Búnaðarrit - 01.01.1960, Page 356
354
BÚNAÐARRIT
sýnilega mikinn árangur. Má ekki sízt þakka fram-
förina starfsemi sauðfjárræktarfélagsins, sem allt
frá stofnun hefur starfað af kostgæfni og gert mikið
gagn. Þótt enn sé alltof mikið af lélegum hrútum í
Fljótshlíð, þá vona ég að þeim fækki á næstunni,
en aðrir góðir komi í þeirra stað.
Vestur-Landeyjahreppur. Þar var sýningin fremur
fásótt. Sýndir voru 50 hrútar, 37 tveggja vetra og
eldri og 13 veturgamlir. Þeir fullorðnu voru með létt-
ari hrútum í sýslunni, en þeir veturgömlu fyllilega í
meðallagi, sjá töt'Iu 1. Fyrstu verðlaun hlutu 13 full-
orðnir og 1 veturgamall hrútur, en 5 hlulu engin
verðlaun. Veturgamli I. verðlauna hrúturinn var
Patti i Miðkoti frá Búðarhóli, mjög laglegur og
holdgóður hrútur, en noklcuð háfættur. Af þriggja
og fjögurra vetra hrútum háru þessir af: Hnífill í
l.indartúni, afbragðs vel gerður einstaklingur, Hvít-
;ir á Glæsistöðum, lágfættur og vel gerður, en þó
varla nógu útlögumikill, Köggull í Ey, einnig vel
gerður, en ekki þungur, og Spakur á Kálfsstöðum,
vænn, en nokkuð grófbyggður og fullháfættur. Bezti
hrúturinn eldri en fjögurra vetra var Spakur í Hemlu,
sem er í senn þungur og vel gerður.
Þótt hrútar í Vestur-Landeyjum væru nú mun
léttari en 1955, þá eru þeir þó ekki verr gerðir.
Austur-Landeyjahreppur. Þar var fjölsótt sýning.
Sýndir voru 65 hrútar 2ja vetra og eldri og 26 vetur-
gamlir eða alls 91 hrútur. Þeir voru nokkru léttari að
meðaltali en hrútar á sama aldri i sýslunni, sjá töflu
1. Fyrstu verðlaun hlutu 25 hrútar fullorðnir og 4
veturgamlir. Beztu tvævetlingarnir voru: Lokkur
Guðna i Hólmi, heimaalinn, sonur Óðins, mjög út-
lögumikill, vænn, lioldgóður, en of háfættur, Dúði í
Fagurhóli frá Kanastöðum, vænn, en háfættur og
varla nógu bakbreiður, Víkingur á Guðnastöðum frá
Búðarlióli, ekki þungur, en vel gerður og Prúður í