Búnaðarrit - 01.01.1960, Blaðsíða 339
BUNAÐARRIT
337
og vísast til úrslita dóma þar um kosti þeirra: Mugg-
ur Magnúsar á Kópsvatni, Bleltur Helga á Hrafnkels-
stöðum, Prúður Þorgeirs á Hrafnkelsstöðum, Krummi
Júhanns í Efra-Langholti, Kjammi í Bryðjuholti,
Gulur Magnúsar í Miðfelli, Hringur Gísla í Unnar-
holtskoti, Spakur í Þverspyrnu, eign Kristins Jóns-
sonar ráðunauts, og' Bjartur Marinos á Ivópsvatni.
Aðeins einn þessara hrúta, sá síðast taldi var vetur-
gamall. Næstir honum í röð af hyrndum hrútum í
sama aldursflokki voru: Frosti Páls i Langholtskoti,
sonur Draupnis í Ási, sem var sýndur frá Akurgerði
1957 og var þá dæmdur bezti sonur Dvergs í Mið-
lelli, Núpur í Hvammi frá Núpstúni, sonur Óðins,
Sómi í Miðfelli, sonur Dvergs í Miðfelli og Breið-
leitar Helga á Hrafnkelsstöðum, Prúður í Syðra-
Seli frá Hrafnkelsstöðum, sonur Prúðs Þorgeirs og
Nefju Helga, Ófeigur í Hvammi, Spakur í Efra-Seli
og Bliki í Langholtskoti, sonur Tóva á Hrafnkels-
stöðum. Allir voru þessir hrútar mjög kostamiklir
einstaklingar og sumir afbragðs kindur. Beztu koll-
óltu og hníflóttu hrútarnir veturgömlu voru Hnífill á
Bjargi frá Berghyl, Klakkur í Núpstúni og Öngull
í Sólheimum frá Núpstúni, allir synir Kolls frá Teig-
ingalæk, er flutt var sæði úr frá Laugardælum vetur-
inn 1957—58. Þessir hrútar voru allir álitlegir, en
enginn afbragð. Beztu tvævetlingar nú, sem ekki
fóru á héraðssýninguna voru Goði Þorgeirs á Hrafn-
kelsstöðum, sonur Dvergs á Miðfelli, og Móri Jóhanns
í Efra-Langholti, báðir afbragðs kindur, en sá fyrr-
nefndi að vísu í léttara lagi, en því betur gerður.
Eldri hrútunum var ekki raðað.
Hringur Gísla Hjörleifssonar í Unnai’holtskoti var
dæmdur bezli hrúturinn i Hrunamannahreppi, fædd-
ur í sveitinni. Hlaut því Gísli Hjörleifsson skjöldinn
fræga til varðveizlu næstu fjögur árin. Hringur var
3ja vetra, keyptur frá Miðfelli, sonur Dvergs og
22