Búnaðarrit - 01.01.1960, Page 111
BÚNAÐARRIT
109
Á árinu kom ég í flestar gróðrárstöðvar í Borgar-
firði, 4 sinnum, í Mosfellssveit 2—3, Hveragerði 1—3,
Biskupstungur 3—4 sinnum og Hrunamannahrepp
1—2, auk þess, sem ég kom i enn fleiri skipti í all-
flestar stöðvar við Reykjavík. Með vaxandi eftirspurn
um aðstoð og leiðbeiningar við sveitaheimili landsins,
get ég vart ímyndað mér, að unnt sé fyrir einn mann
að hafa mikið fleiri yfirferðir meðal garðyrkjubænda
á sumri hverju, þótt mér sé liins vegar vel ljóst að
æskilegt væri að svo gæti orðið.
I seinni hluta ágúst fór ég vestur að Djúpi og þaðan
yfir í Húnavatnssýslu og kom við á 11 stöðum í
þeirri ferð. Um 10. september fór ég norður í land og
heimsótti flestar gróðrarstöðvar allt frá Skagafirði og
austur í N.-Þingeyjarsýslu. Rekstur gróðrarstöðva
norðanlands er lélegur að undanskildum 2—3 stöðvum,
sein eru ágætlega starfræktar. Er þar mörgu um að
kenna, m. a. að víða er gróðúrhúsastarfsemi hjávérka-
vinna, eins og t. d. í Skagafirði. Að auki skortir sums
staðar nægilega öruggan og góðan hita, Iiús eru gömul,
úr sér gengin og of veikbyggð; viðhaldi hefur ekki
verið nægilega sinnt. Víða er jarðvcgur húsa mjög
sýktur af hnúðormum og öðrum sjúkdómum, sem
erfitt getur rcynzt að ráða við, sér í lagi el’ kunnáttu
skortir á vörnum gegn gróðurliúsakvillum, en þannig
virðist það víða vera.
í Skagafirði er nokkuð um gróðurhús, en þar er
greinilega mikill afturkippur i rekstri þeirra. Er ég
kannaði hverju þelta' sætli, báru flestir við ónógum
markaðsmöguleikum. Nú er ég ekki svo kunnugur
norðanlands, að ég treysti mér til að leggja dóm á
sannleiksgildi þessa, þó á ég bágt með að trúa því, að
ekki sé hægt að finna traustan markað fyrir gróður-
húsaafurðir Skagfirðinga og þótt svo margfaldar væru
miðað við það, sem nú er.
Að aflokinni för norður tók ég mér 12 daga sumar-