, andaðist síðla
árs 1959. Góður maður og gegn, sem unnið hafði
ágæt störf. 1 hans stað var Baldvin Jónsson hæsta-
réttarmálaflutningsmaður skipaður formaður
bankaráðsins. Aðrir bankaráðsmenn eru Einar
Olgeirsson, alþm., Guðmundur R. Oddsson, fram-
kvæmdastjóri og Birgir Kjaran, alþm.
3. Náttúruverndarráð. í nýlega samþyklctum lögum
frá Alþingi er svo ákveðið, að stofnað skuli
náttúruverndarráð, er umsjón skuli hafa með
því að fögur og sérkennileg náttúrufyrirbæri
séu ekki eyðilögð. Ráðið skal og hafa vald til
þess, undir yfirstjórn menntamálaráðuneytisins,
að hindra að svo fari ekld. Náttúruverndarráð er
skipað fulltrúum frá ýmsum stofnunum er ein-
hver afskipti hafa af slíkum málum. Mennta-
málaráðherra skipaði Ásgeir Pétursson, deildar-
stjóra í Menntamálaráðuneytinu formann ráðs-
ins. Aðrir ráðsmenn eru: Náttúrufræðingarnir
dr. Finnur Guðinundsson, dr. Sigurður Þórarins-
son og Ingólfur Davíðsson, tilnefndir af Náttúru-
gripasafninu, Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri,
tilnefndur af Skógrækt ríkisins, Sigurður Thor-
oddsen, verkfræðingur, tilnefndur af Verkfræð-
ingafélagi íslands, og Steingrímur Steinþórsson,
búnaðarmálastjóri, tilnefndur af stjórn Búnaðar-
félags íslands. Ráð þetta hafði nokkra fundi s. l.
ár og hefur hafizt handa um ýmis störf, eftir þvi
sem lögin mæla fyrir.
4. Útgáfunefnd Freys. í henni hef ég átt sæti fyrir
stjórn Búnaðarfélagsins, ásamt Pálma Einarssyni,
landnámsstjóra. Þriðji nefndarmaður er Einar