Búnaðarrit - 01.01.1960, Síða 326
324
BÚNAÐARRIT
Kjósarhreppur. Sýningin var ágætlega sótt. Sýndir
voru 106 hrútar, 65 fullorðnir og 41 veturgamall. Þeir
fyrrnefndu vógu 88.3 kg, og þeir síðarnefndu 71.0 kg
að meðaltali. Fyrstu verðlaun hlutu 25 hrútar eða
23.6%, sem er lakara hlutfall en 1955. 13 hrútar hlutu
engin verðlaun. Beztu 3ja vetra og eldri hrútar voru
Smári á Neðra-Hálsi, afburða kind, Sinári i Hækings-
dai, glæsilegur hrútur en í háfættara lagi, Kollur á
Þrándarstöðum, sonur Smára á Neðra-Hálsi, fagur
hrútur og holdgróinn, Þór á Kiðafelli, glæsilegur ein-
staklingur, en hefur þó varla nógu þróttlegt höfuð,
Roði í Sogni, sonur Kuggs II frá Vestra-Súlunesi nú
eign Sf. Andakílshrepps, þéttur og vel gerður, Blettur
á Fremra-Hálsi, Neisti í Hækingsdal, Hörður í Kára-
neskoti, Smári á Möðruvöllum og sá tíundi í röðinni
var Nökkvi í Eyjum. Beztu tvævetlingarnir voru: FIosi
á Neðra-Hálsi, prýðilega vel gerður einstaldingur,
sonur Lodda, sem einnig var ágæt kind, Prúður á
Fossá, kostamikill einstaklingur, en þó full hausmjór
og háfættur, Spakur Magnúsar í Eyjum, Lambi á
Neðra-Hálsi og Kollur á Ingunnarstöðum. Grákollur
á Þrándarstöðum bar af veturgömlu hrútunum, smár
en prýðisvel gerður og holdþéttur. Næstir honum
stóðu Skarpi á Neðra-Hálsi, Latos í Þúfu og Valur
í Hækingsdal.
Heiðursverðlaun Sauðfjárræktarfélags Kjósar-
hrepps, skjöldinn fagra, sem Pétur Sigurðsson frá
Hurðarbaki gaf 1955, sem farandgrip fyrir bezta
hrút á sýningu í Kjósarhreppi, hlutu þeir bræður á
Neðra-Hálsi til varðveizlu fyrir hrútinn Flosa, sem
dæmdur var bezti einstaklingur á sýningunni. Loddi,
faðir Flosa, var dæinur hezti hrúturinn í lireppnum
1955.
Fjórir efstu hrútarnir, 3ja vetra og eldri og tveir
beztu tvævetlingarnir voru úrskurðaðir beztir til að
mæta á héraðssýningu l'yrir hrúta í Kjalarnesþingi,