Búnaðarrit - 01.01.1960, Síða 327
BÚNAÐARRIT
325
sem hiildin var í lok hreppasýninganna, sjá um hér-
aössýningar í næsta árg. Búnaðarritsins.
Þótt ekki horfi glæsilega með fjárræktina í Kjósar-
hreppi, þá er þó von til þess að ágætt fé sé unnt að
rækta út af beztu einstaklingunum á Neðra-Hálsi.
Hyrndi stofninn út af Prúð í Hækingsdal er allálit-
legur, sjá um afkvæmasýningar hér í ritinu.
Kjalarneshreppui-. Þar voru sýndir 33 hrútar, að-
eins þyngri en í Kjósarhreppi, en mun léttari en fyrir
4 árum, sjá töflu 1. Fyrstu verðlaun hlutu 9 hrútar,
7 fullorðnir og 2 veturgamlir. Þeir fyrrnefndu vógu
92.3 kg, en þeir síðarnefndu 78.0 kg að meðaltali.
Beztur af veturgömlu hrútunum var Óðinn III í Braut-
arholti, vænn og glæsilegur hrútur, en noklcuð gróf-
byggður. Af 2ja vetra og eldri hrútum eru þessir beztir
í lækkandi röð. Ormur í Stardal, mjög vel gerður
einstaklingur með frábært bak og herðar og góð læra-
hold, Kollur í Lykkju, sonur Hnífils þar, sem bar af
hrútum í Kjósarsýslu 1955, einnig fagur hrútur, en
ekki jafnoki föður síns, Glaður í Stardal, einnig
sonur Hnífils í Lykkju, Prúður á sama bæ, Óðinn
II í Brautarholti og Hnykill í Dalsmynni. Bezti vet-
urgamli luúturinn og tveir beztu fullorðnu hrút-
arnir voru ákvarðaðir á héraðssýninguna.
Hnífill í Lykkju hefur ekki verið nægilega mikið
notaður til kynbóta í Kjalarnesþingi. Horfir ekki bet-
ur með ræktun fjár á Kjalarnesi en í Kjós.
Mosfellshreppur. I hreppnum eru sýndir 48 hrútar,
29 fullorðnir, sem vógu aðeins 82.7 kg að meðaltali og
voru því mun léttari en jafnaldrar þeirra í nokkru
öðru byggðarlagi sýslunnar, og 19 veturgamlir, sem
vógu 75.0 kg til jafnaðar, sem er sæmilegur væn-
leiki. Aðeins 8 hrútar hlutu I. verðlaun, 6 fullorðnir,
sem voru mjög léttir, aðeins 86,3 kg, og 2 veturgamlir,
er vógu 82.0 kg. Bezti lirúturinn á sýningunni var
Ivútur á Hrísbrú frá Heiðarbæ í Þingvallasveit, fram-