Búnaðarrit - 01.01.1960, Page 328
326
BÚNAÐARRIT
úrskarandi vel gerður og holdþéttur einstaklingur.
Næstur honum í sama aldursflokki var Sómi í Fells-
múla, glæsilegur, vel upp alinn hrútur, en bar ekki
með sér næg einkenni ræktunar. Gulur á Hríshrú
og Spakur í Miðdal báru af fullorðnu hrútunum.
Þessir fjórir síðast nefndu hrútar voru ákveðnir á
héraðssýninguna.
Þrettán hrútar voru dæmdir ónothæfir. Er það of
hátt hlutfall, einkum þegar tillit er tekið til þess, að
sýningin fór fram seint í október og því líklegt að
búið væri að slátra verstu hrútunum. Mikið vantar á,
að fjáreigendur í Mosfellshreppi hafi lagt næga rækt
við fjárvalið eða þá, að fjárstofn þeirra er mjög
kostarýr, nema hvorttveggja sé. Eg hef grun um, að
bændur í Mosfellssveit eins og víðar hafi ekki rétta
stefnu í fjárvali. Þeir velji of mikið eftir stærð, en
taki of lítið tillit til holdafars og vaxtarlags.
Kópavogur. Þar voru sýndir 9 hrútar, sæmilega
vænir. Aðins 1 þeirra hlaut I. verðlaun, Smári Krist-
jáns í Smárahvammi, sonur Kubbs á Kárastöðum
Þingvallasveit. Smári er kostamikill hrútur, en þó
bakmjórri en faðir hans og í háfættara lagi eins og
sumir synir Kubhs, sem þó eru margir ágætir hrútar.
Seltjarnarneshreppur. Aðeins 1 hrútur var sýnd-
ur í hreppnum, Nói Aðalsteins í Nesi. Hann hlaut 1.
verðlaun, enda vænn og vel gerður einstaklingur.
Reykjavílc. 26 hrútar voru sýndir úr Reykjavik.
Þeir voru jafnvænni en hrútar í nokkrum hreppi
Ivjósarsýslu, enda margir auðsjáanlega prýðisvel ald-
ir upp og fóðraðir. Af þeim hlutu 12 fyrstu verðlaun,
7 fullorðnir, sem vógu 98.3 kg, og 5 veturgamlir, er
vógu 82.0 kg til jafnaðar. Enginn hrúturinn var
dæmdur ónothæfur.
Kollur Guðmundar S. Guðmundssonar, Háaleitis-
veg 59, var dæmdur bezti hrúturinn á sýningunni og
hlaut hann bikar í heiðursverðlaun. Hann var einn-