Búnaðarrit - 01.01.1960, Side 357
BÚNAÐARRIT
355
Snotru frá Voðmúlastöðum, holdgóður hrútur, en
fullútlögulítill. Beztu þrevetlingarnir voru: Búði á
Guðnastöðum, frá Búðarhóli, sonur Tópasar þar, ríg-
vænn hrútur, holdþéttur, útlögumikill, en nokkuð
stór, Skakkur á Voðmúlastöðum, þéttvaxinn og prvði-
lega holdgóður, og Kollur í Snotru, einnig mjög vel
gerður og holdgróinn. Af fjögurra vetra og eldri
hrútum báru þessir af: Atli á Álftarhóli, frá Kvíg-
indisdal, afbragðs hrútur, Skallagrímur á Úlfsstöð-
um, einnig ágætlega holdgróinn, en varla nógu út-
lögumikill, og Bjartur í Miðhjáleigu, sem er vænn og
útlögumikill, en nokkuð grófur.
Eins og fyrir 4 árum voru nú margir góðir hrútar
i Austurlandeyjum, og ætti að takast að koma þar upp
kostamiklum fjárstofni.
Vestur-Eyjaf jallahreppur. Þátttaka í sýningunni
var mikil. Sýndir voru 106 hrútar, 64 fullorðnir,
sem vógu 84.8 kg eða 2.3 kg minna en hrútar á sama
aldri í sýslunni, en aðeins 1.6 kg minna en lirútar
í hreppnum fyrir 4 árum, og 42 veturgamlir, sem
vógu 71.3 kg að meðaltali, eða 2.0 kg meira en vet-
urgamlir hrútar í sýslunni í heild. Fyrstu verðlaun
hlutu 24 hrútar fullorðnir og 8 veturgamlir. Bezti
veturgamli hrúturinn var Óðinn í Skálakoti frá
Tómasi í Skarðshlíð, nokkuð háfættur, en allliold-
góður einstaklingur. Næstir honum stóðu Fífill Guð-
jóns í Syðstu-Mörk og Goði Ólafs á sama bæ, báðir
mjög álitlegir, en sá fjórði var Smári Guðjóns í
Syðstu-Mörk, smár, fremur léttur, en mjög þétt-
holda. Erpur á Moldnúpi, vænn og prýðilega liold-
þéttur einstaklingur, og Bjartur Einars í Stóru-Mörk,
mjög útlögumikill, holdgóður, en nokkuð háfætt-
ur, voru heztu tvævetlingarnir. Beztir þriggja vetra
og eldri hrúta voru: Fifill í Skálholli frá Skarðs-
hlíð, framúrskandi vel vaxinn og holdþéttur, Spak-
ur Árna í Stóru-Mörk, einnig holdþéttur vel, en há-