Búnaðarrit - 01.01.1960, Page 334
332
BÚNAÐARRIT
verðlaun hlutu 25 hrútar fullorðnir og 1 veturgamall
eða 25% sýndra hrúta, en 18 dæmdust ónothæfir.
Eftirtaldir hrútar voru dæmdir beztir og ákveðnir
á héraðssýninguna: Kollur á Nautaflötum, þéttur,
mjög vel gerður, en léttur, Iíollur á Hjalla, lágfætt-
ur og vel gerður, Þengill Eiríks í Árbæ, fríð kind og
holdgóð, Bjartur á Þurá, Paufi í Gufudal og Krummi
á Grímslæk. Sá síðastnefndi er sonur Guls frá Syðra-
Seli í Stokkseyrarhreppi og bar af veturgömlu hrút-
unum í hreppnum. Hann er lágfættur, vel vaxinn og
svipfagur, en bakið er í mjórra lagi. Er líklegt að
Krummi reynist vel.
Hveragerðishreppur. Þar voru sýndir 11 hrútar,
einhverjir þeir jafnléttustu í sýslunni, sjá töflu 1,
einkum þeir veturgömlu. Tveir hrútar hlutu I. verð-
laun. Annar þeirra, Hnífill Sæmundar í Brekku frá
Hrauni, bar af hinum hrútunum. Hann er í senn all-
vænn og vel gerður.
Grafningshreppur. Sýndir voru þar 33 hrútar, 23
tveggja vetra og eldri, sem vógu 84,3 kg og voru því
léttari en jafnaldrar þeirra í nokkrum öðrum lireppi
sýslunnar, og 10 veturgamlir, sem vógu 06,8 kg að
meðaltali. Fyrstu verðlaun hlutu 8 fullorðnir hrútar
en enginn veturgamall. Þeir heztu, sem sendir voru
á héraðssýninguna, voru: Valur Guðmundar í Hlíð,
Hamlet á Torfustöðum, Svartkollur á Villingavatni
og Hnífill á Stóra-Hálsi. Svartkollur er hetjukind og
lætur furðulítið ásjá, þrátt fyrir háan aldur, mikla
notkun og litla fóðrun. Valur í Hlíð er fagur hrútur
og vel gerður. Hamlet er í háfættara lagi og Hnifill
á Sóra-Hálsi hefur fulllítil lærahold. Þessir hrútar
og íleiri í Gral'ningi munu vera eðlisgóðar lcindur,
en fátt af hrútum þar fær að sýna kosti sina vegna
útigangs á vetrum og of lélegrar aðlilynningar. Á
meðan bændur í Grafningi fylgja því búskaparlagi,
sem þeir stunda nú, er ekki unt að kynbæta féð